Bæjarstjórn

2359. fundur 01. júní 1999

Bæjarstjórn 1. júní 1999.
3.075. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 1. júní kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Marsibil Fjólu Snæbjarnardóttur og Þresti Ásmundssyni.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Ásgeir Magnússon og Oddur H. Halldórsson.

D A G S K R Á :

I. Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs.

   1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
   Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Sigurður J. Sigurðsson 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
   Sigurður er því réttkjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

   2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
   Við kosningu 1. varaforseta hlaut Ásgeir Magnússon 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
   Lýsti forseti Ásgeir réttkjörinn til eins árs.
   Við kosningu 2. varaforseta hlaut Ásta Sigurðardóttir 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
   Lýsti forseti Ástu réttkjörna til eins árs.

   3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.
   Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:

     Oktavía Jóhannesdóttir
     Sigfríður Þorsteinsdóttir
     og varamanna:
     Vilborg Gunnarsdóttir
     Ásta Sigurðardóttir.
   Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.
II. Kosning nefnda til eins árs.
   1. Bæjarráð: 5 aðalmenn og 5 til vara.
   Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
   Sigurður J. Sigurðsson
   Valgerður Hrólfsdóttir
   Ásgeir Magnússon
   Jakob Björnsson
   Oddur Helgi Halldórsson
   og varamanna:
   Þórarinn B. Jónsson
   Vilborg Gunnarsdóttir
   Oktavía Jóhannesdóttir
   Ásta Sigurðardóttir
   Sigfríður Þorsteinsdóttir.
   Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

   2. Skoðunarmenn bæjarreikninga.
   2 aðalmenn og 2 til vara.
   Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
   Birgir Björn Svavarsson
   Guðmundur Gunnarsson
   og varamanna:
   Hermann Haraldsson
   Erling Einarsson.
   Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þessa menn réttkjörna.

III. Fundargerðir.
   1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 20. og 27. maí.
     Fundargerðin frá 20. maí er í 11 liðum.
     1. og 3.- 11. liður a) gefa ekki tilefni til ályktunar.
     2. og 11. liður b) voru samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum.
     Fundargerðin frá 27. maí er í 13 liðum.
     1., 7., 10. og 11. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
     2., 3., 4., 5., 6., 8., 12. og 13. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
     Við 9. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarstjóra:

     "Tillaga frá vinnunefnd bæjarráðs sem skipuð var til þess að vinna að lausn ágreinings milli kennara Tónlistarskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar um starfsemi skólans og viðræðuhópi kennara sem þeir hafa skipað vegna málsins.

     Gerð er eftirfarandi tillaga til bæjarstjórnar:

     Þeim kennurum Tónlistarskólans á Akureyri sem hafa gildan ráðningarsamning við Akureyrarbæ þann 1. ágúst n.k. og voru starfsmenn hans á síðastliðnu skólaári verði greidd sextíu og sex þúsund króna eingreiðsla vegna síðasta skólaárs. Þessi fjárhæð komi sem greiðsla fyrir unnin störf á liðnu skólaári sem aðilar eru sammála um að gildandi kjarasamningur mæli ekki með fullnægjandi hætti eins og hann er uppbyggður.
     Framangreind eingreiðsla komi einnig til þeirra kennara sem voru við störf í skólanum þann 1. maí s.l.
     Framangreind eingreiðsla er miðuð við fullt starf en greiðist hlutfallslega til þeirra sem eru í lægra starfshlutfalli.
     Þar sem um eingreiðslu er að ræða fylgja henni ekki frekari launatengd gjöld svo sem orlof, lífeyrissjóðsgreiðslur eða önnur sambærileg hlunnindi.
     Þá er lagt til að greiddar verði kr. 4.800.000 skrifað krónur fjórar milljónir og átta hundruð þúsund 00/100 til skólans næstkomandi skólaár.
     Forsendur þessa eru að komið verði á fót innan skólans skólaþróunarnefnd sem í eiga sæti, fulltrúi skólanefndar, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri og einn fulltrúi sem kennarar velja úr sínum hópi á löglega boðuðum kennarafundi.
     Nefndin hafi það hlutverk að gera formlega tillögu um það með hvaða hætti framangreindum fjármunum verði varið til þess að mæta þeim breytingum sem orðið hafa og munu verða á starfi skólans á komandi skólaári. Tillögurnar skulu að öðru leyti taka mið af þeim fjárhagsramma sem skólinn hefur í fjárhagsáætlun.
     Ofangreind tillaga var samþykkt á fundi fulltrúa vinnuhóps bæjarráðs og fulltrúa kennara sem þeir hafa valið úr sínum hópi.

             Akureyri 1. júní 1999
       f.h. vinnuhóps bæjarráðs f.h. vinnuhóps kennara
       Þórarinn B. Jónsson Hannes Þ. Guðrúnarson
       Jakob Björnsson Ívar Aðalsteinsson
       Oktavía Jóhannesdóttir Karl Petersen
       Björn Leifsson
     Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
     Kostnaði vegna tillögunnar var vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs með 11 samhljóða atkvæðum.
   2. Fundargerð bygginganefndar dags. 19. maí.
     Fundargerðin er í 14 liðum og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   3. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 21. maí.
     Fundargerðin er í 7 liðum.
     Við 1. lið kom fram eftirfarandi viðaukatillaga:
     "Bæjarstjórn samþykkir liðinn með fyrirvara um samþykki nefndar um friðland í óshólmum Eyjafjarðarár."
     Liðurinn ásamt viðaukatillögunni var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
     3. og 5. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
     2., 4., 6. og 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   4. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 26. apríl.
     Fundargerðin er í 8 liðum.
     Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu á 4. lið og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
     Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   5. Fundargerð skólanefndar dags. 17. maí.
     Fundargerðin er í 6 liðum.
     2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 4. maí.
     Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   7. Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 20. maí.
     Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   8. Fundargerð félagsmálaráðs dags. 17. maí.
     Fundargerðin er í 4 liðum.
     1. liður hefur verið afgreiddur í fundargerð bæjarráðs frá 27. maí s.l., 1. lið.
     Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   9. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 12. maí.
     Fundargerðin er í 8 liðum.
     8. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.20.

Sigurður J. Sigurðsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Þröstur Ásmundsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Karl Jörundsson
-fundarritari-