Bæjarstjórn

2950. fundur 18. desember 2001

Bæjarstjórn - Fundargerð
3127. fundur
18.12.2001 kl. 16:00 - 18:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Fundarritari :
Ásgeir Magnússon, varaforseti
Ásta Sigurðardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Páll Tómasson
Steingrímur Birgisson
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir


Í upphafi fundar minntist varaforseti Tryggva Helgasonar fv. bæjarfulltrúa sem lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. desember sl. á 102. aldursári og var jarðsunginn frá Bústaðakirkju í Reykjavík 13. desember sl.:
Tryggvi Helgason fæddist á Lykkju á Akranesi 19. apríl árið 1900. Foreldrar hans voru Helgi Guðbrandsson og Guðrún Illugadóttir. Tryggvi eignaðist einn son Hákon með Valgerði Jónsdóttur. Tryggvi bjó alla sína búskapartíð með Sigríði Gróu Þorsteinsdóttur, en hún átti þrjá syni frá fyrra hjónabandi, Þorstein, Benedikt og Styrmi Gunnarssyni. Þá tóku þau Sigríður, Guðnýju Styrmisdóttur í fóstur og ólu hana upp.
Tryggvi tók snemma þátt í atvinnulífinu eins og títt var um unglinga þess tíma og stundaði ýmsa vinnu bæði til sjós og lands. Árið 1933 fluttist Tryggvi til Akureyrar og stundaði þaðan sjómennsku um árabil.
Tryggvi var mikilvirkur í félagsmálum og starfaði ötullega að þeim bæði innan verkalýðshreyfingar-
innar og í Sameiningarflokki alþýðu, sósíalistaflokknum og síðar í Alþýðubandalaginu á Akureyri.
Hann var kjörinn formaður Sjómannafélags Akureyrar árið 1936 og gegndi því starfi samfellt í 40 ár eða til ársins 1976. Hann var einnig formaður Verkalýðssambands Norðurlands og fyrsti forseti Alþýðusambands Norðurlands og átti um skeið sæti í stjórn Alþýðusambands Íslands. Fyrir verkalýðshreyfinguna átti Tryggvi um árabil einnig sæti í Verðlagsnefnd sjávarútvegsins, Síldarútvegsnefnd og Byggðanefnd.
Tryggvi var fyrst kjörinn í bæjarstjórn Akureyrar árið 1942 fyrir Sameiningarflokk alþýðu, sósíalistaflokkinn og sat í bæjarstjórn til ársins 1958. Tryggvi átti sæti í mörgum nefndum á vegum bæjarins. M.a. átti hann sæti í bæjarráði frá 1946 til 1957 og í hafnarnefnd frá 1946 - 1961 og aftur frá 1967 til 1982. Hann var kjörinn til setu í fyrstu stjórn Útgerðarfélags Akureyringa og var endurkjörinn til þeirrar setu meðan hann bjó á Akureyri.
Með Tryggva er genginn einn af hinum hæglátu en traustustu forystumönnum íslenskrar verkalýðshreyfingar á liðinni öld. Tryggvi naut vinsælda og trausts allra sem með honum störfuðu. Hann var glöggur maður, gætinn og raunsær og þeir hæfileikar hans nýttust einstaklega vel bæði á sviði sveitarstjórnarmála og í verkalýðsbaráttunni.
Bæjarstjórn Akureyrar þakkar fyrir öll hans miklu störf í þágu bæjarfélagsins.
Ég bið bæjarfulltrúa að minnast Tryggva Helgasonar með því að rísa úr sætum.1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 6. og 13. desember 2001
Fundargerðin frá 6. desember er í 22 liðum.
Fundargerðin frá 13. desember er í 21 lið.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 6. desember.
1., 2., 4., 5., 6., 7., 16., 18., 19., 20. og 21. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. liður verður afgreiddur með fundargerð viðkomandi nefndar.
8. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir óskaði bókað að hún sæti hjá við afgreiðsluna.
9. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Vegna 10. liðar bar bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir fram svohljóðandi tillögu:
"Bæjarverkfræðingi er falið að funda með íbúum við Melateig 1 - 41 og kynna þeim rök bæjarins í þessu máli."
Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
10. liður var síðan samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúi Ásta Sigurðardóttir óskaði bókað að hún sæti hjá við afgreiðsluna.
11. liður, 12. liður, 13. liður, 14. liður, 15. liður, 17. liður og 22. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Síðan var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 13. desember.
1. og 2. liður verða afgreiddir með viðkomandi nefnd.
3. liður, 6. liður, 9. liður, 11. liður, 12. liður, 14. liður, 15. liður, 17. liður, 18. liður og 20. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
4., 5., 7., 8., 10., 13., 16. og 21. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
19. liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 12. desember 2001
Fundargerðin er í 19 liðum.
1. liður og 2. liður og 4. - 19. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
3. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 7. desember 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
1., 2., 3. og 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fram kom tillaga um að vísa 4. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður og 6. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
4 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 7. desember 2001
Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður, 2. liður og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
3. og 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
5 Fundargerðir stjórnar Norðurorku dags. 30. nóvember og 7. desember 2001
Fundargerðirnar eru báðar í 2 liðum.
Fundargerðin frá 30. nóvember var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin frá 7. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
Við afgreiðslu á 1. lið kom fram tillaga frá Páli Tómassyni um að vísa liðnum til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 7. desember 2001
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerðir skólanefndar dags. 3. og 10. desember 2001
Fundargerðin frá 3. desember er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 10. desember er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 3. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
Bókun bæjarráðs við 1. lið var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
2., 5. og 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. liður og 4. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin frá 10. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1., 2., 3. og 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
4. liður og 7. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að vísa 5. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að vísa 8. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
8 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 4. desember 2001
Fundargerðin er í 6 liðum.
4. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
9 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 3. desember 2001
Fundargerðin er í 10 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.10 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 22. október 2001
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
Forseti vakti athygli á misritun á nafni í 1. lið þ.e. að Magnús Gauti væri Gautason.11 Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 28. nóvember 2001
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


12 Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 5. desember 2001
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


13 Fundargerðir samstarfsnefndar um málefni fatlaðra dags. 11. október, 13. og 27. nóvember 2001
Fundargerðirnar eru hver um sig í 2 liðum.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Dagskrá tæmd.

Að lokum tók varaforseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsfólki og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Bæjarfulltrúi Ásta Sigurðardóttir óskaði varaforseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og góðs nýs árs, einnig óskaði hún starfsfólki bæjarins og fjölskyldum þeirra slíks hins sama.


Fundi slitið.