Bæjarstjórn

2701. fundur 01. desember 1998

Bæjarstjórn.


3064. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 1. desember kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúanum Þóru Ákadóttur.
Fjarverandi var bæjarfulltrúi Valgerður Hrólfsdóttir.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 14., 18., 19. og 25. nóvember.
Fundargerðirnar frá 14. og 18. nóvember eru hvor um sig í 1 lið.
Fundargerðin frá 19. nóvember er í 15 liðum.
Fundargerðin frá 25. nóvember er í 20 liðum.
Fundargerðirnar frá 14. og 18. nóvember gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 19. nóvember var afgreidd á eftirfarandi hátt.
1.- 4. og 6., 8., 12., 13. og 14. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bókun bæjarráðs við 5. lið var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
7., 9., 10. og 11. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
15. lið var vísað til afgreiðslu með 15. lið í dagskrá fundarins.
Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 25. nóvember.
1. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðkomandi nefndum.
2., 4., 5., 6., 7., 8., 10. og 13. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. og 9. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Bókun bæjarráðs við 11. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
12. liður - skipun fulltrúa í skólanefnd Myndlistarskólans.
Fram kom listi með nafni aðalmanns:
Þóra Ákadóttir
og varamanns:
Valgerður Hrólfsdóttir.
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þetta fólk rétt kjörið.
14. liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
15.- 18. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
19.- 20. lið var vísað til 15. liðar í dagskrá fundarins.

2. Fundargerð bygginganefndar dags. 17. nóvember.
Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.

3. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 20. nóvember.
Fundargerðin er í 7 liðum.
1., 3., 6. og 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bókun bæjarráðs við 2. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Bókun skipulagsnefndar við 4. lið var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

4. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 23. nóvember.
Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
Við 6. lið fundargerðarinnar kom fram eftirfarandi breytingartillaga frá bæjarfulltrúa Ásgeiri Magnússyni.
Byrjun liðarins orðist svo:
"Framkvæmdanefnd samþykkir að verkefnisstjórnun við byggingu skautahúss á Akureyri verði boðin út í lokuðu útboði, þar sem starfandi hönnunarstofum og ráðgjafafyrirtækjum á Akureyri verði gefinn kostur á að bjóða í verkið."

Í lokin komi:
"Þessi könnun verði gerð áður en verkefnisstjórnunin verður boðin út."
Breytingartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
6. liður með áorðinni breytingu var síðan samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

5. Fundargerðir menningarmálanefndar dags. 12. og 19. nóvember.
Fundargerðin frá 12. nóvember er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 19. nóvember er í 8 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.

6. Fundargerð skólanefndar dags. 16. nóvember.
Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

7. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 17. nóvember.
Fundargerðin er í 10 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

8. Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 18. nóvember.
Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.

9. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 16. og 23. nóvember.
Fundargerðin frá 16. nóvember er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 23. nóvember er í 3 liðum.
Fundargerðirnar hvor um sig gefa ekki tilefni til ályktunar.

10. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 25. nóvember.
Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

11. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 23. nóvember.
Fundargerðin er í 1 lið og undirliðum a og b.
Fram kom á fundinum eftirfarandi tillaga:
"Bæjarstjórn getur ekki fallist á tillögu umhverfisnefndar í lið a og vísar afgreiðslu málsins aftur til nefndarinnar."
Tillagan var samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.
Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.

12. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 12. nóvember.
Fundargerðin er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

13. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 16. nóvember.
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

14. Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 13. nóvember.
Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.15. Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar árið 1999 - fyrri umræða -
      ásamt 15. lið í fundargerð bæjarráðs frá 19. nóvember og 19.- 20. lið í fundargerð bæjarráðs frá 25. nóvember sem hafði verið vísað til afgreiðslu með 15. lið dagskrárinnar, fyrr á fundinum.
Borinn var upp til afgreiðslu 15. liður í fundargerð bæjarráðs frá 19. nóvember og var hann samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að vísa 19. og 20. lið í fundargerð bæjarráðs frá 25. nóvember s.l. frumvarpi að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar, Hita- og vatnsveitu Akureyrar, Rafveitu Akureyrar, Bifreiðastæðasjóði Akureyrar og Húsnæðisskrifstofu Akureyrar til bæjarráðs og 2. umræðu.
Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Dagskrá tæmd.

Forseti las upp tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum, þar sem fram kemur að Sigurður Harðarson taki sæti sem aðalmaður í stjórn Hafnasamlags Norðurlands í stað Sverris Ragnarssonar, sem flutt hefur úr bænum.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.29.


Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Oddur H. Halldórsson
Þóra Ákadóttir


Karl Jörundsson
-fundarritari-