Bæjarstjórn

2353. fundur 02. mars 1999

Bæjarstjórn 2. mars 1999.
3069. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 2. mars kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 18. og 25. febrúar.

   Fundargerðin frá 18. febrúar er í 19 liðum.
   Fundargerðin frá 25. febrúar er í 19 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 18. febrúar.
   3., 7., 15., 16. og 19. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 25. febrúar.
   1. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   2.- 4. og 15. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   5., 6., 7., 9., 10., 11., 13., 16., 17., 18. og 19. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   8. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
   12. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Við afgreiðslu á 14. lið kom fram eftirfarandi viðaukatillaga frá bæjarfulltrúa Ásgeiri Magnússyni:
     "Með vísan til samþykktar bæjarráðs frá 25. febrúar um að flytja starfsemi Punktsins á fjórðu hæð í húsnæði Listasafnsins í Listagili.
     Tekur bæjarstjórn fram að hér er um tímabundna lausn á húsnæðisvanda Punktsins að ræða þar sem húsnæði það sem hér um ræðir er fyrirhugað, sem hluti af sýningarsal Listasafnsins."
   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
   14. liður með áorðinni breytingu var síðan samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. Fundargerð bygginganefndar dags. 17. febrúar.
   Fundargerðin er í 25 liðum.
   1., 2., 3., 9. og 19.- 25. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   4.- 8. liður voru samþykktir með 9 atkvæðum gegn 1.
   10.- 13. liður voru samþykktir með 10 atkvæðum gegn 1.
   Fram kom tillaga um að vísa 14. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 9 atkvæðum gegn 2.
   15.- 18. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 19. febrúar.
   Fundargerðin er í 6 liðum.
   1.- 2. og 4.- 5. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   3. og 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
4. Fundargerð skólanefndar dags. 22. febrúar.
   Fundargerðin er í 8 liðum.
   Fram kom tillaga um að vísa 4. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
5. Fundargerð kjaranefndar dags. 24. febrúar.
   Fundargerðin er í 5 liðum.
   2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
6. Fundargerð félagsmálaráðs dags. 22. febrúar.
   Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
7. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 17. febrúar.
   Fundargerðin er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
8. Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 18. og 23. febrúar.
   Fundargerðin frá 18. febrúar er í 10 liðum.
   Bókun bæjarráðs við 8. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 23. febrúar er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
9. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 17. febrúar.
   Fundargerðin er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
Dagskrá tæmd.
   Fram kom utan dagskrár fundargerð framkvæmdanefndar dags. 22. febrúar.
   Forseti leitaði afbrigða á að taka fundargerðina á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin er í 8 liðum.
   1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   2.- 3. og 5.- 8. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Við afgreiðslu á 4. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Ásgeiri Magnússyni:
     "Með vísan til framkominna athugasemda um ráðningu slökkviliðsmanna hjá Slökkviliði Akureyrar, samþykkir bæjarstjórn að óska eftir því að framkvæmdanefnd taki málið fyrir að nýju."
   Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

   Fleira ekki gert.
   Fundi slitið kl. 17.21.

Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Oddur H. Halldórsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Karl Jörundsson
-fundarritari-