Bæjarstjórn

2453. fundur 19. desember 2000

Bæjarstjórn - Fundargerð
3107. fundur.
19.12.2000 kl. 16:00 - 17:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Ásta Sigurðardóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður Hrólfsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Þröstur Ásmundsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson fundarritari


Áður en gengið var til dagskrár las forseti upp eftirfarandi:

Þann 11. desember sl. lést í Reykjavík Bergljót Sigríður Rafnar. Hún var fædd í Reykjavík þann 22. september 1922 og var því á 79. aldursári. Bergljót Rafnar var lengi búsett á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni. Hún var virkur þátttakandi í félagsstarfi hér í bæ og voru áhugamálin fjölmörg.
Bergljót var í framboði til bæjarstjórnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1982 og þá í sjötta sæti. Á því kjörtímabili starfaði hún í nefndum á vegum bæjarins m.a. í jafnréttisnefnd og félagsmálaráði og sat nokkra bæjarstjórnarfundi.
Bergljót var kjörin í bæjarstjórn kjörtímabilið 1986-1990 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var jafnframt formaður félagsmálaráðs það kjörtímabil og sat í ýmsum nefndum og ráðum.
Bergljót giftist Bjarna Rafnar lækni árið 1944, en hann starfaði hér á Akureyri til fjölda ára og var einnig bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1974-1978. Fátítt er að hjón hafi gegnt bæjarfulltrúastöðu á Akureyri.
Þau Bjarni eiguðust fjögur börn.
Útför Bergljótar var gerð frá Bústaðakirkju í gær.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum samúð sína, um leið og henni eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins.
Ég bið viðstadda að rísa úr sætum og votta Bergljótu á þann hátt virðingu sína um leið og við kveðjum hana hinstu kveðju.

1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 7. og 14. desember
Fundargerðin frá 7. desember er í 14 liðum.
Fundargerðin frá 14. desember er í 16 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 7. desember.
7. liður v
ar samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 14. desember.
1.- 6. og 8., 11., 13., 14. og 15. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
9., 10. og 12. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
7. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
16. liður var borinn upp í þrennu lagi.
Undirliður a) var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.

Undirliður b) gefur ekki tilefni til ályktunar.
Undirliður c) var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 6. desember
Fundargerðin er í 27 liðum.
1., 3., 4., 8., 15. og 27. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fram kom tillaga um að vísa 2. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
5.- 7. og 9. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á 10.- 13. lið kom fram eftirfarandi tillaga:
"Lagt er til að lóðirnar Skessugil 4-16, Miðteigur 13 og fjölbýlishúsalóð við Skottugil verði endurveittar umsækjendum með byggingafresti til 1. júní 2001.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Þar með var lokið afgreiðslu á 10.- 13. lið.
14. og 16.- 26. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 11. desember
Fundargerðin er í 8 liðum.
Við afgreiðslu á 1. lið kom fram eftirfarandi breytingartillaga frá bæjarfulltrúa Þórarni B. Jónssyni:
"Bæjarstjórn samþykkir niðurfellingu stöðumælagjalda á Miðbæjarsvæðinu eftir hádegi frá 20. desember til jóla."
Tillagan var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.4 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 7. desember
Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


5 Fundargerðir skólanefndar dags. 4. og 11. desember
Fundargerðin frá 4. desember er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 11. desember er í 8 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 5. desember
Fundargerðin er í 3 liðum.
Til afgreiðslu kom í 1. lið samþykkt ÍTA á þessa leið:
"Meiri hluti ÍTA telur eðlilegt að leigusamningi milli Akureyrarbæjar og Vaxtaræktarinnar verði sagt upp frá næstu áramótum."
Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Oddi H. Halldórssyni um að vísa bókuninni til bæjarráðs og var hún felld með 6 atkvæðum gegn 4.
Bókun meirihluta ÍTA var síðan samþykkt með 7 atkvæðum gegn 1.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerðir kjaranefndar dags. 8. og 11. desember
Fundargerðin frá 8. desember er í 1 lið.
Fundargerðin frá 11. desember er í 2 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 4. desember
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 29. nóvember
Fundargerðin er í 3 liðum.
2. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.10 Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 29. nóvember og 13. desember
Fundargerðin frá 29. nóvember er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 13. desember er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 29. nóvember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
6. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 13. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
6. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


Dagskrá tæmd.

Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsfólki bæjarins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson óskaði forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og góðs nýs árs, einnig óskaði hann starfsfólki bæjarins og fjölskyldum þeirra slíks hins sama.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.40.