Bæjarstjórn

2354. fundur 16. mars 1999

Bæjarstjórn 16. mars 1999.
3070. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 16. mars kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Valgerði Jónsdóttur, Marsibil Fjólu Snæbjarnardóttur og Páli Tómassyni.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Ásta Sigurðardóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Valgerður Hrólfsdóttir.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 4. og 11. mars.

   Fundargerðin frá 4. mars er í 12 liðum.
   Fundargerðin frá 11. mars er í 19 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 4. mars.
   1., 3., 4., 5. og 7.- 11. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Bókun bæjarráðs við 2. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   6. og 12. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 11. mars.
   1., 3., 4., 5., 11., 12., 13., 14. og 16.- 19. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   2. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   6.- 10. og 15. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Við afgreiðslu á 14. lið kom fram eftirfarandi tillaga bæjarstjóra vegna lífeyrissjóðsmála:
   "Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að sækja um aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga vegna þeirra starfsmanna bæjarins sem ráðnir eru til starfa frá 1. janúar s.l. og eiga rétt samkvæmd kjarasamningi til aðildar að þeirri réttindaávinnslu sem sá sjóður býður."

   Greinargerð:
   Á fundi sínum þann 17. desember s.l. tók stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar ákvörðun um að loka sjóðnum fyrir nýjum sjóðfélögum frá og með 1. janúar 1999. Í því felst að einnig er nauðsynlegt að taka ákvörðun um aðild Akureyrarbæjar að nýjum lífeyrissjóði. Jafnframt er nauðsynlegt, skv. 3. mgr. 54. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, að gefa þeim starfsmönnum sem eiga aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna Akureyrarbæjar kost á því að fara í nýja sjóðinn. Skulu starfsmennirnir taka ákvörðun um flutning innan árs frá því að sjóðnum var lokað.

   Með bréfi dags. 15. febrúar s.l., kemur fram að Starfsmannafélag Akureyrarbæjar telur að ákvæði kjarasamnings aðila verði uppfyllt með aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, A-deild, eða með aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Jafnframt kemur fram af hálfu stjórnar Starfsmannafélagsins, að það gerir ekki athugasemd við það hvor lífeyrissjóðurinn verður fyrir valinu af hálfu bæjarstjórnar Akureyrar.
   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

2. Fundargerðir bygginganefndar dags. 3. og 5. mars.
   Fundargerðin frá 3. mars er í 18 liðum.
   9.- 11. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin frá 5. mars er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
3. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 5. mars.
   Fundargerðin er í 9 liðum.
   1., 4., 5. og 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   2., 3. og 6. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Við afgreiðslu á 8. lið kom fram eftirfarandi tillaga:
     "Bæjarstjórn getur ekki orðið við erindinu, þar sem það samræmist ekki skipulagi
     væðisins. Skipulagsnefnd er falið að fara yfir skipulag svæðisins og gera bæjarstjórn grein fyrir athugasemdum sínum."
   Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   9. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
4. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 10. mars.
   Fundargerðin er í 5 liðum.
   1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   2., 3. og 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Bókun veitustjórnar í 4. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
5. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 5. mars.
   Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
6. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 25. febrúar.
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
7. Fundargerð skólanefndar dags. 8. mars.
   Fundargerðin er í 10 liðum.
   1. liður var samþykktur með 6 atkvæðum gegn 4.
   2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   3.- 10. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
8. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 2. mars.
   Fundargerðin er í 8 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
9. Fundargerð kjaranefndar dags. 10. mars.
   Fundargerðin er í 6 liðum.
   2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
10. Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 11. mars.
   Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
11. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 1. og 8. mars.
   Fundargerðin frá 1. mars er í 9 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 8. mars er í 3 liðum.
   1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
12. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 4. mars.
   Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
13. Fundargerðir jafnréttisnefndar dags. 1. og 8. mars.
   Fundargerðin frá 1. mars er í 5 liðum.
   Bókun bæjarráðs við 3. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 8. mars er í 2 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.09.

Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásgeir Magnússon
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Páll Tómasson
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður Jónsdóttir
Karl Jörundsson
-fundarritari-