Bæjarstjórn

2092. fundur 20. júní 2000

Bæjarstjórn - Fundargerð
3097. fundur
20.06.2000 kl. 16:00 - 17:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar : Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Vilborg Gunnarsdóttir
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Marisbil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður Jónsdóttir
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Þröstur Ásmundsson
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson fundarritari


     Áður en gengið var til dagskrár las forseti upp eftirfarandi:

     Rafn Hjaltalín bæjargjaldkeri lést þann 8. júní sl. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
     Rafn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1953 og stundaði nám við Háskóla Íslands á árunum 1953 - 1957 og lauk þaðan cand. phil prófi. Hann hvarf frá frekara námi vegna veikinda en hóf þá störf hjá Akureyrarbæ. Hann varð kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar á árunum 1961 til 1977 og var aðal kennslugrein hans íslenska. Samhliða kennarastarfi hélt hann áfram störfum hjá Akureyrarbæ á sumrin. Árið 1977 var Rafn ráðinn bæjargjaldkeri og gengdi því starfi til dauðadags. Rafn gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum og tók þátt í margvíslegri félagastarfsemi. Hann var í áfengisvarnarnefnd Akureyrar á árunum 1974 - 1982 og í skólanefnd bæjarins á árunum 1986 - 1990.
     Fyrir störf sín í þágu íþrótta hlaut hann gullmerki Knattspyrnudómarafélags Íslands, heiðurskross ÍSÍ og gullmerki KSÍ. Þá hlaut hann gullmerki Íþróttafélagsins Þórs.
     Eftirlifandi kona Rafns er Sigrún Ágústsdóttir Hjaltalín. Þau eignuðust þrjú börn.
     Útför Rafns var gerð frá Akureyrarkirkju í gær.
     Bæjarstjórn Akureyrar þakkar Rafni störf hans í þágu bæjarfélagsins.

     Ég bið viðstadda að rísa á fætur og votta Rafni virðingu á þann hátt þegar við nú kveðjum hann hinstu kveðju.

     D a g s k r á :

     I. Kjör í nefnd:
     1. Áfengis- og vímuvarnanefnd: 5 aðalmenn og 5 til vara
     Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
     Þorgerður Þorgilsdóttir
     Jón Viðar Guðlaugsson
     Guðmundur Jóhannsson
     Jón Arnþórsson
     Jóhann Sigurjónsson
     og varamanna:
     Karen Malmquist
     Jón Oddgeir Guðmundsson
     Erla Oddsdóttir
     Inga Einarsdóttir
     Helga Rósantsdóttir
     Þar sem ekki komu fram listar með fleiri nöfnum en kjósa átti lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

     Bæjarstjórn skipar Þorgerði Þorgilsdóttur formann nefndarinnar.

     II. Fundargerðir:
1 Fundargerðir bæjarráðs dagsettar 8. og 15. júní
Fundargerðin frá 8. júní er í 10 liðum.
Fundargerðin frá 15. júní er í 8 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 8. júní.
4. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
2. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðkomandi nefnd.
1., 3., 5., 6., 7., 8., 9. og 10. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 15. júní.
1., 2., 3., 5., 6. og 8. liður a gefa ekki tilefni til ályktunar.
4. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
7. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að í "þróunarnefnd um öldrunarmál" yrðu kjörin Oktavía Jóhannesdóttir, Vilborg Gunnarsdóttir og Jakob Björnsson.
Þar sem ekki komu fram aðrar tillögur lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.
Í 8. lið b kom fram tillaga um að: Formaður framkvæmdaráðs yrði Ásgeir Magnússon og varaformaður Sigurður J. Sigurðsson, formaður náttúruverndarnefndar yrði Jón Ingi Cæsarsson og varaformaður Sveinn Heiðar Jónsson og formaður umhverfisráðs yrði Vilborg Gunnarsdóttir og varaformaður Oddný Stella Snorradóttir.
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.2 Fundargerð skipulagsnefndar dagsett 6. júní
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. og 2. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
3. og 4. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.3 Fundargerð stjórnar veitustofnana dagsett 15. júní
Fundargerðin er í 4 liðum.
1., 3. og 4. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
2. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.4 Fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 8. júní
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


5 Fundargerð menningarmálanefndar dagsett 8. júní
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
6 Fundargerð skólanefndar dagsett 5. júní
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerð kjaranefndar dagsett 31. maí
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð félagsmálaráðs dagsett 5. júní
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð umhverfisnefndar dagsett 25. maí
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


10 Fundargerð húsnæðisnefndar dagsett 13. júní
Fundargerðin er í 8 liðum.
5. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.11 Fundargerðin atvinnumálanefndar dagsettar 15., 24. og 29. maí og 9. og 14. júní
Fundargerðin frá 15. maí er í 1 lið.
Fundargerðin frá 24. maí er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 29. maí er í 1 lið.
Fundargerðin frá 9. júní er í 1 lið.
Fundargerðin frá 14. júní er í 1 lið.
Fundargerðirnar voru afgreiddar á eftirfarandi hátt.
Fundargerðir frá 15. maí, 24. maí, 29. maí og 9. júní gefa ekki tilefni til ályktunar.
Við afgreiðslu á fundargerð frá 14. júní kom fram tillaga að bókun við 1.-3. tölulið aftur að textanum - Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun ....................
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu atvinnumálanefndar og felur nefndinni ásamt bæjarráði frekri útfærslu verkefnisins".
Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.12 Fundargerð jafnréttisnefndar dagsett 8. júní
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.     Dagskrá tæmd.

     Fram kom tillaga um að taka á dagskrá tillögu um sumarleyfi bæjarstjórnar. Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
     Þá var borin upp eftirfarandi tillaga:

     Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar:
        " í samræmi við 7. og 48. grein samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkir bæjarstjórn að í mánuðunum júlí og ágúst verði sumarleyfi bæjarstjórnar og því haldinn einn reglulegur bæjarstjórnarfundur í hvorum mánuði.
      Gert er ráð fyrir að bæjarstjórnarfundirnir verði 18. júlí og 15. ágúst.
        Jafnframt er bæjarráði heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála, sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn."

     Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

     Fleira ekki gert.
     Fundi slitið kl. 17.20.