Bæjarstjórn

2355. fundur 30. mars 1999

Bæjarstjórn 30. mars 1999.
3071. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 30. mars kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.

Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Guðmundi Ó. Guðmundssyni, Sigrúnu Stefánsdóttur og Þóru Ákadóttur.

Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Ásgeir Magnússon, Ásta Sigurðardóttir og Þórarinn B. Jónsson.

D A G S K R Á :

   1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 18. og 25. mars.
     Fundargerðin frá 18. mars er í 13 liðum.
     Fundargerðin frá 25. mars er í 12 liðum.
     Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 18. mars.
     4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
     Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 25. mars.
     1. og 2. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
     3., 5., 6., 7., 8., 9., 11. og 12. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
     Bókun bæjarráðs við 4. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
     10. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   2. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 19. mars.
     Fundargerðin er í 8 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
     Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Sigfríði Þorsteinsdóttur við 8. lið á þessa leið:
       "Bæjarstjórn felur skipulagsnefnd að láta fara fram grenndarkynningu vegna breytingar á deiliskipulagi á Eyrarlandsholti."
     Fram kom tillaga um að vísa tillögunni til skipulagsnefndar og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
   3. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 18. mars.
     Fundargerðin er í 4 liðum.

     3. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

   4. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 22. mars.
     Fundargerðin er í 7 liðum.

     4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

   5. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 11. mars.
     Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   6. Fundargerð skólanefndar dags. 22. mars.
     Fundargerðin er í 8 liðum.

     Bókun bæjarráðs við 3. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

   7. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 16. mars.
     Fundargerðin er í 5 liðum.

     1.- 4. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.

     Fram kom eftirfarandi viðaukatillaga við bókun bæjarráðs í 5. lið.

     "Bæjarstjóra er falið að skýra verkaskiptingu milli starfsmanna bæjarins."

     Viðaukatillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

     Bókun bæjarráðs við 5. lið með áorðnum breytingum var síðan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

   8. Fundargerð félagsmálaráðs dags. 22. mars.
     Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   9. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 8. mars.
     Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   10. Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 4. og 18. mars.
     Fundargerðin frá 4. mars er í 4 liðum.
     Fundargerðin frá 18. mars er í 7 liðum.
     Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.
   11. Ársreikningar Akureyrarbæjar 1998 - fyrri umræða.
     Fram kom tillaga um að vísa ársreikningunum til síðari umræðu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

     Dagskrá tæmd.
     Fleira ekki gert.

     Fundi slitið kl. 17.37.

   Sigurður J. Sigurðsson
   Vilborg Gunnarsdóttir       
   Guðmundur Ómar Guðmundsson
   Oddur H. Halldórsson       
   Sigrún Stefánsdóttir       
   Þóra Ákadóttir
   Kristján Þór Júlíusson

   Sigfríður Þorsteinsdóttir
   Jakob Björnsson
   Oktavía Jóhannesdóttir
   Valgerður Hrólfsdóttir
   Karl Jörundsson
       -fundarritari-