Bæjarstjórn

3007. fundur 19. febrúar 2002

3130. fundur
19.02.2002 kl. 16:00 - 17:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar : Fundarritari :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Ásta Sigurðardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásgeir Magnússon
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Oddur Helgi Halldórsson
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Páll Tómasson
Valgerður Jónsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 7. og 14. febrúar 2002
Fundargerðin frá 7. febrúar er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 14. febrúar er í 14 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 7. febrúar.
1., 2., 4., 5. og 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
6. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin frá 14. febrúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1., 2., 3., 6., 7., 8., 9., 11. og 13. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
4. liður, 10. liður og 14. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður var samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Þórarinn B. Jónsson óskaði bókað að hann sæti hjá við afgreiðslu liðarins.
12. liður verður afgreiddur með 10. dagskrárlið fundarins.
2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 13. febrúar 2002
Fundargerðin er í 19 liðum.
2., 5., 7. og 17.-19. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
1. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
3. og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
6. liður og 8.-16. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 1. febrúar 2002
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.4 Fundargerðir stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 1. og 8. febrúar 2002
Fundargerðin frá 1. febrúar er í 2 liðum.
Fundargerðin frá 8. febrúar er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 1. febrúar gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 8. febrúar var afgreidd á eftirfarandi hátt.
3. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
5 Fundargerðir skólanefndar dags. 4. og 11. febrúar 2002
Fundargerðin frá 4. febrúar er í 13 liðum.
Fundargerðin frá 11. febrúar er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 4. febrúar gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 11. febrúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
Við afgreiðslu á 2. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur:
"Bæjarstjórn óskar eftir því að skólanefnd kanni möguleika á sumaropnun leikskóla undir þeim formerkjum að rekstur fleiri skóla verði sameinaður á einum stað yfir hásumarið þegar fæst börn eru í leikskólunum og flestir kjósa að taka frí."
Tillagan var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum og gefur liðurinn að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.
Við afgreiðslu á 3. lið kom fram eftirfarandi breytingartillaga frá bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur:
"Tillaga skólanefndar um að börn sem náð hafa tveggja ára aldri fyrir áramót og hafa verið á biðlista á því ári fara á forgangslista þegar inntaka hefst næsta vor verði samþykkt tímabundið eða til 1. maí.
Tímann þangað til noti skólanefnd til að gera heildarendurskoðun á reglum um forgangsröðun og inntöku barna á leikskóla Akureyrarbæjar. Æskilegt er að reglurnar taki mið af breyttri þjóðfélagsgerð sem gerir leikskólauppeldi að eftirsóknarverðum kosti fyrir öll börn sem og því að leikskólarýmum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og gert bæjaryfirvöldum auðveldara að mæta kröfum um leikskólavist."
Vegna 3. liðar kom fram tillaga um að samþykkja framkomna tillögu um forgangsröðun í leikskóla eins og fram kom frá skólanefnd og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Síðari hluti breytingartillögu bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur um endurskoðun á forgangangsröðun í leikskóla var vísað til skólanefndar með 6 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir óskaði bókað að tillagan væri sett fram sem ein heild en ef hún væri borin upp í tveimur hlutum vekti hún athygli á tímatakmörkunum sem hljóta að fylgja fyrri hlutanum þ.e. 1. maí.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 5. febrúar 2002
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 11. febrúar 2002
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.8 Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 6. febrúar 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.9 Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 5. febrúar 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.10 Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Akureyrar 2003-2005 - fyrri umræða -
Tekin fyrir Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Akureyrar 2003-2005 - fyrri umræða -
Fram kom tillaga um að vísa þriggja ára áætluninni til 2. umræðu og var hún samþykkt með
11 samhljóða atkvæðum.


Dagskrá tæmd.Forseti tilkynnti að Áki Áskelsson, kt: 030958-2849, Laugargötu 1, Akureyri taki sæti sem aðalmaður í stjórn Hafnasamlags Norðurlands í stað Tryggva Gunnarssonar.

Þá las forseti upp eftirfarandi erindi, sem hann óskaði að tekið yrði á dagskrá:

"Ég Sigurður J. Sigurðsson, óska hér með eftir því að bæjarstjórn veiti mér lausn frá störfum bæjarfulltrúa frá næstu mánaðamótum til loka kjörtímabils.
Ósk þessi er fram komin vegna þess að frá sama tíma hef ég störf hjá fyrirtæki sem er alfarið í eigu Akureyrarbæjar. Er þetta gert með vísan til ákvæða í 34. og 42. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykkta um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Akureyri 19. febrúar 2002
Sigurður J. Sigurðsson"

Leitað var afbrigða á að taka erindið á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Lausnarbeiðnin var síðan samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltrúarnir Ásgeir Magnússon, Kristján Þór Júlíusson, Ásta Sigurðardóttir og Oddur Helgi Halldórsson tóku til máls og þökkuðu Sigurði góð kynni og óskuðu honum farsældar í nýju starfi.
Bæjarfulltrúi Sigurður J. Sigurðsson þakkaði bæjarfulltrúum gott samstarf og hlý orð í sinn garð og óskaði bæjarstjórn, starfsmönnum og bæjarbúum alls hins besta í framtíðinni.

Fundi slitið.