Bæjarstjórn

2830. fundur 04. september 2001

Bæjarstjórn - Fundargerð
3120. fundur
04.09.2001 kl. 16:00 - 17:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Oktavía Jóhannesdóttir
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Ásgeir Magnússon
Friðrik Sigþórsson
Oddur Helgi Halldórsson
Steingrímur Birgisson
Valgerður Jónsdóttir
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir fundarritari


Þakkir vegna fráfalls Valgerðar Hrólfsdóttur

Í upphafi fundar kynnti forseti svohljóðandi bréf sem borist hefur bæjarstjórn:

"Akureyri, júlí 2001.
Mig langar að fá að þakka bæjarstjórn Akureyrar þann hlýhug, virðingu og alla aðstoð sem bæjarstjórnin sýndi Valgerði í kringum andlát hennar og útför. Ég og synir mínir erum djúpt snortnir og vildum biðja fyrir kveðjur og þakklæti til allrar bæjarstjórnar Akureyrar á næsta fundi.

Með virðingu og þökk,
Kristinn Eyjólfsson og synir."

1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 16. og 29. ágúst 2001
Fundargerðin frá 16. ágúst er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 29. ágúst er í 20 liðum.
Fundargerðin frá 16. ágúst var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 29. ágúst:
Vegna 3. liðar lagði bæjarfulltrúi Guðmundur Ómar Guðmundsson fram svohljóðandi tillögu:
"Lagt er til að bókun bæjarráðs frá 29.08. 2001 við afgreiðslu 5. liðar í fundargerð skólanefndar frá 27.08. 2001 um 2.000.000 kr. aukafjárveitingu til Tónlistarskólans á Akureyri verði snúið við og tillaga skólanefndar frá 27.08. 2001 verði staðfest."
Einnig kom fram tillaga við 7. lið um að vísa 6. lið í fundargerð menningarnefndar frá 23. ágúst til bæjarráðs.

Fyrst var borin upp tillaga bæjarfulltrúa Guðmundar Ómars Guðmundssonar vegna 3. liðar og var hún felld með 7 atkvæðum gegn 3.
Næst var borin upp tillaga vegna 7. liðar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin frá 29. ágúst var að öðru leyti afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. og 2. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. liður: Fyrst var borin upp afgreiðsla bæjarráðs á 3. lið í fundargerð skólanefndar frá 27. ágúst og var hún samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.
Samþykkt bæjarráðs við 5. lið í fundargerð skólanefndar frá 27. ágúst var borin upp í tvennu lagi.
Fyrri hlutinn er varðar erindi Michaels Jóns Clarke var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Því næst var borin upp bókun bæjarráðs þar sem hafnað er viðbótarfjárveitingu til Tónlistarskólans á Akureyri og var hún samþykkt með 8 atkvæðum gegn 3.
4.- 20. liður í fundargerð bæjarráðs voru að öðru leyti samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.


2 Fundargerðir umhverfisráðs dags. 15. og 22. ágúst 2001
Fundargerðin frá 15. ágúst er í 47 liðum.
Fundargerðin frá 22. ágúst er í 17 liðum.
Fundargerðirnar hafa þegar hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


3 Fundargerðir framkvæmdaráðs dags. 13., 23., 24. og 27. ágúst 2001
Fundargerðin frá 13. ágúst er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 23. ágúst er í 1 lið.
Fundargerðin frá 24. ágúst er í 1 lið.
Fundargerðin frá 27. ágúst er í 5 liðum.
Fundargerðirnar hafa allar hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


4 Fundargerðir stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 13. og 27. ágúst 2001
Fundargerðin frá 13. ágúst er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 27. ágúst er í 3 liðum.
Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


5 Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 23. ágúst 2001
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin hefur þegar hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.6 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 23. ágúst 2001
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði en bæjarstjórn gerir þá breytingu á afgreiðslu í 1. lið hér að framan að vísa 6. lið í fundargerð menningarmálanefndar til bæjarráðs.


7 Fundargerðir skólanefndar dags. 20. og 27. ágúst 2001
Fundargerðin frá 20. ágúst er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 27. ágúst er í 7 liðum.
Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.8 Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 13. og 27. ágúst 2001
Fundargerðin frá 13. ágúst er í 10 liðum.
Fundargerðin frá 27. ágúst er í 12 liðum.
Fundargerðin frá 13. ágúst hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Fundargerðin frá 27. ágúst var afgreidd á eftirfarandi hátt:
5. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 13. ágúst 2001
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


10 Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 22. ágúst 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

Fundi slitið.