Bæjarstjórn

2361. fundur 20. júlí 1999

Bæjarstjórn 20. júlí 1999.
3077. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 20. júlí kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Páli Tómassyni og Steingrími Birgissyni.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Kristján Þór Júlíusson og Valgerður Hrólfsdóttir.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 21. og 24. júní, 1., 8. og 15. júlí.

   Fundargerðin frá 21. júní er í 11 liðum.
   Fundargerðin frá 24. júní er í 16 liðum.
   Fundargerðin frá 1. júlí er í 20 liðum.
   Fundargerðin frá 8. júlí er í 22 liðum.
   Fundargerðin frá 15. júlí er í 21 lið.

   Fundargerðin frá 21. júní var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

   Fundargerðin frá 24. júní var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti, sem hún gefur tilefni til ályktunar.

   Fundargerðin frá 1. júlí var afgreidd á eftirfarandi hátt:
   2. liður, 1. undirliður - Úttekt á sundaðstöðu fyrir ofurfatlaða einstaklinga á Akureyri.
   Liðurinn var borinn undir atkvæði og samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.

   Bæjarfulltrúi Sigfríður Þorsteinsdóttir óskaði bókað:


    "Í byrjun mars s.l. skilaði starfshópur um sama mál niðurstöðu sinni. Niðurstaða starfshópsins var sú að eðlilegast væri að sinna þörfum þessa hóps í Sundlaug Akureyrar, þar sem allar aðstæður væru ákjósanlegar og eðlilegt að þörfum allra Akureyringa til sundiðkunar væri sinnt. Á niðurstöðu þessa starfshóps er ekki minnst einu orði í skýrslu Ágústar Hafsteinssonar frekar en hún væri ekki til. Vissi hann þó fullvel um tilvist hennar, þar sem mikið þurfti að leita til hans um upplýsingar og jafnvel ráðgjöf.

    Ég tel að eðlilegra hefði verið að finna viðunandi rökstuðning til þess að hafna niðurstöðu starfshópsins frekar en sýna öllum þeim sem að þessu máli hafa komið þá lítilsvirðingu sem í þessari meðferð málsins felst.

              Sigfríður Þorsteinsdóttir."

   Aðrir liðir fundargerðarinnar voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti, sem þeir gefa tilefni til ályktunar.

   Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 8. júlí.
   1.- 5. og 7.- 21. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti, sem þeir gefa tilefni til ályktunar.
   6. liður var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
   Við 22. lið kom fram breytingartillaga frá bæjarfulltrúa Ásgeiri Magnússyni á þá leið að inn komi í tillögu bæjarstjóra á eftir orðunum - verði seld - "fáist fyrir þau viðunandi verð."
   Við 22. lið kom fram eftirfarandi frávísunartillaga frá bæjarfulltrúa Oddi H. Halldórssyni:

     "Þar sem nú stendur yfir há sumarleyfistími og ekki hefur mikið verið fjallað um þessa tillögu. Einnig vegna þess að ekkert bendir til þess að sé tímapressa á afgreiðslu málsins. Legg ég til að tillögu bæjarstjóra um sölu á hlut Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa verði vísað frá."
   Tillagan var felld með 7 atkvæðum gegn 4.
   Þá var óskað nafnakalls um afgreiðslu 22. liðar.

   Já sögðu bæjarfulltrúarnir: Páll Tómasson, Sigurður J. Sigurðsson, Steingrímur Birgisson, Vilborg Gunnarsdóttir, Þórarinn B. Jónsson, Ásgeir Magnússon og Oktavía Jóhannesdóttir.

   Nei sögðu bæjarfulltrúarnir: Sigfríður Þorsteinsdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Jakob Björnsson og Oddur H. Halldórsson.

   Liðurinn var samþykktur með 7 atkvæðum gegn 4.

   Vegna afgreiðslu á 22. lið var óskað að eftirfarandi yrði bókað:

     "Bókun fulltrúa Framsóknarflokksins vegna afgreiðslu 22. liðar í fundargerð bæjarráðs 8. júlí 1999.

     Á síðasta kjörtímabili seldi Akureyrarbær eins og kunnugt er stóran hluta eignar sinnar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Ákveðið var þá að eiga áfram sem næmi 20% hlutafjár í félaginu. Ástæða þess var ekki hvað síst sú, að skapa möguleika fyrir Akureyrarbæ að hafa áhrif í samræmi við eignaraðild sína á þróun fyrirtækisins í þeim breytingum, sem fyrirsjáanlegt var að verða þyrftu á rekstri þess og vera um leið einn af traustustu hornsteinum og bakhjörlum félagsins. Þessu hlutverki Akureyrarbæjar teljum við ekki lokið. Þær miklu breytingar og endurskipulagning, sem gripið var til eru fyrst nú á síðustu mánuðum að skila árangri. Þá er einnig ljóst, að ekki er séð fyrir endann á þeirri þróun og öru breytingum sem að undanförnu hafa einkennt íslenskan sjávarútveg.

     Þá má færa tök fyrir því, að hagsmunir þeirra fjölmörgu bæjarbúa sem hlut eiga í félaginu og Akureyrarbæjar fari saman og ekki sé óeðlilegt að líta á fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn félagsins sem fulltrúa þeirra einnig. Við þessar aðstæður teljum við ekki tímabært að selja 20% eignarhlut Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og greiðum því atkvæði gegn tillögunni.

     20.07. 1999
     Jakob Björnsson
     Sigfríður Þorsteinsdóttir
     Ásta Sigurðardóttir"

   Bókun vegna 22. liðar í bæjarráði 8. júlí 1999:
     "Það hefur verið stefna L-listans, lista fólksins, að Akureyrarbær seldi ekki hlut sinn í ÚA. Við teljum rétt að bæjarstjórn hafi áhrif á stjórnun félagsins og gæti þar með hagsmuna bæjarbúa og þeirra Akureyringa sem eiga í ÚA, sem og þeirra sem þar vinna. Þess vegna greiði ég atkvæði á móti sölu hlutabréfanna.

     Oddur Helgi Halldórsson."

   Fundargerð bæjarráðs frá 15. júlí var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
2. Fundargerð bygginganefndar dags. 30. júní.
   Fundargerðin er í 49 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
3. Fundargerðir skipulagsnefndar dags. 18. júní og 9. júlí.
   Fundargerðirnar eru hvor um sig í 18 liðum og hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði, að frátöldum 2. lið í skipulagsnefnd frá 9. júlí, sem var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
4. Fundargerðir stjórnar veitustofnana dags. 16. og 23. júní og 7. júlí.
   Fundargerðirnar frá 16. júní og 7. júlí eru hvor um sig í 3 liðum.
   Fundargerðin frá 23. júní er í 4 liðum.
   Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
5. Fundargerðir framkvæmdanefndar dags. 14. og 28. júní og 12. júlí.
   Fundargerðin frá 14. júní er í 13 liðum.
   Fundargerðin frá 28. júní er í 8 liðum.
   Fundargerðin frá 12. júlí er í 10 liðum.
   Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
6. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 24. júní.
   Fundargerðin er í 3 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
7. Fundargerðir skólanefndar dags. 14. og 21. júní.
   Fundargerðin frá 14. júní er í 16 liðum.
   Fundargerðin frá 21. júní er í 14 liðum.
   Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
8. Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs dags. 15. og 22. júní.
   Fundargerðin frá 15. júní er í 3 liðum.
   Fundargerðin frá 22. júní er í 1 lið.
   Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
9. Fundargerð kjaranefndar dags. 7. júlí.
   Fundargerðin er í 4 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
10. Fundargerðir kjarasamninganefndar dags. 10. og 30. júní og 7. júlí.
   Fundargerðin frá 10. júní er í 1 lið.
   Fundargerðirnar frá 30. júní og 7. júlí eru í 2 liðum hvor um sig.
   Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
11. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 14. og 22. júní og 5. og 13. júlí.
   Fundargerðin frá 14. júní er í 1 lið.
   Fundargerðirnar frá 22. júní og 13. júlí eru báðar í 3 liðum.
   Fundargerðin frá 5. júlí er í 8 liðum.
   Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
12. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 21. júní.
   Fundargerðin er í 4 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
13. Fundargerðir umhverfisnefndar dags. 10. og 24. júní.
   Fundargerðin frá 10. júní er í 4 liðum.
   Fundargerðin frá 24. júní er í 3 liðum.
   Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
14. Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 10. og 24. júní og 8. júlí.
   Fundargerðirnar frá 10. júní og 8. júlí eru hvor um sig í 6 liðum.
   Fundargerðin frá 24. júní er í 9 liðum.
   Fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
15. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 5. júlí.
   Fundargerðin er í 5 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
   Dagskrá tæmd.

   Forseti las upp utan dagskrár eftirfarandi tilkynningu frá Framsóknarflokki um breytingar í nefndum.

   Í stað Elsu B. Friðfinnsdóttur:
   sem aðalmaður í stjórn FSA Ársæll Magnússon
   sem varamaður í stjórn FSA Jakob Björnsson
   sem varamaður í skólanefnd Jóhann Sigurjónsson.

   Fleira ekki gert.
   Fundi slitið kl. 17.12.


   Sigurður J. Sigurðsson
   Oktavía Jóhannesdóttir Sigfríður Þorsteinsdóttir
   Ásgeir Magnússon Ásta Sigurðardóttir
   Jakob Björnsson Oddur Helgi Halldórsson
   Páll Tómasson Steingrímur Birgisson
   Vilborg Gunnarsdóttir Þórarinn B. Jónsson


   Karl Jörundsson
   -fundarritari-