Bæjarstjórn

2455. fundur 21. nóvember 2000

Bæjarstjórn - Fundargerð
3105. fundur
21.11.2000 kl. 16:00 - 19:21
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Ásgeir Magnússon
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður Hrólfsdóttir
Þóra Ákadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson fundarritari


1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 2., 9. og 16. nóvember
Fundargerðin frá 2. nóvember er í 12 liðum.
Fundargerðin frá 9. nóvember er í 16 liðum.
Fundargerðin frá 16. nóvember er í 24 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 2. nóvember.
1., 2. og 11. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
3., 4., 6., 7., 8., 9., 10. og 12. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
5. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðkomandi fundargerð.
Fundargerðin frá 9. nóvember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1.- 5. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðkomandi fundargerðum.
10. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
6.- 9. og 11.- 16. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 16. nóvember.
1., 3. og 9. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðkomandi fundargerðum.
2., 4., 5., 6., 7., 8., 10., 11., 12., 13., 14., 15., 17., 19., 20., og 24. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
16. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
18. liður var borinn upp í tvennu lagi:
a) liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á liðnum kom fram eftirfarandi bókun með tillögu um breytingu á álagningu útsvars.
"Í þeirri fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2001 sem hér er til umræðu er lagt til að Akureyrarbær fullnýti útsvarsstofninn. Þessi hækkun er til komin vegna þeirra auknu útgjalda sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir vegna ýmissa aðgerða ríkisvaldsins á undanförnum árum. Akureyrarlistinn harmar að ríkisvaldið sem á þennan hátt knýr sveitarfélögin í landinu til hækkunar útsvars, skuli ekki sjálft mæta afleiðingum gerða sinna og lækka álagningu tekjuskatts á móti. Þetta gerist á sama tíma og ríkissjóður er gerður upp með verulegum tekjuafgangi. Hækkunin er því nauðvörn sveitarfélaganna til komin vegna aðgerða ríkisvaldsins.
Ásgeir Magnússon
Oktavía Jóhannesdóttir."


b) liður var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
21.- 23. liður verða afgreiddir með 14. lið í dagskránni.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 8. nóvember
Fundargerðin er í 28 liðum.
4., 7., 10., 12., 13., 14., 15., 16., 17., 18., 19., 20., 21., 23., 24., 25. og 28. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 8. nóvember
Fundargerðin er í 15 liðum.
2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.4 Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 14. nóvember
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður verður afgreiddur með 14. lið í dagskránni.
2. liður var samþykktur með 9 atkvæðum samhljóða.
3. og 4. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerðir menningarmálanefndar dags. 26. október og 9. nóvember
Fundargerðin frá 26. október er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 9. nóvember er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 26. október var afgreidd á eftirfarandi hátt:
Fram kom tillaga um að vísa 2. lið aftur til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 9. nóvember gefur ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerðir skólanefndar dags. 6. og 13. nóvember
Fundargerðin frá 6. nóvember er í 11 liðum.
Fundargerðin frá 13. nóvember er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 6. nóvember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
3. og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 13. nóvember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
2.- 5. liður voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 7. nóvember
Fundargerðin er í 14 liðum.
1., 3. liður a) og 4.- 13. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
2. liður - aukin útgjöld: 1.- 5. undirliður verða afgreiddir með 14. lið dagskrárinnar.
2. liður - aukning á tekjum: Undirliður 1 var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að vísa undirlið 2 til bæjarráðs og var hún samþykkt með 7 atkvæðum gegn 3.
3. liður b) var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
14. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.8 Fundargerð kjaranefndar dags. 8. nóvember
Fundargerðin er í 6 liðum.
2., 4. og 5. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
1., 3. og 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.9 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. nóvember
Fundargerðin er í 12 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


10 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 6. nóvember
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


11 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 26. október
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


12 Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 1. og 15. nóvember
Fundargerðin frá 1. nóvember er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 15. nóvember er í 9 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


13 Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 9. nóvember
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


14 Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar árið 2001 - síðari umræða - ásamt liðum 7., 8. og 13. í fundargerð bæjarráðs frá 26. október, liðum 21.- 23. í bæjarráði frá 16. nóvember og 1. lið í fundargerð stjórnar veitustofnana frá 14. nóvember
Þá var tekinn til afgreiðslu 14. liður dagskrár.

Tekjur:
Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
Heildarupphæð tekna kr. 2.748.000 þús.

Rekstrargjöld:
Fram komu 3 breytingartillögur frá bæjarfulltrúa Oddi Helga Halldórssyni á þessa leið:
Málaflokkur 02 - dagvistun - hækki um kr. 1.000 þús. til niðurgreiðslu á vistun barna gifts fólks eða fólks í sambúð, sem eru í vistun hjá dagmæðrum.
Málaflokkur 04 - aðrir styrkir :
Styrkur til Myndlistarskólans verði kr. 7.500 þús., sem er til að tryggja rekstur til loka þessa skólaárs.
Málaflokkur 06 - styrkir til íþróttafélaga:
Legg til að íþróttafélögin KA og Þór fái viðbótarstyrk upp á kr. 10.000 þús. hvort félag, samtals kr. 20.000 þús.
Þessi styrkveiting verði háð nánari skilyrðum sem bærinn setur.
Breytingartillögurnar voru bornar upp til afgreiðslu hver fyrir sig og felldar með 7 atkvæðum gegn 1.
Liðurinn rekstrargjöld ásamt breytingartillögu í d) lið 21. liðar í fundargerð bæjarráðs frá 16. nóvember s.l. var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
Heildarupphæð rekstrargjalda er kr. 2.264.308 þús.

Gjaldfærð fjárfesting,
samanber f) lið 21. liðar í fundargerð bæjarráðs frá 16. nóvember var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Heildarupphæð gjaldfærðrar fjárfestingar er kr. 332.000 þús.

Eignfærð fjárfesting:
Við þennan lið komu fram 2 breytingartillögur frá Oddi Helga Halldórssyni:
a) Iðavöllur - stofnbúnaður kr. 8.000 þús.
b) Oddeyrarskóli - stofnbúnaður kr. 17.000 þús.
Tillögurnar voru bornar upp hvor fyrir sig og felldar með 7 atkvæðum gegn 1.
Eignfærð fjárfesting samanber e) lið 21. liðar í fundargerð bæjarráðs frá 16. nóvember var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Heildarupphæð eignfærðrar fjárfestingar er kr. 673.000 þús.

Áætlað fjármagnsyfirlit,
gerir ráð fyrir hækkun á hreinu veltufé um kr. 46.692 þús., nýjum lagntímalánum að upphæð kr. 300.000 þús. og framlögum eigin stofnana að upphæð kr. 300.000 þús.

Afgreiðsla á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs í heild sinni, sem jafnframt er afgreiðsla á 8. og 13. lið í fundargerð bæjarráðs 26. október og lið 21 í fundargerð bæjarráðs frá 16. nóvember var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Með framangreindri afgreiðslu lítur bæjarstjórn svo á að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs fyrir árið 2001 hafi hlotið fullnaðarafgreiðslu.

Frumvarp að fjárhagsáætlun ýmissa sjóða þ.m.t. Framkvæmdasjóður og Bifreiðastæðasjóður.
Frumvarp Bifreiðastæðasjóðs var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Rekstrarniðurstöður eru kr. 17.300 þús.

Frumvarp að liðnum ýmsir sjóðir í samstæðureikningi var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Rekstrarniðurstöður eru kr. 8.397 þús.

Frumvarp að fjárhagsáætlun Framkvæmdasjóðs var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Rekstrarniðurstöður eru kr. 70.000 þús. og fjármagnsyfirlit, sem sýnir breytingar á veltufjárstöðu um kr. 305.600 þús.
Jafnframt felur þessi afgreiðsla í sér afgreiðslu á 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 26. október s.l. (hlutafjáraukning í Tækifæri ehf.)

Frumvarp að fjárhagsáætlun stjórnar veitustofnana fyrir veiturnar (Norðurorka).
Frumvarpið var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Rekstrartekjur kr. 1.169.100 þús. og rekstrargjöld kr. 1.056.569 þús. og sjóðsstreymisáætlun með ráðstöfunarfjármunum kr. 482.531 þús.
Jafnframt felur þessi afgreiðsla í sér afgreiðslu á 1. lið í fundargerð stjórnar veitustofnana frá 14. nóvember.

Frumvarp að fjárhagsáætlun leiguíbúða Akureyrarbæjar.
Frumvarpið var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Rekstrarniðurstöður eru kr. 38.999 þús. og sjóðsstreymisáætlun kr. 27.000 þús.

Frumvarp að fjárhagsáætlun Eignarhaldsfélagsins Rangárvellir.
Frumvarpið var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Rekstrarniðurstöður kr. 23.417 þús. og sjóðsstreymisáætlun kr. 13.383 þús.

Þar með eru afgreiddar allar fjárhagsáætlanir bæjarstofnana og bæjarfyrirtækja fyrir árið 2001, sem tilgreindar eru í áætluðum samstæðureikningi.
Jafnframt er þá lokið afgreiðslu á 22. og 23. lið í fundargerð bæjarráðs frá 16. nóvember.

Að lokum var áætlunin borin upp í heild sinni eins og hún birtist í áætluðu samstæðuyfirliti, þ.e. áætlaður rekstur, áætlað rekstrar- og framkvæmdayfirlit, áætlaður efnahagsreikningur og áætlað fjármagnsyfirlit fyrir árið 2001 og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

          Dagskrá tæmd. Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.21.