Bæjarstjórn

2369. fundur 07. desember 1999

Bæjarstjórn 7. desember 1999.
3085. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 7. desember kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Marsibil Snæbjarnardóttur og Valgerður Jónsdóttur.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Oddur Helgi Halldórsson og Ásta Sigurðardóttir.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 18., 25. og 29. nóvember og 2. desember.

   Fundargerðin frá 18. nóvember er í 14 liðum.
   Fundargerðin frá 25. nóvember er í 24 liðum.
   Fundargerðin frá 29. nóvember er í 1 lið.
   Fundargerðin frá 2. desember er í 14 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 18. nóvember.
   1., 2., 3., 6., 8., 9., 10. og 14. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   4., 5., 7., 11. og 12. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   13. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin frá 25. nóvember var afgreidd á eftirfarandi hátt.
   1. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðeigandi fundargerð.
   2., 3., 4., 15., 18., 19., 20., 22. og 24. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   5., 7., 8., 9., 10., 11., 12., 13., 14., 16., 17., 21. og 23. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   6. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin frá 29. nóvember gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 2. desember.
   1. liður verður afgreiddur með 14. lið í dagskránni.
   2. og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   3. og 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Frestað var afgreiðslu á 6.- 13. lið þar til með afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins síðar á fundinum.
   14. liður er í undirliðunum a og b.
   Liður a var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Liður b var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Bæjarfulltrúi Ásgeir Magnússon tók ekki þátt í afgreiðslu á þessum lið.
2. Fundargerð bygginganefndar dags. 24. nóvember.
   Fundargerðin er í 16 liðum.
   1.- 15. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   16. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
3. Fundargerðir skipulagsnefndar dags. 13. og 30. nóvember.
   Fundargerðin frá 13. nóvember er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 30. nóvember er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
4. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 22. nóvember.
   Fundargerðin er í 8 liðum.
   3. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
5. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 18. nóvember.
   Fundargerðin er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
6. Fundargerð skólanefndar dags. 15. nóvember.
   Fundargerðin er í 2 liðum og var samþykkt að vísa fundargerðinni til afgreiðslu með fjárhagsáætlun bæjarins með 10 samhljóða atkvæðum.
7. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 16. nóvember.
   Fundargerðin er í 6 liðum.
   1. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með fjárhagsáætlun bæjarins, að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.
8. Fundargerð kjaranefndar dags. 1. desember.
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
9. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 15. og 22. nóvember.
   Fundargerðin frá 15. nóvember er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 22. nóvember er í 8 liðum.
   1. liður hefur verið afgreiddur í fundargerð bæjarráðs frá 25. nóvember.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
10. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 15. nóvember.
   Fundargerðin er í 5 liðum.
   Fram kom tillaga um að vísa 4. lið til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu, aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
11. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 11. nóvember.
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
12. Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 16. og 30. nóvember.
   Fundargerðin frá 16. nóvember er í 6 liðum.
   Fundargerðin frá 30. nóvember er í 11 liðum.
   Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.
13. Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 22. nóvember.
   Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
14. Tillaga að Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar - síðari umræða.
   Fram kom breytingartillaga við 57. grein B lið 1. greinar þess efnis að liðurinn hljóði svo:
     "Atvinnumálanefnd. Fimm aðalmenn og fimm til vara, sbr. samþykkt um atvinnumálanefnd frá 2. nóvember 1999."
   Breytingartillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Þá var tillaga að Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum með þeim fyrirvara að heimilt væri að færa inn í 14. lið C, greinar í 57. grein ný ákvæði í samræmi við endanlega staðfestingu á nýjum Samþykktum fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarbæjar.
15. Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar árið 2000 - fyrri umræða.
   Fyrst voru teknir þeir liðir fyrir, sem vísað hafði verið fyrr á fundinum til þessa dagskrárliðar.
   6.- 8. liður í fundargerð bæjarráðs frá 2. desember voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   9. liður í sömu fundargerð gefur ekki tilefni til ályktunar, en 10. liður var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum og var þar með afgreiddur 1. lið í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 16. nóvember.
   11., 12. og 13. lið í fundargerð bæjarráðs var vísað til fjárhagsáætlanagerðar og síðari umræðu með 11 samhljóða atkvæðum.
   Að síðustu var frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2000 vísað til frekari yfirferðar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn með 11 samhljóða atkvæðum.
Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18.36.

Sigurður J. Sigurðsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásgeir Magnússon
Marsibil Snæbjarnardóttir
Valgerður Jónsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Karl Jörundsson
- fundarritari