Bæjarstjórn

2933. fundur 04. desember 2001

Bæjarstjórn - Fundargerð
3126. fundur
04.12.2001 kl. 16:00 - 16:28
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar : Starfsmaður :
Sigurður J. Sigurðsson, forseti
Ásta Sigurðardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásgeir Magnússon
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Steingrímur Birgisson
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson, fundarritari


Í upphafi fundar minntist forseti Gísla Jónssonar fv. menntaskólakennara og bæjarfulltrúa á þessa leið, en hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. nóvember sl.:


Gísli Jónsson fæddist að Hofi í Svarfaðardal hinn 14. september 1925 og var því á 77. aldursári.
Foreldar hans voru Arnfríður Sigurhjartardóttir og Jón Gíslason ábúendur að Hofi.
Gísli var stúdent frá MA 1946 og Cand. Mag frá norrænudeild HÍ 1953 og lauk einnig prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla 1953.
Hann var innanþingsskrifari samhliða námi á árunum 1946 til 1950.
Gísli var bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nær samfellt frá 1958 til 1983. Hann átti einnig sæti í bæjarráði og fjölmörgum nefndum og ráðum á vegum bæjarfélagsins s.s. í stjórn Amtsbókasafnsins, í framtalsnefnd, jafnréttisnefnd og formaður stjórnar Húsfriðunarsjóðs.
Gísli var varaþingmaður Norðurlandskjördæmis eystra 1959 til 1971 og sat á þingi af og til á þeim árum.
Hann átti sæti í stjórn Laxárvirkjunar 1965 til 1971 og 1977 til 1983. Þá skrifaði hann sögu samnefnds fyrirtækis.
Gísli var formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra á árunum 1962 til 1971.
Auk þessa voru Gísla falin mörg verkefni á sviði félags- og menningarmála.
Þekktastur er Gísli vegna ritverka sinna og framlags til íslensks máls. Hann fékkst einnig við þýðingar. Hann var mikilvirkur til síðasta dags í þeirri baráttu að viðhalda íslensku máli. Yfirbuðarþekking og trútt minni leiddi fram áhugaverð skrif, sem vöktu athygli fjöldans. Framlag hans verður seint þakkað nógsamlega.
Hann hlaut Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1989.
Gísli var þríkvæntur.
Með fyrstu konu sinni, Hervöru Ásgrímsdóttur eignaðist Gísli sjö börn, þau Hjört, Arnfríði, Maríu, Soffíu, Guðrúnu, Ingibjörgu og Jón. Hervör lést 1971.
Gísli kvæntist Bryndísi Jakobsdóttur 1973 en þau slitu samvistum. Hún lést 1986.
Eftirlifandi maka Önnu Björgu Björnsdóttur, börnum hans, tengdabörnum, afkomendum og öðrum ástvinum Gísla sendum við hlýjar samúðarkveðjur á þessari stund.
Við kveðjum hæfileikaríkan félaga og vin. Við minnumst hans sterka persónuleika og stuðningi hans við baráttumál og velgengni þessa bæjarfélags. Það var mikils virði að eiga með honum samleið.
Blessuð sé minning Gísla Jónssonar.
Forseti bað viðstadda að rísa úr sætum og minnast hans.1 Fundargerð bæjarráðs dags. 22. nóvember 2001
Fundargerðin er í 12 liðum.
6. liður og 7. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 28. nóvember 2001
Fundargerðin er í 30 liðum.
1., 4. og 28. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
2. liður, 6. - 27. liður, 29. liður og 30. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að vísa 3. lið til framkvæmdaráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúi Steingrímur Birgisson sat hjá við atkvæðagreiðslu.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 16. nóvember 2001
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


4 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 16. nóvember 2001
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


5 Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 16. nóvember 2001
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 15. nóvember 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fram kom tillaga um að vísa 1. lið til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
2.- 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fram kom tillaga um að vísa 7. lið til gerðar fjárhagsáætlunar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
7 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 26. nóvember 2001
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fram kom tillaga um að vísa 2. lið til gerðar fjárhagsáætlunar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 26. nóvember 2001
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

Fundi slitið.