Bæjarstjórn

2082. fundur 18. janúar 2000

Bæjarstjórn - Fundargerð
3087. fundur
18.01.2000 kl. 16:00 - 17:49
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Bæjarfulltrúar: Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Oktavía Jóhannesdóttir
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Ásgeir Magnússon
Ásta Sigurðardóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður Hrólfsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson fundarritari


1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 23. desember, 6. og 13. janúar
Fundargerðin frá 23. desember er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 6. janúar er í 24 liðum.
Fundargerðin frá 13. janúar er í 11 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 23. desember.
1. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
2. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
3. og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
5.- 8. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 6. janúar.
2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
22. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
10. liður - Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Fram komu tvær breytingartillögur við Samþykktina.
1. Í yfirskrift komi "Akureyrar" í stað "Akureyrarbæjar".
2. Í 3ju grein falli út "Akureyrarbæjar" en inn komi "bæjarins".
Breytingartillögurnar voru bornar upp saman og samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum.
Samþykktin með áorðnum breytingum var síðan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 13. janúar.
1., 2., 8., 9. og 11. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
3. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Bókun bæjarins við 5. lið vegna 1. undirliðar var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir undirliðir 5. liðar gefa ekki tilefni til ályktunar.
4., 7. og 10. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
6. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.2 Fundargerð bygginganefndar dags. 22. desember
Fundargerðin er í 37 liðum.
Fram kom tillaga um að vísa 21. og 23. lið aftur til bygginganefndar og var hún felld með 10 atkvæðum gegn 1.
Fundargerðin var síðan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.3 Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 29. desember
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


4 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 10. janúar
Fundargerðin er í 3 liðum.
2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


5 Fundargerð skólanefndar dags. 10. janúar
Fundargerðin er í 8 liðum.
1. og 2. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 6. og 13. desember og 10. janúar
Fundargerðirnar frá 6. og 13. desember eru báðar í 10 liðum.
Fundargerðin frá 10. janúar er í 11 liðum.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 20. desember
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð umhverfisnefndar dags. 6. janúar
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 4. janúar
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


10 Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 20. desember
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fram komu tvær breytingartillögur við 1. lið í fundargerðinni, Samþykkt fyrir jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúa Akureyrar, þ.e. að í 1. grein breytist "Akureyrarbæjar" í "Akureyrar" og í 12. grein breytist "Akureyrarbæ" í "bænum".
Báðar breytingartillögurnar voru samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum.
1. liður með áorðnum breytingum var síðan samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.11 Samþykkt um afgreiðslu byggingafulltrúa Akureyrarbæjar skv. Skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, með síðari breytingum
Fyrri umræða.
Fram kom tillaga um að vísa 11. lið til síðari umræðu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.          Dagskrá tæmd. Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.49.