Bæjarstjórn

2365. fundur 05. október 1999

Bæjarstjórn 5. október 1999.
3081. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 5. október kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Guðmundi Jóhannssyni, Steingrími Birgissyni og Sunnu Borg.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Kristján Þór Júlíusson, Valgerður Hrólfsdóttir og Þórarinn B. Jónsson.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 23. og 30. september.

   Fundargerðin frá 23. september er í 8 liðum.
   1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   5. liður var samþykktur með 7 atkvæðum gegn 1.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 30. september var afgreidd á eftirfarandi hátt.
   1. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðkomandi fundargerð.
   2.- 9. liður og 11., 12., 15., og 18. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   10. og 17. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
   13. og 14. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.

   Bókun bæjarráðs við 16. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Tilnefning í þriggja manna nefnd til að annast undirbúning 17. júní hátíðarhalda á aldamótaárinu.
   Tilnefnd voru:
   Sigurður J. Sigurðsson,
   Hallgrímur Ingólfsson og
   Ásta Sigurðardóttir.
   Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

 

2. Fundargerð bygginganefndar dags. 24. september.

   Fundargerðin er í 3 liðum.
   Við afgreiðslu á 1. lið kom fram eftirfarandi frávísunartillaga frá bæjarfulltrúa Oddi Helga Halldórssyni:
     "Ég tel að erindi Þrekhallarinnar um bráðabirgðaleyfi fyrir gám og tengingu við hann við hús sitt, hafi verið hafnað af bæjarstjórn á bæjarstjórnarfundi 21.09. 1999 og þess vegna eigi 1. liður í fundargerð bygginganefndar frá 24.09. 1999 ekkert erindi inn á þennan fund og verði vísað frá."
   Tillagan var felld með 10 atkvæðum gegn 1.
   Þá var tekin til afgreiðslu 1. liður og óskað var nafnakalls um liðinn.
   Já sögðu bæjarfulltrúarnir: Sunna Borg, Vilborg Gunnarsdóttir, Ásgeir Magnússon, Ásta Sigurðardóttir, Guðmundur Ó. Guðmundsson, Guðmundur Jóhannsson, Jakob Björnsson, Oktavía Jóhannesdóttir, Sigurður J. Sigurðsson og Steingrímur Birgisson.

   Nei sagði bæjarfulltrúi Oddur H. Halldórsson.

   1. liður var samþykktur með 10 atkvæðum gegn 1.
   2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
   3. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

    

3. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. september.
   1., 5., 8., 9., 10., 11. og 12. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   2., 3. og 7. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Við afgreiðslu á 4. lið komu fram eftirfarandi breytingartillögur við úthlutunarskilmála skipulagsnefndar - :

   "2. liður síðari málsgrein falli út.
   Liður 2.1, undirliðir 2., 3. og 6. liður falli út."
   Breytingartillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   4. liður með áorðnum breytingum var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   6. liður aftur að orðunum: "nefndin leggur til" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

   Fram kom tillaga um að vísa tveim síðustu málsgreinum 6. liðar til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   13. liður, bókun skipulagsnefndar var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.

    

4. Fundargerðir framkvæmdanefndar dags. 22. og 27. september.
   Fundargerðin er í 1 lið.
   Samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fundargerðinni til bæjarráðs og afgreiðslu með fjárhagsáætlun fyrir árið 2000.
   Fundargerðin frá 27. september er í 12 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

5. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 23. september.
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

6. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 20. og 27. september.
   Fundargerðirnar eru hvor um sig í 3 liðum og gefa ekki tilefni til ályktunar.

    

7. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 23. september.
   Fundargerðin er í 4 liðum.
   2. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

   Dagskrá tæmd.

   Þá las forseti upp eftirfarandi tilkynningur frá fulltrúum Akureyrarlistans.

   "Þar sem fulltrúi Akureyrarlistans í áfengis- og vímuvarnanefnd Guðrún Magnúsdóttir hefur flutt úr bænum er lagt til að í hennar stað komi Rut Petersen kt.: 020158-3799.

   Þá hefur Rut Petersen varafulltrúi Akureyrarlistans í íþrótta- og tómstundaráði óskað eftir lausn úr því starfi, en í hennar stað komi Oddný Stella Snorradóttir kt.: 030860-2149."

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.35.

Sigurður J. Sigurðsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásgeir Magnússon
Guðmundur Jóhannsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sunna Borg
Ásta Sigurðardóttir
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Steingrímur Birgisson
Vilborg Gunnarsdóttir
Karl Jörundsson
-fundarritari-