Bæjarstjórn

2500. fundur 06. febrúar 2001

Bæjarstjórn - Fundargerð
3109. fundur
06.02.2001 kl. 16:00 - 17:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar : Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Ásgeir Magnússon
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður Hrólfsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir fundarritari


Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti Sverris Ragnars, fyrrverandi bæjarfulltrúa með eftirfarandi orðum:


Hinn 28. janúar sl. lést hér á Akureyri Sverrir Ragnars, fyrrverandi kaupmaður og sparisjóðsstjóri. Sverrir fæddist 16. ágúst 1906 og var því á nítugasta og fimmta aldursári.
Sverrir var bæjarfulltrúi á Akureyri á árunum 1950 til 1954 og sat í stjórn Fjórðungssjúkrahússins og stjórn Rafveitu Akureyrar. Auk þessa gegndi Sverrir mörgum trúnaðarstörfum í bæjarfélaginu og var í forsvari fyrir fjölþættan atvinnurekstur.
Eiginkona hans var María Matthíasdóttir Ragnars, en hún lést árið 1975.
Þau eignuðust tvær dætur. Útför hans var gerð frá Akureyrarkirkju sl. föstudag.
Bæjarstjórn Akureyrar þakkar Sverri fyrir störf hans í þágu bæjarfélagsins.
Ég bið viðstadda að rísa á fætur og minnast hans.
1 Fundagerðir bæjarráðs dags. 18. og 25. janúar og 1. febrúar
Fundargerðin frá 18. janúar er í 10 liðum.
Fundargerðin frá 25. janúar er í 11 liðum.
Fundargerðin frá 1. febrúar er í 15 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 18. janúar.
1.- 4. liður verða afgreiddir með fundagerðum viðkomandi nefnda.
5. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
6.- 8. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
9. og 10. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 25. janúar.
1. og 3. liður verða afgreiddir með fundagerðum viðkomandi nefnda.
2. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
4.- 6. og 8. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
7., 9. og 11. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Vegna 10. liðar kom fram svohljóðandi tillaga frá bæjarfulltrúunum Ásgeiri Magnússyni og Oktavíu Jóhannesdóttur:
"Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að Akureyri gerist aðili að yfirlýsingunni um kjarnorkuvopnalaust sveitarfélag og felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna fyrir hönd Akureyrarbæjar."
Tillagan var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
Loks var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 1. febrúar.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2., 4.- 9., 11., 13. og 15. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. liður verður afgreiddur með 15. lið á dagskrá bæjarstjórnar.
10. liður verður afgreiddur með 16. lið á dagskrá bæjarstjórnar.
12. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum. Óskað var tilnefninga í nefnd skv. samþykkt liðarins. Þessar tilnefningar bárust:
Gunnar Ragnars
Þröstur Ásmundsson, sem kalli nefndina saman
Jakob Björnsson.
Þar sem þetta eru jafn margir og kjósa skal lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.
14. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum. Óskað var tilnefninga í nefnd um samstarfsverkefni sveitarfélaga skv. samþykkt liðarins. Eftirfarandi tilnefningar bárust:
Þórarinn B. Jónsson, sem kalli nefndina saman
Vilborg Gunnarsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Oddur Helgi Halldórsson.
Þar sem þetta eru jafn margir og kjósa skal lýsti forseti þetta fólk réttkjörið í nefndina.
2 Fundagerðir umhverfisráðs dags. 10., 17. og 24. janúar
Fundargerðin frá 10. janúar er í 15 liðum.
Fundargerðin frá 17. janúar er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 24. janúar er í 23 liðum.
Fundargerðin frá 10. janúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1.- 3., 5. og 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
4. liður og 7.- 15. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin frá 17. janúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. og 3. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin frá 24. janúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1.- 6. og 8. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
7. liður var samþykktur með 7 atkvæðum gegn 2.
9.- 23. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
3 Fundagerðir framkvæmdaráðs dags. 15. og 22. janúar
Fundargerðin frá 15. janúar er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 22. janúar er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 15. janúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1., 2., 5. og 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Fram kom breytingartillaga við bókun í 4. lið á þá leið að aftan við orðið "tímagjald" bættist við orðið "stöðumæla". Breytingartillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum og liðurinn með áorðinni breytingu síðan einnig samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin frá 22. janúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1., 2., 5. og 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
4. liður var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.4 Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 15. janúar
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.5 Fundagerðir menningarmálanefndar dags. 11. og 25. janúar
Fundargerðin frá 11. janúar er í 12 liðum.
Fundargerðin frá 25. janúar er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 11. janúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 25. janúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1.- 3. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
4. liður gefur heldur ekki tilefni til ályktunar, enda hafði efni hans fengið fullnaðarafgreiðslu með fundagerðum bæjarráðs.
6 Fundargerð skólanefndar dags. 15. janúar
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 16. janúar
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.8 Fundargerð kjaranefndar STAK og Akureyrarbæjar dags. 17. janúar
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.9 Fundagerðir félagsmálaráðs dags. 15., 17. og 22. janúar
Fundargerðin frá 15. janúar er í 13 liðum.
Fundargerð frá 17. janúar er í 1 lið.
Fundargerðin frá 22. janúar er í 10 liðum.
Fundagerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.10 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 9. janúar
Fundargerðin er í 8 liðum.
Samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum að vísa 7. lið til bæjarráðs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
11 Fundagerðir atvinnumálanefndar dags. 19. desember og 15. janúar
Fundargerðin frá 19. desember er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 15. janúar er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 19. desember gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 15. janúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum. Borist höfðu tilnefningar 2ja fulltrúa til setu í verkefnisstjórn vegna kynningar- og markaðsmála skv. samþykkt liðarins. Þar er um að ræða jafn marga og tilnefna á. Því lýsti forseti þau:
Guðmund Ómar Guðmundsson og
Heiðrúnu Jónsdóttur
réttkjörin sem fulltrúa í verkefnisstjórnina.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
12 Fundagerðir náttúruverndarnefndar dags. 11. og 25. janúar
Fundargerðin frá 11. janúar er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 25. janúar er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 11. janúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. og 2. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
3. og 4. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 25. janúar gefur ekki tilefni til ályktunar.
13 Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 22. janúar
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.14 Gjaldskrá um holræsagjald á Akureyri - seinni umræða
Gjaldskráin var borin upp til atkvæða og
samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.


15 Breyting á Samþykkt um hundahald á Akureyri - fyrri umræða
Tillaga kom fram um að vísa breytingu á Samþykktinni til síðari umræðu og
var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


16 Breyting á Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri, 21. grein - fyrri umræða
Tillaga um að vísa breytingu á Samþykktinni til síðari umræðu var
samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Eftir að dagskrá var tæmd var lesin upp svohljóðandi tilkynning frá Framsóknarflokki um breytingu í nefnd:
Sigmundur Þórisson, Mýrarvegi 114, kt. 300346-3759 kemur sem varamaður í íþrótta- og tómstundaráð í stað Mínervu Bjargar Sverrisdóttur, Grundargerði 4e, kt. 211067-5949.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.20.