Bæjarstjórn

2363. fundur 07. september 1999

Bæjarstjórn 7. september 1999.
3079. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 7. september kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Þóru Ákadóttur og Steingrími Birgissyni.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Sigurður J. Sigurðsson og Vilborg Gunnarsdóttir.
Fyrsti varaforseti Ásgeir Magnússon stýrði fundi í fjarveru forseta.
Áður en gengið var til dagskrár las forseti upp svohljóðandi tilkynningu frá Framsóknarflokki um breytingar í nefndum:

Aðalmaður: Varamaður:
Í stað Sigfríðar Þorsteinsdóttur
Bygginganefnd Guðmundur Ó. Guðmundsson
Umhverfisnefnd Björn Snæbjörnsson
Eyþing (seta á aðalfundi) Guðmundur Ó. Guðmundsson
Atvinnumálanefnd Sunna Árnadóttir
Jafnréttisnefnd Sigurlaug Gunnarsdóttir
Héraðsnefnd Eyjafjarðar Guðmundur Ó. Guðmundsson
Stjórn Líf.sj. stm. Akbæjar Guðmundur Ó. Guðmundsson
Bæjarráð Guðmundur Ó. Guðmundsson
Aðlögunarnefnd fyrir öldrunarþj. Jakob Björnsson
Aðlögunarnefnd fyrir heilbr.þj. Jakob Björnsson
Reynsluverkefnanefnd Ásta Sigurðardóttir
Samst.nefnd skv. kjaras. STAK Jakob Björnsson
Í stað Sigmundar Þórissonar
Íþrótta- og tómstundaráð Þórarinn E. Sveinsson
Í stað Sverris A. Björnssonar
Íþrótta- og tómstundaráð Mínerva B. Sverrisdóttir
Í stað Elsu B. Friðfinnsdóttur
Atvinnumálanefnd Hákon Hákonarson
Eyþing (seta á aðalfundi) Valgerður Jónsdóttir
Í stað Björns Snæbjörnssonar
Atvinnumálanefnd Helga Rósantsdóttir
Akureyri 7. september 1999
Jakob Björnsson

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 26. ágúst og 2. september.

   Fundargerðin frá 26. ágúst er í 19 liðum.
   Fundargerðin frá 2. september er í 14 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 26. ágúst.
   1. og 2. liður fundargerðarinnar eru afgreiddir með fundargerðum viðkomandi nefnda.
   Í 14. lið var greinargerð vegna Svæðisskipulags Eyjafjarðar borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Vegna 15. liðar komu fram listar með nöfnum fimm bæjarfulltrúa:

   Kristján Þór Júlíusson
   Vilborg Gunnarsdóttir
   Ásgeir Magnússon
   Jakob Björnsson
   Oddur Helgi Halldórsson.

   Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þetta fólk réttkjörið í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði.
   Fundargerðin hefur að öðru leyti hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
   Síðan var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 2. september.

   1. og 2. liður eru afgreiddir með viðkomandi nefndum.
   5., 7., 9. og 12. liðir voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

2. Fundargerðir skipulagsnefndar dags. 11., 13. og 27. ágúst.
   Fundargerðin frá 11. ágúst er í 1 lið.
   Fundargerðin frá 13. ágúst er í 12 liðum.
   Fundargerðin frá 27. ágúst er í 9 liðum.
   Fundargerðin frá 11. ágúst hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
   Í fundargerðinni frá 13. ágúst var 11. liður samþykktur með 8 atkvæðum gegn 1.
   Fundargerðin hefur að öðru leyti hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
   Í fundargerðinni frá 27. ágúst voru 1., 2., 5., 6., 7., 8. og 9. liður samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   3. og 4. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 25. ágúst.
   Fundargerðin er í 2 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
4. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 23. ágúst.
   Fundargerðin er í 7 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
5. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 19. ágúst.
   Fundargerðin er í 4 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
6. Fundargerðir skólanefndar dags. 16. og 23. ágúst.
   Fundargerðin frá 16. ágúst er í 4 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
   Fundargerðin frá 23. ágúst er í 7 liðum.
   Við 6. lið lagði bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir til "að síðustu tveim atriðum í lið 6.1 sem bera heitin "skólavistun fyrir fötluð börn og börn með sérþarfir" og "Unglingavistun" verði frestað. Skólanefnd og félagsmálaráði er falið að móta sameiginlega tillögu um þjónustu fyrir þau börn sem um ræðir."
   Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Liður 6.2 (gjaldskrá skólavistana) var samþykktur með 6 atkvæðum gegn 4.
   Fundargerðin hefur að öðru leyti hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
7. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 31. ágúst.
   Fundargerðin er í 5 liðum.
   1. og 2. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
8. Fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. ágúst.
   Fundargerðin er í 8 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
9. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 19. ágúst.
   Fundargerðin er í 4 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
10. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 30. ágúst.
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
Dagskrá tæmd.

Í lok fundar bauð forseti Guðmund Ómar Guðmundsson velkominn til fastrar setu í bæjarstjórn, en Guðmundur sat nú sinn fyrsta fund sem aðalfulltrúi.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.40.

Ásgeir Magnússon
Oktavía Jóhannesdóttir
Guðmundur Ó. Guðmundsson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
     Ásta Sigurðardóttir
     Jakob Björnsson
     Steingrímur Birgisson
     Þóra Ákadóttir
Sigríður Stefánsdóttir
- fundarritari -