Bæjarstjórn

2097. fundur 03. október 2000
 
Bæjarstjórn - Fundargerð
3102. fundur
03.10.2000 kl. 16:00 - 16:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

 


Bæjarfulltrúar : Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Ásgeir Magnússon
Friðrik Sigþórsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Steingrímur Birgisson
Valgerður Jónsdóttir
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson fundarritari

 


1 Fundargerð bæjarráðs dags. 28. september
Fundargerðin er í 20 liðum.
1.- 4. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðkomandi fundargerðum.
5.- 12. og 14., 15., 16., 17., 19. og 20. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
13. og 18. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 27. september
Fundargerðin er í 28 liðum.
Við afgreiðslu á 1. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Ástu Sigurðardóttur:
"Bæjarstjórn óskar eftir að jafnhliða skoðun á tillögugerð vegna deiliskipulags á svæðinu með vinnuheitið "Tómasarhagi" verði gerður kostnaðarútreikningur vegna auka mannvirkjagerða eins og hljóðmanar, göngubrúa eða undirganga, sem nauðsynleg eru eigi að framfylgja samþykktum Aðalskipulags um hljóðvist og öryggi samgönguleiða að skólum."
Tillagan var borin undir aðkvæði og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
1. liður gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.
3., 8., 9., 10., 11., 12. og 14.- 27. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 18. september
Fundargerðin er í 3 liðum.
2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

4 Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 22. september
Fundargerðin er í 7 liðum.
1., 2. og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 21. september
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður: Fram kom á fundinum breytingartillaga á 7. gr. samþykktar um Húsverndarsjóð þess efnis að "minjavörður svæðisins" falli út en inn komi "forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri".
Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Liðurinn ásamt samþykktunum með áorðnum breytingum var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerð skólanefndar dags. 18. september
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 27. september
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 18. september
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 20. september
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.


          Dagskrá tæmd. Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.35 .