Bæjarstjórn

2851. fundur 18. september 2001

Bæjarstjórn - Fundargerð
3121. fundur
18.09.2001 kl. 16:00 - 17:19
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Ásgeir Magnússon
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Ágúst Hilmarsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson fundarritari1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 6., 11. og 13. september 2001
Fundargerðin frá 6. september er í 11 liðum.
Fundargerðin frá 11. september er í 1 lið.
Fundargerðin frá 13. september er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 6. september var afgreidd á eftirfandi hátt:
5. liður, 6. liður, 8. liður, 9. liður og 10. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 11. september:
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 13. september:
1.,4., 5., 8. og 9. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
2. og 7. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðkomandi fundargerðum.
3. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á 6. lið koma fram eftirfarandi tillaga frá bæjarstjóra Kristjáni Þór Júlíussyni:
"Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega áformum útvarpsráðs um samdrátt í starfsemi svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Akureyri.
Í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Íslands um árangursstjórnun í ríkisstofnunum var gerður samningur þann 30. desember árið 1999 milli menntamálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins. Í samningi þessum er m.a. kveðið á um markmið á samningstíma og í 5. gr. segir m.a. að Ríkisútvarpið skuli efla gæði dagskrár og þjónustu með því að: "5. Efla fjölþætta íslenska dagskrárgerð í byggðum landsins í samræmi við byggðaáætlun:"
Fyrirhugaður niðurskurður er í hrópandi mótsögn við þetta samningsbundna markmið og því krefst Bæjarstjórn Akureyrar þess að útvarpsráð endurskoði fyrri ákvörðun sína í málinu. Þess í stað og í samræmi við byggðaáætlun ríkisstjórnar Íslands hvetur bæjarstjórn útvarpsráð til þess að taka þegar í stað til athugunar hvort ekki sé unnt að nýta þá fjárfestingu og mannafla sem fyrir hendi er með öðrum hætti en gert hefur verið fram til þessa. Í þessu sambandi mætti taka til athugunar hvort RÚVAK gæti ekki unnið efni í meira mæli fyrir landsrásir Ríkisútvarpsins og styrkja með þeim hætti starfsemi þess á landsbyggðinni."
Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
6. liður gefur ekki tilefni til ályktunar að öðru leyti.
2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 12. september 2001
Fundargerðin er í 25 liðum.
1., 3. og 5. liður gefa ekki tilfefni til ályktunar.
7. liður: bókun meirhluta umhverfisráðs var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
2. liður, 4. liður, 6. liður og 8.- 25. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
3 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 7. september 2001
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


4 Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 7. september 2001
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


5 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 6. september 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerðir skólanefndar dags. 3. og 10. september 2001
Fundargerðin frá 3. september er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 10. september er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 3. september var afgreidd á eftirfandi hátt:
Fram kom tillaga um að vísa 2. lið og 3. lið til bæjarráðs og afgreiðslu með fjárhagsáætlun og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 10. september:
Bókun bæjarráðs við 1. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 4. september 2001
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð félagsmálaráð dags. 3. september 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 28. ágúst 2001
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


10 Fundargerðir náttúruverndarnefndar dags. 3. september (tvær) 2001
Fyrri fundargerðin er í 1 lið.
Seinni fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðirnar hvor um sig gefa ekki tilefni til ályktunar.


11 Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 5. september 2001
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


Dagskrá tæmd.
Þá las forseti upp eftirfarandi bréf:
"Undirrituð, Vilborg Gunnarsdóttir, óska hér með eftir að bæjarstjórn Akureyrar veiti mér lausn frá starfi bæjarfulltrúa á Akureyri frá og með 1. október nk.
Jafnfram segi ég af mér þeim trúnaðarstörfum sem embættinu fylgja frá sama tíma.
Með vinsemd og virðingu,
Vilborg Gunnarsdóttir."

Forseti leitaði afbrigða á að taka erindið á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Síðan var lausnarbeiðnin borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Vilborg Gunnarsdóttir tók síðan til máls og þakkaði bæjarfulltrúum sérstaklega fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.
Forseti þakkaði Vilborgu fyrir farsæl störf i þágu bæjarins og óskaði henni alls hins besta á nýjum vettvangi.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.19.