Bæjarstjórn

2356. fundur 20. apríl 1999

Bæjarstjórn 20. apríl 1999.
3072. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 20. apríl kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúanum Ársæli Magnússyni.
Fjarverandi var bæjarfulltrúi Sigfríður Þorsteinsdóttir.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 8. og 15. apríl.

   Fundargerðin frá 8. apríl er í 16 liðum.
   Fundargerðin frá 15. apríl er í 20 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 8. apríl.
   5., 7., 12. og 14. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   13. liður verður afgreiddur með 16. lið í dagskránni.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 15. apríl.
   1.- 3. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   4., 5., 18., 19. og 20. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   6., 8., 9., 10. og 11. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
   7., 12., 13., 15., 16. og 17. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   14. liður - tilnefning í umsjónarnefnd fólksbifreiða á Akureyri.
   Fram komu listar með nafni aðalmanns:
   Elín Margrét Hallgrímsdóttir
   og varamanns:
   Gísli Jónsson.
   Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.
2. Fundargerð bygginganefndar dags. 24. mars.
   Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
3. Fundargerðir skipulagsnefndar dags. 24. og 26. mars og 9. apríl.
   Fundargerðin frá 24. mars er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 26. mars er í 6 liðum.
   1. og 2. liður ásamt bókun skipulagsnefndar við 1. lið voru samþykktir með 10 atkvæðum gegn 1.

   3. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   4.- 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 9. apríl er í 8 liðum.
   Fram kom tillaga við 1. lið þess efnis að seinni hluti bókunar skipulagsnefndar falli niður og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

   1. liður gefur ekki að öðru leyti tilefni til ályktunar.
   2., 4., 5., 6., 7. og 8. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.

   3. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

4. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 31. mars.
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
5. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 12. apríl.
   Fundargerðin er í 5 liðum.
   2. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   5. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
6. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 25. mars.
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
7. Fundargerð skólanefndar dags. 12. apríl.
   Fundargerðin er í 7 liðum.
   1.- 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   6. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   7. liður er í undirliðum 7.1- 7.4.
   Fram kom tillaga við lið 7.1 frá bæjarfulltrúa Jakobi Björnssyni á þessa leið:
   "Legg til að gjaldskrá fyrir sumarvistun verði óbreytt frá fyrra ári."

   Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 7 atkvæðum gegn 3.
   Bókun bæjarráðs í lið 7.1 var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
   Liður 7.2 var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Liðir 7.3 og 7.4 gefa ekki tilefni til ályktunar.

8. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 30. mars.
   Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
9. Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 9. apríl.
   Fundargerðin er í 4 liðum.
   1. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   2. og 3. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
10. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 29. mars og 6. apríl.
   Fundargerðin frá 29. mars er í 8 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 6. apríl er í 8 liðum.
   7. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
11. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 22. mars.
   Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
12. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 25. mars.
   Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
13. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 8. apríl.
   Fundargerðin er í 8 liðum.
   7. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
14. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 8. apríl.
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
15. Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 30. mars.
   Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
16. Ársreikningur Akureyrarbæjar 1998 - síðari umræða.
   Einnig var tekinn til afgreiðslu 13. liður í fundargerð bæjarráðs frá 8. apríl, sem vísað hafði verið fyrr á fundinum til afgreiðslu með þessum lið.
   Ársreikningarnir voru síðan bornir undir atkvæði og samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Með þessari samþykkt var afgreiðslu á 13. lið í bæjarráði frá 8. apríl s.l. lokið.
   Að síðustu undirrituðu bæjarstjórn og bæjarstjóri ársreikninginn.

   Dagskrá tæmd.
   Fleira ekki gert.
   Fundi slitið kl. 17.38.

Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Ásta Sigurðardóttir
Ársæll Magnússon
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Karl Jörundsson
fundarritari