Bæjarstjórn

2368. fundur 16. nóvember 1999

Bæjarstjórn 16. nóvember 1999.
3084. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 16. nóvember kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Valgerði Jónsdóttur og Friðriki Sigþórssyni.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Ásta Sigurðardóttir og Jakob Björnsson.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 4. og 11. nóvember.

   Fundargerðin frá 4. nóvember er í 16 liðum.
   Fundargerðin frá 11. nóvember er í 14 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 4. nóvember.
   1. og 6.- 16. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   3.- 5. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Við afgreiðslu á 2. lið kom fram eftirfarandi tillaga að bókun:

   "Bæjarstjórn samþykkir að vísa afgreiðslu á 2. lið í fundargerð bæjarráðs frá 4. nóvember 1999 til skipulagsdeildar sem geri nauðsynlegar breytingar á skipulags- og byggingarskilmálum til samræmis við bókun bæjarráðs. Eftir atvikum verði einnig gerðar nauðsynlegar breytingar á lóðarsamningum. Breytingarnar skulu staðfestar í skipulagsnefnd. Breytingunum skal þinglýsa þar sem það á við á kostnað Akureyrarbæjar."

   Greinargerð:


    Bæjarráð gerir hér tillögu um að skipulags- og byggingarskilmálum verði breytt í þá veru að Akureyrarbær taki að sér rekstur og viðhald umræddra svæða. Tillagan tekur ekki af tvímæli um það með hvaða hætti nákvæmlega breyta á skipulags- og byggingarskilmálum og eftir atvikum lóðarsamningum og þá einkum með tilliti til þess hvað á að felast í rekstri. Fyrir liggur að skilningur bæjarráðs var sá að hér væri fyrst og fremst um umhirðu á stígunum að ræða en ekki alla þá þætti sem venjulega falla undir hugtakið rekstur.
    Nauðsynlegt er að frá þessum atriðum sé gengið þannig að bærinn sé ekki að taka á sig skyldur umfram það sem hér var haft í huga, þ.e. umhirðu og viðhald. Stígarnir verða þannig áfram hluti af lóðum viðkomandi húsa og þeim heimil afnot af þeim í samræmi við það, þar með hluta af umferðarleiðum um lóðirnar og leiksvæði við þau. Rök bæjarins fyrir því að taka að sér umhirðu og viðhald eru hins vegar þau að þar sem umræddir stígar eru kvaðaðir um opna umferð fyrir alla gangandi vegfarendur sé rétt að bærinn taki að sér þessa þætti.

   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin frá 11. nóvember var afgreidd á eftirfarandi hátt.
   1. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðeigandi fundargerð.
   2., 3., 5., 6., 7., 8., 10. og 14. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   4., 12. og 13. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   9. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Við afgreiðslu á 11. lið kom fram eftirfarandi tillaga:
     "Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við að bætt verði þjónusta á sviði starfsendurhæfingar og menntunar fyrir fatlaða á Akureyri.
     Bæjarstjórn bendir á að þjónusta við fatlaða á Akureyri er nú að stærstum hluta á hendi Akureyrarbæjar. Lögð er rík áhersla á gott samráð og samvinnu í þessu máli við þá sem sinna þjónustu við þennan hóp á Akureyri."
   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    

2. Fundargerðir bygginganefndar dags. 28. október og 10. nóvember.
   Fundargerðin frá 28. október er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 10. nóvember er í 35 liðum.
   Fram kom tillaga um að vísa 1. og 2. lið til bæjarráðs og afgreiðslu með fjárhagsáætlun og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   3.- 27. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   28.- 35. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.

    

3. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 5. nóvember.
   Fundargerðin er í 9 liðum.
   1., 2., 5., 6. og 8. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   3., 4., 7. og 9. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.

    

4. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 3. nóvember.
   Fundargerðin er í 4 liðum.
   Fram kom tillaga um að vísa 1. og 2. lið til bæjarráðs og afgreiðslu með fjárhagsáætlun og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Fram kom tillaga um að vísa 3. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   4. lið a) var vísað til bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
   4. liður b) gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

5. Fundargerðir framkvæmdanefndar dags. 3. og 8. nóvember.
   Fundargerðin frá 3. nóvember er í 9 liðum.
   2. og 7. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 8. nóvember er í 7 liðum.
   5. liður og 7. liður b) voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   7. liður a) var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

    

6. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 4. nóvember.
   Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

7. Fundargerðir skólanefndar dags. 1. og 8. nóvember.
   Fundargerðin frá 1. nóvember er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 8. nóvember er í 6 liðum.
   2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

    

8. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 2. nóvember.
   Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

9. Fundargerð kjaranefndar dags. 3. nóvember.
   Fundargerðin er í 10 liðum.
   8. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

    

10. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 1. og 8. nóvember.
   Fundargerðin frá 1. nóvember er í 9 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 8. nóvember er í 3 liðum.
   Liður 3.1 var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

    

11. Fundargerðir atvinnumálanefndar dags. 11. október og 1. nóvember.
   Fundargerðin frá 11. október er í 4 liðum.
   Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar, en við 3. lið fundargerðarinnar kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Guðmundi Ómari Guðmundssyni:
     "Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir skýrslu atvinnumálanefndar um "Stefnumótun í atvinnumálum fyrir Akureyri" dags. 1. mars 1999 og felur atvinnumálanefnd að leggja fram tímasetta áætlun um framkvæmd hennar."
   Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 7 atkvæðum gegn 3.
   Fundargerðin frá 1. nóvember er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

12. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 26. október.
   Fundargerðin er í 2 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

13. Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 26. október og 2. nóvember.
   Fundargerðin frá 26. október er í 4 liðum.
   Fundargerðin frá 2. nóvember er í 5 liðum.
   Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.

    

14. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 8. nóvember.
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

15. Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 2. nóvember.
   Fundargerðin er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18.04.

Sigurður J. Sigurðsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásgeir Magnússon
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður Jónsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Friðrik Sigþórsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Karl Jörundsson
-fundarritari-