Bæjarstjórn

2517. fundur 20. febrúar 2001

Bæjarstjórn - Fundargerð
3110. fundur
20.02.2001 kl. 16:00 - 17:54
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar : Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Ásta Sigurðardóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásgeir Magnússon
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson fundarritari


1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 8. og 15. febrúar
Fundargerðin frá 8. febrúar er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 15. febrúar er í 16 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 8. febrúar.
7. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 15. febrúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1., 2., 5., 8., 10., 11., 12. og 14.- 16. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. og 4. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðkomandi fundargerðum.
6. liður verður afgreiddur með 12. lið á dagskrá fundarins.
7. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með 11. lið dagskrárinnar.
9. liður og 13. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 14. febrúar
Fundargerðin er í 23 liðum.
1., 11., 12. og 13. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
2. liður og 15. - 23. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á 3. lið kom fram eftirfarandi breytingartillaga að: " út falli síðasta setning í 3ju málsgrein liðar 2.1."
Inn komi í 4. málsgrein liðar 2.1: "Til er samkomulag við hestamenn frá 1978, sem gildir í 25 ár eða til ársins 2003. Stefnt skal að því að taka hið fyrsta upp samning o.s.frv."
Breytingartillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
3. liður með áorðnum breytingum var síðan samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á 4. lið kom fram eftirfarandi tillaga að viðauka við greinargerð með deiliskipulagstillögunni: "3.8 Kvaðir á lóð. Á lóðinni hvílir kvöð um opinn göngustíg þvert yfir hana milli Eyrarlandsvegar og Þórunnarstrætis, svo og um aðkomu að spennistöð Rafveitu Akureyrar frá Hrafnagilsstræti. Báðar þessar kvaðir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrætti.
Í gildi er samningur milli Akureyrarbæjar og Menntaskólans frá árinu 1997 um samnýtingu á 30 bílastæðum á vesturlóðinni í þágu gesta Lystigarðsins og um samráð um hönnun stæðanna m.t.t. nýrrar aðalaðkomu að garðinum."
Breytingartillagan var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
4. liður með áorðinni breyting var síðan samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á 5. lið kom fram að með tilliti til framkominna ábendinga frá Skipulagsstofnun vísar bæjarstjórn þessum lið aftur til umhverfisráðs til frekari skoðunar.
Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

6. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
7.- 10. og 14. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 12. febrúar
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á 2. lið komu fram tvær tillögur:
1. "Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að fresta afgreiðslu á þeim hluta af tillögu framkvæmdaráðs sem fjallar um áfangaskiptingu verksins, þar til gengið hefur verið frá endurskoðun þriggja ára áætlunar."
Þá lagði Guðmundur Ómar Guðmundsson bæjarfulltrúi fram eftirfarandi tillögu:
2. "Legg til að afgreiðslu á 2. lið fundargerðar framkvæmdaráðs frá 12. febrúar 2001 verði frestað og vísað aftur til bæjarráðs."
Fyrst var borin upp tillaga Guðmundar Ómars Guðmundsson og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Þar með var afgreiðslu á 2. lið fundargerðarinnar lokið.
4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
3. og 5.- 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.4 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 8. febrúar
Fundargerðin er í 8 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
5 Fundargerðir skólanefndar dags. 5. og 12. febrúar
Fundargerðin frá 5. febrúar er í 13 liðum.
Fundargerðin frá 12. febrúar er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 5. febrúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður var afgreiddur í tvennu lagi.
Fyrri hluti liðarins aftur að orðunum: "Fyrirvari er gerður o.s.frv." var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Síðari hluti liðarins var vísað til framkvæmdaráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
2.- 13. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 12. febrúar gefur ekki tilefni til ályktunar.
6 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 6. febrúar
Fundargerðin er í 6 liðum.
3. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 31. janúar og 12. febrúar
Fundargerðin frá 31. janúar er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 12. febrúar er í 9 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 29. janúar
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 8. febrúar
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.10 Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 24. janúar og 7. febrúar
Fundargerðin frá 24. janúar er í 10 liðum.
Fundargerðin frá 7. febrúar er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 24. janúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. og 2. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 7. febrúar gefur ekki tilefni til ályktunar.11 Breyting á Samþykkt um hundahald á Akureyri - síðari umræða
Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu og
var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


12 Breyting á Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri, 21. grein - síðari umræða
Lögreglusamþykktin var borin undir atkvæði og
samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.54.