Bæjarstjórn

2364. fundur 21. september 1999

Bæjarstjórn 21. september 1999.
3080. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 21. september kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Valgerði Jónsdóttur og Friðriki Sigþórssyni.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Ásta Sigurðardóttir og Guðmundur Ómar Guðmundsson.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 9. og 16. september.

   Fundargerðin frá 9. september er í 15 liðum.
   Fundargerðin frá 16. september er í 18 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 9. september.
   1. og 5.- 15. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   2. og 3. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðkomandi fundargerðum.
   4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 16. september.
   1. - 3. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   4., 5., 7., 8., 10., 11., 13., 14., 16. og 17. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   6., 9. og 15. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   12. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Í tengslum við afgreiðslu á 6. lið kom fram tillaga að bókun á þessa leið:
   "Bókun við 6. lið í fundargerð bæjarráðs 16.09. 1999:
   Bæjarstjórn Akureyrar vill minna á þá ábyrgð og þær skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum. Í höfuðborginni er miðja stjórnsýslu Íslands og mennta-, menningar- og viðskiptalíf landsins á þar einnig sínar höfuðstöðvar.
   Að mati bæjarstjórnar Akureyrar eru greiðar samgöngur allra landsmanna, að og frá Reykjavík forsenda þess að höfuðborgin geti rækt hlutverk sitt sem skyldi. Við umræður um mögulegar breytingar á einu af lykilatiðum þess sem gerir Reykjavík að höfuðborg allra landsmanna verður jafnframt að taka til umræðu önnur verkefni sem hafa verið fóstruð innan borgarmúranna.
   Bæjarstjórn Akureyrar hvetur borgarstjórn til að hafa framangreind atriði í huga við umfjöllin sína um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallarins.
   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Í tengslum við afgreiðslu á 10. lið kom fram tillaga að bókun á þessa leið:
     "Bókun við 10. lið í fundargerð bæjarráðs 16.09. 1999:
     Bæjarstjórn Akureyrar telur ummæli ráðamanna þjóðarinnar á síðustu vikum um fjármál sveitarfélaga vera alhæfingar og mikla einföldun á staðreyndum um fjárhag sveitarsjóða landsins.

     Ljóst er að sú gagnrýni sem höfð hefur verið uppi á sveitarfélögin fyrir skuldasöfnun er ómakleg og virðist sem málflytjendur vilji ekki horfast í augu við höfuðástæður þessarar þróunar. Þær liggja í m.a. byggðaþróun síðari ára og ennfremur þeirri staðreynd að löggjafarvaldið hefur ekki gegnt þeirri frumskyldu sinni að tryggja sveitarfélögunum eðlilega tekjustofna í samræmi við þær skyldur og kvaðir sem lög og reglugerðir kveða á um.
     Lögbundin verkefni og skyldur sveitarfélaga ásamt fjármögnun þeirra verkefna er með þeim hætti að ríkisvaldið, Alþingi og framkvæmdavald, leggur sveitarfélögum landsins til verkefni og skyldur og setur þeim jafnframt efnahagslegan ramma með lögum og reglugerðum.
     Það er skylda sveitarstjórna að ráðstafa fjármunum sveitarfélaganna með skynsamlegum hætti en það er jafnframt skylda löggjafarvaldsins að sjá til þess að tekjustofnar sveitarfélaga séu á hverjum tíma í samræmi við þau verkefni sem þeim er lögskylt að sinna.
     Bæjarstjórn Akureyrar hvetur til þess að forsvarsmenn ríkis og sveitarfélaga láti af orðahnippingum sem engu skila en einbeiti sér fremur að því af alvöru að leita leiða til þess að greiða úr vaxandi skuldasöfnun."

   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Við afgreiðslu á 18. lið kom fram eftirfarandi breytingartillaga:
     "Bæjarstjórn samþykkir að bókun bæjarráðs undir þessum lið falli niður en í staðinn komi svofelld bókun:"
     "Bæjarstjórn samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun ársins 2000 skuli miðast við að rekstrargjöld sem hlutfall skatttekna skuli vera sem næst 80%."
   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
2. Fundargerð bygginganefndar dags. 15. september.
   Fundargerðin er í 48 liðum.
   1., 2. og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Samþykkt var með 10 samhljóða atkvæðum að vísa 3. lið til bæjarráðs.
   Við afgreiðslu á 5. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Oddi Helga Halldórssyni:
     "Bæjarstjórn getur ekki tekið jákvætt í það að leyfa gám undir börn við Þrekhöllina og tengingu þar á milli."
   Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2.
   6.- 47. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
   48. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
3. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 13. september.
   Fundargerðin er í 6 liðum.
   1. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
4. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 9. september.
   Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
5. Fundargerðir skólanefndar dags. 6. og 13. september.
   Fundargerðin frá 6. september er í 9 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 13. september er í 5 liðum.
   Við afgreiðslu á 1. lið kom fram tillaga um að undirliður 6 falli niður og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

   1. liður aftur að bókun Jóns Inga Cæsarssonar var síðan samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 14. september.
   Fundargerðin er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
7. Fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. september.
   Fundargerðin er í 10 liðum.
   10. liður - gjaldskrárbreyting í heimaþjónustu.
   Liðurinn var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
8. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 10. september.
   Fundargerðin er í 2 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
9. Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 2., 3. og 14. september.
   Fundargerðin frá 2. september er í 5 liðum.
   Fundargerðin frá 3. september er í 4 liðum.
   Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 14. september er í 11 liðum.
   Fram kom tillaga um að bæjarráði verði heimiluð fullnaðarafgreiðsla á 3., 4. og 5. lið og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
10. Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 7. september.
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
Dagskrá tæmd.

Forseti las upp eftirfarandi tilkynningu um breytingu í nefnd af hálfu Sjálfstæðisflokksins.
Anna Björg Björnsdóttir taki sæti varamanns í félagsmálaráði í stað Eyglóar Birgisdóttur.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.34.

Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Oktavía Jóhannesdóttir
Friðrik Sigþórsson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður Jónsdóttir
Karl Jörundsson
-fundarritari-