Bæjarstjórn

2370. fundur 21. desember 1999

Bæjarstjórn 21. desember 1999.
3086. fundur


Ár 1999, þriðjudaginn 21. desember kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 9. og 16. desember.

   Fundargerðin frá 9. desember er í 19 liðum.
   Fundargerðin frá 16. desember er í 17 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 9. desember.
   1., 14., 16. og 17. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   5. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   2., 3., 4., 6., 7., 8., 9., 10., 11., 12., 13., 15., 18. og 19. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 16. desember.
   1. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   2., 3., 4., 6., 8., 9. og 13. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   5., 11. og 12. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   7. liður var samþykktur með 10 atkvæðum gegn 1.
   Við 10. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Oddi Helga Halldórssyni:
     "Þar sem ekki er ljóst hvort samningur við Rekstur og Ráðgjöf á Norðurlandi samrýmist verklagsreglum Akureyrarbæjar um útboð verkþátta verði samningnum vísað í bæjarráð og bæjarstjóra falið að koma með greinargerð um málið á næsta bæjarráðsfundi."
   Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 10 atkvæðum gegn 1.
   10. liður var síðan samþykktur með 10 atkvæðum gegn 1.
   14.- 17. liður verða afgreiddir með 14. lið dagskrárinnar.
2. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. desember.
   Forseti leitaði afbrigða á að taka fundargerð skipulagsnefndar frá 17. desember s.l. á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin frá 3. desember er í 10 liðum.

   5. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 17. desember er í 2 liðum.
   1. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
   2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

3. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 15. desember.
   Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fram kom á fundinum tilnefning fulltrúa í stjórn Eignarhaldsfélagsins Rangárvellir, samkvæmt bókun í 1. lið.
   Tilnefnd var Valgerður Hrólfsdóttir sem aðalmaður og Ásta Sigurðardóttir sem varamaður.
   Forseti lýsti þetta fólk réttkjörið, þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um.
4. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 13. desember.
   Fundargerðin er í 9 liðum.
   1. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   9. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
5. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 9. desember.
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
6. Fundargerðir skólanefndar dags. 6. og 13. desember.
   Fundargerðin frá 6. desember er í 8 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 13. desember er í 9 liðum.
   1. og 5.- 9. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu á 2. lið og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
   3. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Fram kom tillaga um að vísa 4. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
7. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 7. desember.
   Fundargerðin er í 7 liðum.
   Við afgreiðslu á 1. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Oddi Helga Halldórssyni:
     "Samningi Akureyrarbæjar og Skautafélags Akureyrar um rekstur skautahúss verði vísað til bæjarráðs."
   Tillagan var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
   Fram kom tillaga um að vísa síðustu málsgrein 2. liðar c, til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
8. Fundargerðin kjaranefndar dags. 3. og 6. desember.
   Fundargerðin frá 3. desember er í 5 liðum.
   5. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 6. desember er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
9. Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 6. desember.
   Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
10. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 9. desember.
   Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
11. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 9. desember.
   Fundargerðin er í 3 liðum.
   2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
12. Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 3. desember.
   Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
13. Kosning í sameiginlega barnaverndarnefnd, 4 aðalmenn og 4 til vara.
   Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
   Jakob Björnsson
   Oktavía Jóhannesdóttir
   Elías Kristjánsson
   Baldur Dýrfjörð

   og varamanna:

   Ásta Sigurðardóttir
   Hugrún Sigmundsdóttir
   Jóhanna H. Ragnarsdóttir
   Sigurður J. Sigurðsson.
   Þar sem fleiri nöfn komu ekki fram en kjósa átti um, lýsti forseti þetta fólk rétt kjörið.

14. Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar árið 2000 - síðari umræða - ásamt fjárhagsáætlun Hita- og vatnsveitu Akureyrar, Rafveitu Akureyrar, Bifreiðastæðasjóðs, Leiguíbúða Akureyrarbæjar og Framkvæmdasjóðs Akureyrar til síðari umræðu, ásamt 11., 12. og 13. lið í fundargerð bæjarráðs frá 2. desember s.l. ásamt 14.- 17. lið í fundargerð bæjarráðs frá 16. desember s.l.
   Tekjur.

   Liðurinn var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Heildarupphæð tekna er kr. 2.457.000 þús.

   Rekstrargjöld.

   Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
   Heildarupphæð rekstrargjalda er kr. 2.021.643 þús.

   Tekjuafgangur að teknu tilliti til áætlaðra fjármagnstekna og gjalda er kr. 387.357 þús. sem færist á gjaldfærða og eignfærða fjárfestingu og var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.

   Þá kom fram breytingartillaga frá bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins við eignfærða fjárfestingu um að:

     "Tekin verði upp fjárveiting á árinu 2000 til Slökkviliðs Akureyrar, að upphæð kr. 4.000 þús. til kaupa á þjónustubíl og lokaðri kerru fyrir neyðarútbúnað."
   Tillagan var felld með 7 atkvæðum gegn 4.
   Þá kom fram breytingartillaga frá fulltrúum Framsóknarflokksins við gjaldfærða fjárfestingu um að:

   "Gjaldfærð fjárfesting undir liðnum önnur mál lækki um 4.000 þús."

   Tillagan var felld með 7 atkvæðum gegn 3.
   Þessu næst lögðu fulltrúar Framsóknarflokksins fram eftirfarandi breytingatillögu:

     "Lagt er til að fyrirhuguðum framkvæmdum við viðbyggingu við Amtsbókasafnið verði frestað um eitt ár.
     Hluti þeirra 60 milljóna sem í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir til framkvæmdarinnar verði nýttur til að ljúka endurgerð gamla hússins við Sundlaug Akureyrar eða 42 milljónir, mismunurinn komi fram í bættri veltufjárstöðu bæjarsjóðs.
     Að þeim áfanga loknum er unnt að staldra við í framkvæmdum við Sundlaugina. Það skapar aftur svigrúm til hærri fjárveitingar til Amtsbókasafnsins á árinu 2001 og tryggir eðlilegri framgang þess verks."
     Tillagan var felld með 7 atkvæðum gegn 4.
   Fram kom breytingatillaga frá bæjarfulltrúa Oddi H. Halldórssyni við eignfærða fjárfestingu þess efnis að:
     "bætt verði 15.000 þús. kr. við Iðavelli, þannig að tryggja megi að hann komist í notkun í ársbyrjun 2001.
     Einnig að settar verði 10 milljónir kr. í fjölnota íþróttahús við Síðu- og Giljaskóla, þannig að hægt verði að fara í forathuganir, þannig að ekki verði farið í þessar framkvæmdir of seint og þá með of lítinn tíma. Útgjaldaaukningu verði mætt með skerðingu veltufjármuna."

     Tillögurnar voru felldar með 7 atkvæðum gegn 1.

   Gjaldfærð fjárfesting að upphæð kr. 275.500 þús., sbr. e-lið 16. liðar í fundargerð bæjarráðs frá 16. desember var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

   Eignfærð fjárfesting að upphæð kr. 424.500 þús. sbr. d-lið 16. liðar í fundargerð bæjarráðs frá 16. desember var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

   Áætlað fjármagnsyfirlit, þar sem gert er ráð fyrir lækkun veltufjármuna að upphæð kr. 74.643 þús., nýjum lántökum að upphæð kr. 145.000 þús. og framlögum eigin stofnana að upphæð kr. 155.000 þús. var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
   Áætlun bæjarsjóðs í heild sinni, sem er jafnframt afgreiðsla á 11. lið í fundargerð bæjarráðs frá 2. desember s.l. og 16. lið í fundargerð bæjarráðs frá 16. desember s.l., sem einnig fjallar um starfsáætlanir, kaup á vörum og þjónustu og fyrirvara vegna breytinga á stjórnsýslu og starfsháttum var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
   15. liður í fundargerð bæjarráðs frá 16. desember - gjaldskrárbreytingar.
   Fram kom tillaga um að 10 miða kort fyrir börn verði á kr. 550, en ekki kr. 600 og var hún samþykkt með 7 atkvæðum gegn 1.
   Gjaldskrárbreytingin var síðan samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2.

   14. liður í fundargerð bæjarráðs frá 16. desember:
   Reglur um fjárhagsáætlunarferli á árinu 2000 voru samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum.

   Frumvarp að fjárhagsáætlun Hita- og vatnsveitu Akureyrar.

     Fulltrúar Framsóknarflokksins lögðu fram eftirfarandi breytingatillögu við frumvarpið:
     "Söluverð á heitu vatni frá Hitaveitu Akureyrar lækki frá 1. janúar n.k. um kr. 3.00 á rúmmeter.

     Stjórn veitustofnana er falið að aðlaga fyrirliggjandi rekstrar- og framkvæmdaáætlun veitunnar að þessum breyttu forsendum."

     Tillagan var felld með 7 atkvæðum gegn 4.
     Frumvarpið var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
     Rekstrarniðurstöður eru kr. 632.250 þús. og sjóðsstreymisáætlun með ráðstöfunarfjármuni að upphæð kr. 294.337 þús.

   Frumvarp að fjárhagsáætlun Rafveitu Akureyrar.

   Við afgreiðslu á frumvarpinu kom fram eftirfarandi tillaga:

     "Lagt er til að liðurinn - Fjárfesting - í varanlegum rekstrarfjármunum, dreifikerfi, lækki um 30 milljónir króna, úr 75 milljónum í 45 milljónir króna. Heildarfjárfesting veitunnar verður því 61 milljón króna í stað 91 milljóna króna og handbært fé hækkar á árinu um kr. 14.640 þús."
   Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
   Frumvarpið með áorðnum breytingum var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
   Rekstrarniðurstöður eru áætlaðar kr. 480.580 þús. og sjóðsstreymisáætlun með ráðstöfunarfjármuni að fjárhæð kr. 75.640 þús.

   Frumvarp að fjárhagsáætlun Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar.

   Frumvarpið var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
   Rekstrarniðurstöður eru áætlaðar kr. 17.200 þús.

   Frumvarp að fjárhagsáætlun Leiguíbúða Akureyrarbæjar.

   Frumvarpið var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
   Rekstrarniðurstöður eru áætlaðar kr. 58.000 þús. og eignfærð fjárfesting áætluð

   kr. 105.000 þús.

   Frumvarp að fjárhagsáætlun Framkvæmdasjóðs Akureyrar.

   Frumvarpið var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
   Rekstrarniðurstöður eru áætlaðar kr. 80.000 þús. Gert er ráð fyrir framlagi til bæjarsjóðs að fjárhæð kr. 187.000 þús. og lækkun veltufjár að upphæð kr. 113.000 þús.
   Með framangreindum afgreiðslum hafa einnig verið afgreiddir 12. og 13. liður í fundargerð bæjarráðs frá 2. desember s.l. og 17. liður í fundargerð bæjarráðs frá 16. desember s.l.

Dagskrá tæmd.

Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsfólki bæjarins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson óskaði forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og góðs nýs árs, einnig óskaði hann starfsfólki bæjarins og fjölskyldum þeirra slíks hins sama.

     Fleira ekki gert.
     Fundi slitið kl. 20.30.
Sigurður J. Sigurðsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Ásta Sigurðardóttir
Oddur H. Halldórsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Karl Jörundsson
-fundarritari-