Bæjarstjórn

1923. fundur 22. maí 2001

Bæjarstjórn - Fundargerð
3116. fundur
22.05.2001 kl. 16:00 - 17:14
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar : Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Vilborg Gunnarsdóttir
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður Jónsdóttir
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson fundarritari1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 10. og 17. maí
Fundargerðin frá 10. maí er í 23 liðum.
Fundargerðin 17. maí er í 21 lið.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 10. maí.
1. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðkomandi fundargerð.
2. liður, 4. liður og 18. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 17. maí var afgreidd á eftirfarandi hátt.
1., 2., 3., 4., 7., 8., 9., 10., 11., 12., 13., 14., 15., 16., 18. og 21. liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
5. og 6. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðkomandi fundargerðum.
17. liður og 19. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Fram komu tvær breytingartillögur við afgreiðslu á 20. lið.Frá bæjarfulltrúa Jakobi Björnssyni, sem er á þessa leið:
"Gjald fyrir beitarhólf verði hið sama í ár og á árinu 2000."
Síðari tillagan var frá bæjarfulltrúunum Kristjáni Þór Júlíussyni , Sigurði J. Sigurðssyni, Oktavíu Jóhannesdóttur, Þóru Ákadóttur og Ásgeiri Magnússyni og er hún svohljóðandi:
"Breytingartillaga við 20. lið frá 2838. fundi bæjarráðs:
Síðasta málgreinin falli niður, en í staðinn komi:
Bæjarstjórn samþykkir að gjöld fyrir beitarhólf fyrir sumarið 2001 verði kr. 7000 fyrir ha. í stað kr. 9.400 sem áður var ákveðið.
Þeir leigjendur beitarhólfa sem þegar hafa greitt sín leigugjöld skv. útsendum greiðsluseðli verður endurgreiddur mismunur. Þeir sem enn hafa ekki greitt sín gjöld fái frest til 28. maí til að greiða leigugjöld, annars verða beitarhólfin leigð öðrum.
Rökstuðningur með þessari breytingartillögu er sá að við ákvörðun um leigugjald fyrir beitarhólf var tekin hliðsjón af kostnaði bæjarins við umsjón með beitarlöndum. Við nánari skoðun kom í ljós að kostnaður við umsjónina var lægri en fyrstu tölur sýndu.
Þó er ljóst að umsýslukostnaður bæjarins er verulegur og hærri en tekjur. Leita verður leiða til að lækka hann eins og fram kemur í bókun bæjarráðs.
Framangreint gjald verði síðan tekið til endurskoðunar fyrir næsta ár með hliðsjón af þeirri niðurstöðu sem fæst."
Fyrst var borin undir atkvæði breytingartillaga bæjarfulltrúa Jakobs Björnssonar og var hún felld með 4 atkvæðum gegn 3.
Síðari tillagan frá Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarfulltrúa og fleirum var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 16. maí
Fundargerðin er í 52 liðum.
1., 2., 3., 4., 9., 11., 39., 40. og 51. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
5.- 8. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
10. liður og 12. til 38. liður og 41. til 50. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að vísa 52. lið aftur til umhverfisráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 15. maí
Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður, 2. liður og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
4 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 15. maí
Fundargerðin er í 4 liðum.
3. liður ásamt lið 4 c voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
5 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 10. maí
Fundargerðin er í 10 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
6 Fundargerðir skólanefndar dags. 7. og 14. maí
Fundargerðin frá 7. maí er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 14. maí er í 12 liðum.
Fundargerðin frá 7. maí var afgreidd á eftirfarandi hátt:
Fram kom tillaga um að vísa 1. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður, 3. liður, 5. liður, 7. liður, 8. liður og 9. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
4. og 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 14. maí var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 30. apríl
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.8 Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 16. maí
Fundargerðin er í 8 liðum.
4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 8 maí
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

Dagskrá tæmd.

Forseti las upp utan dagskrár eftirfarandi tilkynningu frá Akureyrarlistanum:
Kristín Sigfúsdóttur tekur sæti sem aðalfulltrúi í skólanefnd og Jón Ingi Cæsarsson verður varamaður.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.