Bæjarstjórn

2591. fundur 10. júlí 2001

Bæjarstjórn - Fundargerð
3118. fundur
10.07.2001 kl. 16:00 - 16:38
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Fundarritari :
Ásgeir Magnússon, varaforseti
Ásta Sigurðardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Guðmundur Jóhannsson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Oddur Helgi Halldórsson
Steingrímur Birgisson
Sunna Borg
Valgerður Jónsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Þóra Ákadóttir
Sigríður Stefánsdóttir


Áður en gengið var til dagskrár minntist varaforseti Valgerðar Hrólfsdóttur bæjarfulltrúa með eftirfarandi orðum.

Valgerður Hrólfsdóttir bæjarfulltrúi lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 21. júní s.l. og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. júní.

Valgerður Hrólfsdóttir fæddist í Reykjavík 15. janúar 1945. Foreldrar hennar voru Hrólfur Jónsson og Margrét Guðbjörg Hjaltadóttir.

Valgerður giftist árið 1972 Kristni Eyjólfssyni, lækni og eiga þau þrjá syni: Hrólf Mána, landslagsarkitekt, Stefán Snæ, háskólanema og Grétar Orra, háskólanema.

Valgerður var kennari að mennt og starfaði við kennslu og fræðslumál lengst af, meðal annars í Árbæjarskóla í Reykjavík, Lundarskóla á Akureyri og á Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra. Síðustu árin starfaði hún sem forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri.

Valgerður var bæjarfulltrúi á Akureyri er hún lést og átti sæti í framkvæmdaráði, stjórn Fasteigna Akureyrar, skólanefnd, gegndi formennsku í stjórn Norðurorku og átti sæti í héraðsnefnd og héraðsráði. Á fyrri hluta þessa kjörtímabils átti hún sæti í bæjarráði.

Þátttaka Valgerðar í sveitarstjórnarmálum hófst árið 1987, en frá þeim tíma sat hún í ýmsum nefndum og ráðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Valgerður varð bæjarfulltrúi í apríl 1996, en varabæjarfulltrúi fyrri hluta þess kjörtímabils. Fyrir utan þau störf sem Valgerður gegndi er hún lést þá átti hún á sínum sveitarstjórnarferli m.a. sæti í félagsmálaráði, skólanefnd Tónlistarskólans, menningarmálanefnd, hafnarstjórn, í stjórn Eyþings, Leikhúsráði, og stjórnum Minjasafnsins og Listasafnsins.

Valgerður var ötul í félagsstarfi. Á sínum yngri árum vann hún mikið með K.F.U.K. og eftir að hún fluttist til Akureyrar þá tók hún virkan þátt í safnaðarstarfi Akureyrarkirkju og átti m.a. sæti í sóknarnefnd og um árabil sá hún um samverustundir aldraðra í kirkjunni. Hún starfaði með Zontaklúbbi Akureyrar og í Oddfellow reglunni og gegndi þar eins og svo víða þar sem hún lagði hönd á plóginn mikilvægum trúnaðarstörfum.

Valgerður vann öll sín störf af trúmennsku og dugnaði og hennar þægilega viðmót og hæfileikar til að vinna með öðrum nutu sín vel á vettvangi sveitarstjórnarmála. Bæjarstjórn Akureyrar þakkar sérstaklega fyrir öll hennar miklu störf að sveitarstjórnarmálum.

Ég votta eiginmanni Valgerðar, Kristni Eyjólfssyni og sonum þeirra svo og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð og bið bæjarfulltrúa að minnast Valgerðar Hrólfsdóttur með því að rísa úr sætum .


1 Fundargerð bæjarráðs dags. 14., 22., 25., og 28. júní og 5. júlí

Fundargerðin frá 14. júní er í 13 liðum.
Fundargerðin frá 22. júní er í 18 liðum.
Fundargerðin frá 25. júní er í 1 lið.
Fundargerðin frá 28. júní er í 15 liðum.
Fundargerðin frá 5. júlí er í 13 liðum.
Allar fundargerðirnar að frátalinni fundargerðinni frá 28. júní voru samþykktar með 8 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem þær gefa tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 28. júní var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
2 Fundargerðir umhverfisráðs dag. 20. júní og 4. júlí
Fundargerðin frá 20. júní er í 52 liðum.
Fundargerðin frá 4. júlí er í 51 lið.
Fundargerðin frá 20. júní hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Fundargerðin frá 4. júlí var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1.- 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
5.- 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar
8. og 9. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
10. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
11.- 51. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.3 Fundargerðir framkvæmdaráðs dags. 11. og 26. júní
Fundargerðin frá 11. júní er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 26. júní er í 2 liðum.
Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


4 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrar dags. 11. júní
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


5 Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 15. júní
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


6 Fundargerðir menningarmálanefndar dags. 7. og 28. júní
Fundargerðin frá 7. júní er í 13 liðum.
Fundargerðin frá 28. júní er í 3 liðum.
Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


7 Fundargerðir skólanefndar dags. 11., 18. og 25. júní og 2. júlí
Fundargerðin frá 11. júní er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 18. júní er í 11 liðum
Fundargerðin frá 25. júní er í 1 lið.
Fundargerðin frá 2. júli er í 10 liðum.
Fundargerðirnar hafa allar hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


8 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 26. júní
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


9 Fundargerðir kjaranefndar STAK og Akureyrarbæjar dags. 26. júní og 3. júlí
Fundargerðin frá 26. júní er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 3. júlí er í 2 liðum.
Fundargerðin frá 26. júní hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Fundargerðin frá 3. júlí var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.10 Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 11. og 27. júní
Fundargerðin frá 11. júní er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 27. júní er í 8 liðum.
Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


11 Fundargerð áfengis- og vímuvarnarnefndar dags. 12. júní
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


12 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 12. júní
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


13 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 28. júní
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


14 Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 13. og 27. júní
Fundargerðin frá 13. júní er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 27. júní er í 9 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


15 Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 5. júní
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.