Bæjarstjórn

2087. fundur 04. apríl 2000

Bæjarstjórn - Fundargerð
3092. fundur
04.04.2000 kl. 16:00 - 17:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Oktavía Jóhannesdóttir
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Ásgeir Magnússon
Ásta Sigurðardóttir
Guðmundur Jóhannsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson fundarritari


1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 23. og 30. mars
Báðar fundargerðirnar eru í 13 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 23. mars.
9.- 11. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 30. mars.
1. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
8. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
11. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð bygginganefndar dags. 17. mars
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fram kom tillaga um að vísa 1. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
4.- 6. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.3 Fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. mars
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður: Tillaga skipulagsnefndar var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á 1. lið kom fram eftirfarandi tillaga að bókun frá bæjarfulltrúa Vilborgu Gunnarsdóttur:
"Í ljósi þeirrar umræðu og athugasemda sem gerðar hafa verið varðandi umferðartengingar við verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum samþykkir bæjarstjórn að í kjölfar staðfestingar deiliskipulagsins verði skipulagsnefnd falið að yfirfara umferðarmál svæðisins í heild og leggja fram tillögu þar að lútandi fyrir bæjarstjórn."
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson vék af fundi að eigin ósk meðan á afgreiðslu 1. liðar stóð.
2. og 3. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.4 Fundargerðir stjórnar veitustofnana dags. 22. og 28. mars
Fundargerðin frá 22. mars er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 28. mars er í 1 lið.
Fundargerðin frá 22. mars gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 28. mars var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.5 Fundargerðir framkvæmdanefndar dags. 22., 27. og 30. mars
Fundargerðin frá 22. mars er í 11 liðum.
Fundargerðin frá 27. mars er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 30. mars er í 1 lið.
Fundargerðin frá 22. mars var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1., 2., 4. og 10. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 27. mars var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. og 3. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 30. mars var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.6 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 23. mars
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 21. mars
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 27. mars
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerðir atvinnumálanefndar dags. 13. og 14. mars
Fundargerðin frá 13. mars er í 1 lið.
Fundargerðin frá 14. mars er í 3 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


10 Ársreikningur Akureyrarbæjar 1999 - fyrri umræða
Fram kom tillaga um að vísa afgreiðslu Ársreikningsins til 2. umræðu
og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.          Dagskrá tæmd. Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.10.