Bæjarstjórn

2367. fundur 02. nóvember 1999

Bæjarstjórn 2. nóvember 1999.
3083. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 2. nóvember kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 21. og 27. október.

   Fundargerðin frá 21. október er í 13 liðum.
   Fundargerðin frá 27. október er í 20 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 21. október.
   3., 6., 10. og 12. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 27. október.
   Afgreiðslu á 1. lið var vísað til afgreiðslu með 13. lið dagskrárinnar.
   2., 3., 5., 6., 9., 10., 11., 12. og 14.- 20. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   4., 7. og 8. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
   13. liður - tilnefning í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.
   Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:

   Jóhann G. Sigurðsson kt.: 250658-4439
   Þórarinn E. Sveinsson kt.: 100752-3609
   og varamanna:
   Óðinn Árnason kt.: 051131-4449
   Helgi Snæbjarnarson kt.: 131065-2999

   Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þessa menn réttkjörna.

    

2. Skipulagsnefnd dags. 22. október.
   Fundargerðin er í 13 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

3. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 25. október.
   Fundargerðin er í 12 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

4. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 23. október.
   Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
      
5. Fundargerðir skólanefndar dags. 15. og 25. október.
   Fundargerðin frá 15. október er í 2 liðum.
   Fram kom tillaga um að vísa fundargerðinni til bæjarráðs og afgreiðslu með fjárhagsáætlun og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin frá 25. október er í 7 liðum.
   Fram kom á fundinum við 1. lið tillaga skólanefndar, sem hún gerði á starfsfundi sínum þann 27. október s.l., en hún er á þessa leið:
     "Skólanefnd hefur átt viðtöl við alla þessa aðila eins og fram kemur í fundargerð skólanefndar frá 25. október s.l.
     Skólanefnd mælir samhljóða með Erni Arnarssyni í starfið."
   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
   Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.

    

6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 19. október.
   Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

7. Fundargerð kjaranefndar dags. 13. október.
   Fundargerðin er í 4 liðum og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

    

8. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 11., 18. og 25. október.
   Fundargerðin frá 11. október er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 18. október er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargeðin frá 25. október er í 11 liðum.
   Fram kom tillaga um að vísa 1. lið til bæjarráðs og afgreiðslu með fjárhagsáætlun og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

    

9. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 5. júlí.
   Við afgreiðslu á "Samþykktum fyrir atvinnumálanefnd" í 1. lið kom fram breytingartillaga við c lið 3. greinar, þess efnis að síðasta málsgreinin falli út og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
   1. liður var síðan samþykktur með áorðinni breytingu með 10 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

    

10. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 19. október.
   Fundargerðin er í 6 liðum og gefur hún ekki tilefni til ályktunar.

    

11. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 22. október.
   Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    

12. Samþykkt fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarbæjar - síðari umræða.
   Fram kom tillaga um að 3ja málsgrein 3ju greinar falli út en inn komi:
     "Ef sjóðfélagi hættir störfum tímabundið án þess að formlegum ráðningarsamningi sé slitið, s.s. vegna launalauss leyfis, námsleyfis eða vegna annarra starfa, sem veita honum rétt til leyfis frá starfi sínu, þá hefur hann rétt til aðildar að sjóðnum þegar hann kemur til starfa að leyfi loknu."
   Breytingartillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Samþykktir fyrir Lífeyrissjóðinn með áorðnum breytingum voru síðan samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum.

    

13. Tillaga að Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar - fyrri umræða.
   Fram kom tillaga um að vísa Samþykktinni til bæjarráðs og 2. umræðu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.09.

Sigurður J. Sigurðsson
   Oktavía Jóhannesdóttir
   Ásgeir Magnússon
   Valgerður Hrólfsdóttir
   Jakob Björnsson
   Þórarinn B. Jónsson
   Kristján Þór Júlíusson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Ásta Sigurðardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Karl Jörundsson
- fundarritari -