Bæjarstjórn

2350. fundur 19. janúar 1999

Bæjarstjórn 19. janúar 1999.

3066. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 19. janúar kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman í fundarsal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúa Guðmundi Ó. Guðmundssyni.
Fjarverandi var bæjarfulltrúi Jakob Björnsson.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 17. og 31. desember og 7. og 14. janúar.

   Fundargerðin frá 17. desember er í 13 liðum.
   Fundargerðin frá 31. desember er í 15 liðum.
   Fundargerðin frá 7. janúar er í 9 liðum.
   Fundargerðin frá 14. janúar er í 15 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 17. desember.
   1. og 2. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   3.- 8. og 10. og 12. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Bókun bæjarráðs við 9. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   11. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   D-liður 13. liðar var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir undirliðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Þessu næst kom til afgreiðslu fundargerðin frá 31. desember.
   1., 3., 4., 5., 8., 9., 11., 14. og 15. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   2. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðeigandi fundargerð.
   6. og 7. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
   10., 12. og 13. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin frá 7. janúar gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Að síðustu kom til afgreiðslu fundargerðin frá 14. janúar.
   1. undirliður við 1. lið var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir undirliðir liðar 1 gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Við afgreiðslu á 6. undirlið liðar 1 kom fram eftirfarandi viðaukatillaga frá bæjarfulltrúa Ástu Sigurðardóttur:
       "Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og fræðslumálastjóra að eiga viðræður um erindið við fulltrúa í skólanefnd VMA og MA."
   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
   2., 4., 5., 6., 8.- 12. og 15. liður b gefa ekki tilefni til ályktunar.
   3., 7., 13., 14. og 15. liður a voru samþykktir með 11 samhljóða
   tkvæðum.

   Þá kom fram tillaga þess efnis að skipun 5 manna starfshóps, sem undirbúa á framkvæmdir við byggingu menningarhúss, samkvæmt 15. lið a, verði vísað til bæjarráðs og fullnaðarafgreiðslu og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

2. Fundargerð bygginganefndar dags. 21. desember.
   Fundargerðin er í 26 liðum.
   1.- 14. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Fram kom tillaga um að vísa 15.- 25. lið til áfengis- og vímuvarnanefndar
   g var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   26. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
3. Fundargerðir skipulagsnefndar dags. 18. desember og 13. janúar.
   Fundargerðin frá 18. desember er í 7 liðum.
   1., 3., 4. og 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   2., 5. og 6. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin frá 13. janúar er í 4 liðum.
   1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
4. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 21. desember.
   Fundargerðin er í 8 liðum.
   5.- 7. liður ásamt bókunum bæjarráðs voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
5. Fundargerðir framkvæmdanefndar dags. 14. desember og 11. janúar.
   Fundargerðin frá 14. desember er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 11. janúar er í 6 liðum.
   5. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
6. Fundargerð skólanefndar dags. 14. desember.
   Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
7. Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs dags. 22. og 29. desember.
   Fundargerðin frá 22. desember er í 8 liðum.
   Fundargerðin frá 29. desember er í 1 lið.
   Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.
8. Fundargerðir kjaranefndar dags. 2. og 21. desember.
   Fundargerðin frá 2. desember er í 6 liðum.
   Fundargerðin frá 21. desember er í 4 liðum.
   Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.
9. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 14. desember og 11. janúar.
   Fundargerðin er í 8 liðum.
   3. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargeðin frá 11. janúar er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
10. Fundargerðir atvinnumálanefndar dags. 7., 14., 15. og 21. desember.
   Fundargerðin frá 7. desember er í 3 liðum.
   Fundargerðirnar frá 14. og 15. desember eru hvor um sig í 1 lið.
   Fundargerðin frá 21. desember er í 5 liðum.
   Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
11. Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 10. og 30. desember.
   Fundargerðin frá 10. desember er í 4 liðum.
   Fundargerðin frá 30. desember er í 2 liðum.
   Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.
Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.27.

Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásgeir Magnússon
Guðmundur Ó. Guðmundsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Oddur H. Halldórsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Karl Jörundsson
fundarritari