Bæjarstjórn

2879. fundur 16. október 2001

Bæjarstjórn - Fundargerð
3123. fundur
16.10.2001 kl. 16:00 - 17:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar : Fundarritari :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Ásta Sigurðardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásgeir Magnússon
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Kristján Þór Júlíusson
Steingrímur Birgisson
Þóra Ákadóttir
Guðmundur Jóhannsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Sigríður Stefánsdóttir1 Fundargerð bæjarráðs dags. 4. október 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
1., 2. og 4.- 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Samþykkt var að vísa 3. lið (Svæðisskipulagi Eyjafjarðar) til síðari umræðu og bæjarráðs.
2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 10. október 2001
Fundargerðin er í 32 liðum.
1. liður og 3. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Formaður umhverfisráðs Guðmundur Jóhannsson bar fram eftirfarandi breytingartillögu við bókun umhverfisráðs að í stað orðanna "kl. 10.00 til 22.00" komi "kl. 08.00 til 22.00". Tillagan var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Þá lagði Guðmundur til að út falli setningin "Umferð leigu- og hópferðabifreiða er undanþegin þessum takmörkunum." Sú tillaga var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Fyrri hluti bókunar umhverfisráðs, til og með orðunum"suður Skipagötu", með áorðnum breytingum var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Guðmundur Jóhannsson lagði til að síðasta hluta bókunarinnar frá "Umhverfisráð samþykkir einnig að fela tæknideild..." að sérbókun Oddnýjar Stellu Snorradóttur verði vísað til framkvæmdaráðs og var sú tillaga samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á þessum lið lögðu bæjarfulltrúar Akureyrarlistans fram eftirfarandi bókun:
"Akureyrarlistinn er sammála um að nauðsyn beri til að leita leiða til að efla starfsemi í miðbæ Akureyrar og gera hann líflegri og skemmtilegri. Akureyrarlistinn styður því fyrirliggjandi tillögur um breytingar á göngugötunni í vistgötu með takmarkaðri umferð frá kl. 08.00 til 22.00 sem eru liður í að efla starfsemi miðbæjarins.
Akureyrarlistinn lýsir sig andvígan umferð ökutækja um götuna yfir sumartímann og vill með því koma til móts við óskir stórs hluta íbúa bæjarins.
Ásgeir Magnússon
Oktavía Jóhannesdóttir"
4.- 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
8.- 22. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
23. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
24.- 32. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 5. október 2001
Fundargerðin er í 6 liðum.
1., 2., og 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. liður og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu á 5. lið og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
4 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 5. október 2001
Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður og 5. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 1. október 2001
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð skólanefndar dags. 8. október 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 2. október 2001
Fundargerðin er í 5 liðum.
4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
8 Fundargerð kjaranefndar Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar dags. 5. október 2001
Fundargerðin er í 10 liðum.
Liðir 3, 5, 7 og 10 voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Liðir 1, 2, 4, 6, 8 og 9 gefa ekki tilefni til ályktunar.
9 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 8. október 2001
Fundargerðin er í 13 liðum.
10. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
10 Fundargerðir atvinnumálanefndar dags. 17. september og 1. október 2001
Fundargerðin frá 17. september er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 1. október er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 17. september gefur ekki tilefni til ályktunar.
Við afgreiðslu á fundargerðinni frá 1. október kom fram tillaga um að liður 2.1. verði samþykktur en fjármögnun vísað til bæjarráðs og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.11 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 27. september 2001
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


12 Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 3. október 2001
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


13 Tillaga að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 - 2018 - fyrri umræða -
Tillaga að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 - 2018.
Liðurinn var afgreiddur með fundargerð bæjarráðs fyrr á fundinum og vísað til síðari umræðu og bæjarráðs.Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.40.