Bæjarstjórn

2352. fundur 16. febrúar 1999

Bæjarstjórn 16. febrúar 1999.
3068. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 16. febrúar kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Guðmundi Ó. Guðmundssyni, Sigrúnu Stefánsdóttur og Steingrími Birgissyni.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Ásgeir Magnússon, Jakob Björnsson og Valgerður Hrólfsdóttir.
Áður en gengið var til dagskrár las forseti upp tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum þess efnis að Vilborg Gunnarsdóttir tekur sæti Sverris Ragnarssonar í bygginganefnd VMA, vegna brottflutnings Sverris úr bænum.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 4. og 11. febrúar.

   Fundargerðin frá 4. febrúar er í 14 liðum.
   Fundargerðin frá 11. febrúar er í 10 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 4. febrúar.
   1.- 6. og 9., 10., 11., 12. og 14. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   7. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Við afgreiðslu á 8. lið kom fram breytingartillaga við fyrri málsgrein liðarins frá bæjarstjóra, sem er á þessa leið:
     "Þar sem fyrir liggur að ekki næst samkomulag milli MA og VMA um sameiginlega byggingu heimavistar þá leggst bæjarstjórn Akureyrar ekki gegn því að framkvæmdir við viðbyggingu og breytingar á heimavist MA hefjist sem fyrst.
     Framkvæmdir og fjármögnun verði á grundvelli þeirra hugmynda um sjálfseignarstofnun, sem stjórn MA hefur lagt fram.
     Jafnframt hvetur bæjarstjórn skólanefnd VMA til þess að hraða vinnu við undirbúning heimavistarbyggingar fyrir nemendur VMA."
     Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Síðari málsgrein 8. liðar var samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.
   13. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 11. febrúar.
   1.- 4. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   5. og 8. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   6. og 7. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   9. liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
   10. liður var samþykktur með 10 atkvæðum gegn 1.

2. Fundargerðir skipulagsnefndar dags. 29. janúar, 3., 5. og 10. febrúar.
   Fundargerðin frá 29. janúar er í 8 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðirnar frá 3. og 5. febrúar eru hvor um sig í 1 lið og gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 10. febrúar er í 3 liðum.
   1. liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
   2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Við afgreiðslu á 3. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúunum Ástu Sigurðardóttur og Sigfríði Þorsteinsdóttur:
     "Við gerum að tillögu okkar að skipulagsdeild verði falið að kanna hvort ekki má koma betur til móts við vilja íbúa á svæðinu og væntanlegra kaupenda með því að koma þarna fyrir fleiri íbúðum í lægri húsum t.d. 3ja hæða."
   Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum gegn 3.
   Bókun meirihluta nefndarinnar við 3. lið var síðan samþykkt með 6 atkvæðum gegn 2.
3. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 8. febrúar.
   Fundargerðin er í 5 liðum.
   2. og 3. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
4. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 28. janúar.
   Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
5. Fundargerðir skólanefndar dags. 1. og 8. febrúar.
   Fundargerðin frá 1. febrúar er í 9 liðum.
   Fram kom tillaga um að vísa 1. og 5. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 8. febrúar er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 9. febrúar.
   Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
7. Fundargerð kjaranefndar dags. 28. janúar.
   Fundargerðin er í 8 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
8. Fundargerðir kjarasamninganefndar 26. janúar, 3. og 10. febrúar.
   Fundargerðirnar frá 26. janúar og 3. febrúar eru hvor um sig í 3 liðum og gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 10. febrúar er í 5 liðum.
   2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
9. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 1. og 8. febrúar.
   Fundargerðin frá 1. febrúar er í 12 liðum.
   Við afgreiðslu á 9. lið kom fram eftirfarandi viðaukatillaga:
   "Fullmótaðar tillögur verði lagðar fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu."
   Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   9. liður með áorðinni breytingu var síðan samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 8. febrúar er í 4 liðum.
   1. liður var afgreiddur á eftirfarandi hátt.
   Samþykkt félagsmálaráðs var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.
   Samþykkt bæjarráðs var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   2. og 4. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   3. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
10. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 26. janúar.
   Fundargerðin er í 1 lið.
   Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu skýrslunnar, sem getið er um í 1. lið og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
11. Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 28. janúar, 4. og 8. febrúar.
   Fundargerðin frá 28. janúar er í 7 liðum.
   Fundargerðin frá 4. febrúar er í 3 liðum.
   Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 8. febrúar er í 2 liðum.
   1. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.

   Dagskrá tæmd.
   Fleira ekki gert.
   Fundi slitið kl. 17.52

Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Oddur H. Halldórsson
Sigrún Stefánsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Guðmundur Ó. Guðmundsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Steingrímur Birgisson
Karl Jörundsson
-fundarritari-