Bæjarstjórn

2456. fundur 05. desember 2000

Bæjarstjórn - Fundargerð
3106. fundur
05.12.2000 kl. 16:00 - 18:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon varaforseti
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður Hrólfsdóttir
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson fundarritari


Áður en gengið var til dagskrár upplýsti forseti að Akureyrarbær hafi hlotið viðurkenningu "Múrbrjót" Landssambands Þroskahjálpar fyrir samþættingu í þjónustu fatlaðra. Tók bæjarstjóri af þessu tilefni við skjali ásamt styttu sem forseti Íslands afhenti honum á degi fatlaðra þann 3. desember s.l.


1 Fundargerð bæjarráðs dags. 30. nóvember
Fundargerðin er í 18 liðum.
1., 2., 3., 6., 10., 11., 13. og 16.- 18. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
4., 5., 7., 8. og 9. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
12. liður var samþykktur með 7 atkvæðum gegn 1.

Við afgreiðslu á 14. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúunum Kristjáni Þór Júlíussyni, Ásgeiri Magnússyni, Þóru Ákadóttur, Vilborgu Gunnarsdóttur, Valgerði Hrólfsdóttur, Oktavíku Jóhannesdóttur og Þórarni B. Jónssyni:
"Með vísan til umræðu við afgreiðslu á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2001 í bæjarstjórn þann 21. nóvember s.l. og ný samþykktra laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, er lagt til við bæjarstjórn Akureyrar að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2001 verði 12.70% af álagningarstofni.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.
Agreiðslu á 14. lið var þar með lokið.
Við afgreiðslu á 15. lið tilnefning í 3ja manna starfshóp, sem taki upp viðræður við ÍBA um fjárhagsstöðu og framtíðarrekstur íþróttafélaganna í bæjarfélaginu, komu fram eftirfarandi nöfn:
Sigrún Stefánsdóttir
Steingrímur Birgisson
Jakob Björnsson.
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þetta fólk rétt kjörið.


2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 22. nóvember
Fundargerðin er í 20 liðum.
Við afgreiðslu á 1. lið kom fram eftirfarandi tillaga að bókun frá bæjarfulltrúa Vilborgu Gunnarsdóttur:
"Þar sem svæðið sem gert er ráð fyrir að svifbrautin liggi hefur um langt árabil verið skíðasvæði bæjarins er það skilgreint sem slíkt í aðalskipulagi. Svifbrautin er í eðli sínu mannvirki af svipuðu tagi og skíðalyfturnar sem fyrir eru og þjónar líkum tilgangi. Með byggingu hennar er því ekki verið að brjóta nýtt land undir mannvirki og starfsemi heldur er um að ræða eðlilegt áframhald á uppbyggingu sem hófst fyrir löngu.
Tilkoma svifbrautarinnar mun ekki raska eða spilla náttúru- eða söguminjum né stangast á við vatnsverndarsvæðin sem eru sunnan og norðan hennar.
Samkvæmt ofansögðu mun fyrirhuguð svifbraut ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og leggur bæjarstjórn Akureyrar það því til að framkvæmdin þurfi ekki að vera háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 6. gr. laganna."
Tillagan var borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
1. liður var síðan samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á 2. lið kom fram eftirfarandi breytingartillaga frá bæjarfulltrúa Guðmundi Ómari Guðmundssyni:
"Í stað "Tómasarhagi" komi "Borgarhverfi".
Fram kom tillag um að vísa breytingartillögunni til umhverfisráðs og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
2. liður var síðan samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
3., 4., 5., 8., 9. og 20. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
6. og 7. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
10.- 14. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að vísa 15.- 19. lið til afgreiðslu í bæjarráði og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 27. nóvember
Fundargerðin er í 7 liðum.
2. liður var samþykktur með 9 samhljóða atvæðum.
6. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.4 Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 20. nóvember
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


5 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 17. nóvember
Fundargerðin er í 4 liðum.
3. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 21. nóvember
Fundargerðin er í 5 liðum.
1., 3. og 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
2. liður að að öðru leyti en því sem varðar gjaldskrá fyrir eldri borgara var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


7 Fundargerðir kjaranefndar dags. 14. og 20. nóvember
Fundargerðirnar eru hvor um sig í 1 lið.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 20. nóvember
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 20. nóvember
Fundargerðin er í 8 liðum.
4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.10 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 21. nóvember
Fundargerðin er í 11 liðum.
1. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar11 Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 23. nóvember
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


Dagskrá tæmd.

Þá las forseti upp eftirfarandi tilkynningu til bæjarstjórnar Akureyrar frá Framsóknarflokki um breytingar í nefndum:
Áfengis- og vímuvarnanefnd: Helga Rósantsdóttir, Hvammshlíð 9, 603 Akureyri, kt. 270848-4199 tekur sæti sem aðalmaður í stað Jóns Arnþórssonar, Kambagerði 7, 600 Akureyri, kt. 031131-3599, sem verður varamaður.
Húsnæðisnefnd: Páll Jóhannsson, Eyrarlandsvegi 8, 600 Akureyri, kt. 011250-5649 tekur sæti sem aðalmaður í stað Gísla Kr. Lórenzsonar sem hverfur úr nefndinni. Varamaður verður Björn Snæbjörnsson, Lerkilundi 25, 600 Akureyri, kt. 290153-2719.

Akureyri 5. desember 2000
Jakob Björnsson
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.10.