Bæjarstjórn

2362. fundur 17. ágúst 1999

Bæjarstjórn 17. ágúst 1999.

3078. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 17. ágúst kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum að Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn.

DAGSKRÁ:

  1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 22. og 28. júlí og 5. og 12. ágúst 1999.

   Fundargerðin frá 22. júlí er í 7 liðum.
   Fundargerðin frá 28. júlí er í 8 liðum.
   Fundargerðin frá 5. ágúst er í 11 liðum.
   Fundargerðin frá 12. ágúst er í 10 liðum.
   Fundargerðin frá 22. júlí var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 28. júlí var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 12. ágúst var afgreidd á eftirfarandi hátt:
   1. og 4. liður eru afgreiddir með fundargerð viðkomandi nefnda. 2., 3., 5., 6. og 7. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   8. liður var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum. 9. og 10. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin frá 5. ágúst var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    

  2. Fundargerð bygginganefndar dags. 11. ágúst.
   Fundargerðin er í 63. liðum.
   Fram kom tillaga um að vísa erindi í 1. lið að nýju til byggingarnefndar.
   Samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum. 2. - 63. liður samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.

    

  3. Fundargerðir framkvæmdanefndar dags. 26. júlí og 9. ágúst.
   Fundargerðin frá 26. júlí er í 5 liðum.
   Fundargerðin frá 9. ágúst er í 2 liðum.
   Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

    

  4. Fundargerð skólanefndar dags. 9. ágúst.
   Fundargerðin er í 11 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði utan 11. liðar a) sem var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.

    

  5. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 10. ágúst.
   Fundargerðin er í 7. liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

  6. Fundargerð kjaranefndar dags. 16. júlí.
   Fundargerðin er í 2 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

    

  7. Fundargerðir umhverfisnefndar dags. 28. júlí og 5. ágúst.
   Fundargerðin frá 28. júlí er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar
   Fundargerðin frá 5. ágúst er í 4 liðum. Við 1. lið kom fram eftirfarandi tillaga:

   Með vísan til 4. gr. laga nr. 88/1995 samþykkir bæjarstjórn Akureyrar ósk umhverfis-stjóra um launalaust leyfi frá 1. október 1999 til loka núverandi kjörtímabils Alþingis.

   Greinargerð:

   Umrædd lög fjalla um þingfararkaup alþingsmanna og þingfararkostnað og segir þar í 4. grein:

   "Alþingismaður á rétt á leyfi frá opinberu starfi, sem að hann gegnir, í allt að fimm ár. Afsali hann sér starfinu eftir fimm ára leyfi á hann að öðru jöfnu forgang í allt að fimm ár frá þeim tíma að sambærilegri stöðu hjá hinu opinbera.
   Framangreind tillaga styðst við lögfræðilega túlkun lögfræðings Sambands ísl. sveitarfélaga og bæjarlögmanns á réttarstöðu Akureyrarbæjar skv. 4. gr. tilvitnaðra laga."

   Akureyri 17. ágúst 1999
   Kristján Þór Júlíusson.

   Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

    

  8. Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 22. júlí og 6. ágúst.

   Fundargerðirnar eru í 6 liðum hvor um sig og hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Dagskrá tæmd.

Bæjarfulltrúi Sigfríður Þorsteinsdóttir óskaði eftir að taka til máls og tilkynnti að hún hefði í hyggju að hefja nám í Háskóla Íslands nú í haust. Því óskaði hún eftir lausn frá störfum bæjarfulltrúa frá 1. september n.k. og þakkaði bæjarfulltrúum samstarfið.
Forseti leitaði staðfestingar bæjarstjórnar á ósk Sigfríðar um lausn frá störfum bæjarfulltrúa og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. Forseti þakkaði Sigfríði störf í þágu Akureyrar og óskaði henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.36.

Sigurður J. Sigurðsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Dan Brynjarsson
- fundarritari -