Bæjarstjórn

2703. fundur 03. mars 1998

Bæjarstjórn.


3048. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 3. mars kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúanum Valgerði Jónsdóttur.
Fjarverandi var bæjarfulltrúi Ásta Sigurðardóttir.
Áður en gengið var til dagskrár las forseti upp tilkynningu þess efnis að Sigríður Stefánsdóttir tekur sæti Kristínar Sigursveinsdóttur í félagsmálaráði frá 10. mars n.k.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 19., 25. og 26. febrúar.
   Fundargerðin frá 19. febrúar er í 12 liðum.
   Fundargerðin frá 25. febrúar er í 1 lið.
   Fundargerðin frá 26. febrúar er í 17 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 19. febrúar.
   1.- 2. og 7.- 12. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   3., 4. og 6. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Oddi Halldórssyni um að 5. lið yrði vísað aftur til bæjarráðs og var hún samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.
   Fundargerðin frá 25. febrúar gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 26. febrúar.
   1.- 3. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   4., 6., 7., 9., 10., 12., 13. og 14. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   5., 8. og 11. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Við afgreiðslu á 15. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarstjóra:
   Tillaga til bæjarstjórnar í tilefni af tillögu um stefnumótun fyrir Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar h.f., sbr. bókun bæjarráðs 26. febrúar, 15. liður:
   "Bæjarstjórn tekur jákvætt í tillögur Iðnþróunarfélagsins um stofnun Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á þeim grundvelli sem lagt er til og felur bæjarráði að skipa tvo fulltrúa í vinnuhóp til undirbúnings stofnsamningi, sem lagður verði fyrir sveitarstjórnir til samþykktar.
   Bæjarstjórn er þeirrar skoðunar að áður en endanleg afstaða verður tekin til stofnunar Atvinnuþróunarsjóðs Eyjafjarðar þá þurfi frekari útfærsla hugmyndarinnar að liggja fyrir.
   Bæjarstjórn telur að sérstaklega þurfi að kanna áhuga á stofnaðild að sjóðnum og hugsanleg stofnframlög, samstarf sjóðsins við aðra sjóði á svæðinu og sjóði á vegum ríkisins, sem hafa atvinnuþróun og atvinnueflingu að markmiði.
   Bæjarstjórn leggur til að þessi undirbúningsvinna verði í höndum stjórnar Iðnþróunarfélagsins. Tillögur sínar leggi stjórnin síðan fyrir viðkomandi sveitarstjórnir til umfjöllunar og afgreiðslu."
   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
   Við afgreiðslu á 16. lið lögðu bæjarfulltrúarnir Sigríður Stefánsdóttir og Heimir Ingimarsson fram eftirfarandi bókun:
   "Bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins telja að það sé hlutverk nýrrar bæjarstjórnar að taka afstöðu til byggingar íþróttamannvirkja og annarra framkvæmda, sem ekki er veitt fé til á fjárhagsáætlun ársins.
   Það er einnig eindregin skoðun okkar að allar slíkar framkvæmdir verði að koma fram í áætlunum og reikningum bæjarins, en ekki verði reynt að fela skuldbindingar eins og gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi tillögu.
   Við teljum að yfirbygging skautasvells og knattspyrnuhúss væri mikil lyftistöng fyrir viðkomandi íþróttagreinar, en bendum á að við gerð þriggja ára áætlunar fyrir árin 1999-2001 liggja fyrir óskir frá nefndum bæjarins um framkvæmdir fyrir hundruðir milljóna króna á ári. Þar eru ýmsar brýnar framkvæmdir þó ekki taldar s.s. íþróttaaðstaða við skóla norðan Glerár.
   Ákvörðun um framkvæmdaröð hlýtur að takast í samhengi við önnur brýn verkefni.
   Þegar að framkvæmdum í anda tillögunnar kemur teljum við skynsamlegt og raunhæft að byggja annað mannvirkið í einu og teljum að byrja eigi á að byggja yfir skautasvellið."
   Þá kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúunum Sigurði J. Sigurðssyni og Valgerði Hrólfsdóttur:
   Vegna tillögu varðandi byggingu íþróttamannavirkja leggjum við til að í stað þeirrar tillögu verði eftirfarandi samþykkt:
   "Bæjarstjórn lýsir sig reiðubúna til að hefja nú þegar undirbúning að byggingu skautahúss. Stefnt skuli að því að framkvæmdir geti hafist á þessu ári og lokið sem fyrst. Fjármögnun framkvæmdarinnar miðist við að óráðstöfuð fjárveiting til Vetraríþróttamiðstöðvar verði varið til þessa verkefnis, á næstu árum, en fjárveiting til verksins að öðru leyti verði ákveðin þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir. Húsið verði eign Akureyrarbæjar, en teknar verði upp viðræður við Skautafélagið um rekstur hússins.
   Bæjarstjórn lýsir sig reiðubúna til að heimila nú þegar vinnu við undirbúningshönnun og gerð kostnaðaráætlunar fyrir knattspyrnuhús og að veita allt að kr. 10 millj. til þessa undirbúnings. Ákvörðun um hvenær framkvæmdir hefjast er frestað.
   Framkvæmdanefnd er falin umsjón verksins í samráði við íþrótta- og tómstundaráð og hagsmunaaðila."
   Fram kom tillaga um að vísa tillögunni ásamt 16. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.
   Fram kom tillaga um að vísa 17. lið til bæjarráðs og 2. umræðu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
2. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 3. febrúar ásamt frumvarpi að reglugerð fyrir Hita- og Vatnsveitu Akureyrar – fyrri umræða.
   Fram kom tillaga um að vísa reglugerðinni til bæjarráðs og 2. umræðu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

3. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 23. febrúar.
   Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.

4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 18. febrúar.
   Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

5. Fundargerð kjaranefndar dags. 18. febrúar.
   Fundargerðin er í 4 liðum.
1. og 3. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   2. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
4. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.


6. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 16. og 23. febrúar.
   Fundargerðin frá 16. febrúar er í 2 liðum.
   Fundargerðin frá 23. febrúar er í 5 liðum.
   Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.

7. Fundargerð leikskólanefndar dags. 19. febrúar.
   Fundargerðin er í 6 liðum.
   2. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

8. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 17. febrúar.
   Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

9. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 19. febrúar.
   Fundargerðin frá 19. febrúar er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

10. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 16. febrúar.
   Fundargerðin er í 2 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

11. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 25. febrúar.
   Fundargerðin er í 11 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

12. Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 12. febrúar.
   Fundargerðin er í 2 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.


Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 20.09.

Þórarinn E. Sveinsson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Gísli Bragi Hjartarson
Sigríður Stefánsdóttir
Valgerður Hrólfsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Heimir Ingimarsson
Oddur H. Halldórsson
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Jónsdóttir

Karl Jörundsson
-fundarritari-