Bæjarstjórn

2704. fundur 03. nóvember 1998

Bæjarstjórn.


3062. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 3. nóvember kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Elsu Friðfinnsdóttur, Steingrími Birgissyni og Þóru Ákadóttur.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Ásta Sigurðardóttir, Valgerður Hrólfsdóttir og Vilborg Gunnarsdóttir.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 22. og 29. október.
Fundargerðin frá 22. október er í 15 liðum.
Fundargerðin frá 29. október er í 18 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 22. október.
13. og 14. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 29. október.
1. og 2. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
3., 4., 6., 7., 9., 10., 11., 12., 15., 17. og 18. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bókun bæjarráðs við 5. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
8. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum, bæjarfulltrúi Þórarinn B. Jónsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
Bókun bæjarráðs við 13. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á 14. lið kom fram ósk um að bókun bæjarráðs yrði ekki borin upp í einu lagi og var það samþykkt af forseta, sem síðan ákvað að bera bókunina upp í þrennu lagi.
    1) Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Akureyrar að Leikfélagi Akureyrar verði veitt allt að 18 milljón króna fyrirgreiðsla á þessu ári til þess að tryggja starfsemi þess. Útgreiðslur verði bundnar ákveðnum skilyrðum, sem miði að því að tryggja framtíðarrekstur félagsins og er bæjarstjóra falið að koma þeim á framfæri við stjórnendur félagsins.
    Þessi bókun var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
    2) Fyrirgreiðslu verði mætt með lántöku.
    Þessi bókun var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
    3) Síðasta málsgrein bókunar bæjarráðs var síðan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
    16. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

2. Fundargerð bygginganefndar dags. 28. október.
Fundargerðin er í 12 liðum.
1. og 2. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.

3. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. október.
Fundargerðin er í 7 liðum.
Forseti bar upp bókun skipulagsnefndar við 5. lið í tvennu lagi.
1. Skipulagsnefnd ................ um lágmarksflutning hússins.
Þessi bókun var samþykkt með 7 atkvæðum gegn 1.
    2. Fram kom tillaga um að vísa seinni hluta bókunar skipulagsnefndar til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

4. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 28. október.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fram kom tillaga um að vísa 1. og 3. lið til afgreiðslu með fjárhagsáætlun og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
4.- 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.

5. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 26. október.
Fundargerðin er í 9 liðum.
Bókanir bæjarráðs við 1. og 2. lið voru samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum.
7. liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

6. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 20. október.
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

7. Fundargerð skólanefndar dags. 19. október.
Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

8. Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs dags. 20. og 27. október.
Fundargerðin frá 20. október er í 6 liðum.
Fram kom tillaga um að vísa 2. lið til afgreiðslu með fjárhagsáætlun, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 27. október er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.

9. Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 21. október.
Fundargerðin er í 2 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

10. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 16. og 19. október.
Fundargerðin frá 16. október er í 1 lið.
Fundargerðin frá 19. október er í 4 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.

11. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 20. október.
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

12. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 22. október.
Fundargerðin er í 2 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

13. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 19. október.
Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

14. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 19. október.
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.41.

Sigurður J. Sigurðsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Steingrímur Birgisson
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Elsa B. Friðfinnsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Þóra Ákadóttir

Karl Jörundsson
-fundarritari-