Bæjarstjórn

2705. fundur 05. maí 1998

Bæjarstjórn.


3052. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 5. maí kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Guðmundi Jóhannssyni, Valgerði Jónsdóttur og Þresti Ásmundssyni.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Valgerður Hrólfsdóttir, Sigfríður Þorsteinsdóttir og Sigríður Stefánsdóttir.
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða á að taka fundargerð skólanefndar frá 4. maí á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

D A G S K R Á :

1. Fundargerð bæjarráðs dags. 28. apríl.
    Fundargerðin er í 24 liðum.
    1.- 6. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
    7., 8., 9., 10., 13., 14., 15., 16., 18., 20. og 22.- 24. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
    11., 17. og 19. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
    12. og 21. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.

2. Fundargerðir bygginganefndar dags. 17. og 24. apríl.
    Fundargerðin frá 17. apríl er í 15 liðum.
    1.- 6. og 13.- 14. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
    Fram kom tillaga um að vísa 8. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
    Fundargerðin frá 24. apríl er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.

3. Fundargerðir skipulagsnefndar dags. 15., 17. og 21. apríl.
    Fundargerðin frá 15. apríl er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
    Fundargerðin frá 17. apríl er í 9 liðum.
    6. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
    Fundargerðin frá 21. apríl er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
4. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 16. apríl.
Fundargerðin er í 2 liðum.
1. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
    2. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

5. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 27. apríl.
    Fundargerðin er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

6. Fundargerð félagsmálaráðs dags. 20. apríl.
    Fundargerðin er í 7 liðum.
    3. og 5. liður ásamt bókunum bæjarráðs voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

7. Fundargerð leikskólanefndar dags. 16. apríl.
    Fundargerðin er í 4 liðum.
    Bókun bæjarráðs við 1. lið var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

8. Fundargerðir atvinnumálanefndar dags. 21. og 28. apríl.
    Fundargerðirnar eru hvor um sig í 5 liðum og gefa ekki tilefni til ályktunar.
    Við afgreiðslu á fundargerðum atvinnumálanefndar kom fram eftirfarandi:

    Fyrirspurn til bæjarstjóra.
    Um þetta leyti eru liðin rúm tvö ár frá átökunum sem áttu sér stað í bæjarstjórn og meðal almennings á Akureyri um sölumál Útgerðarfélags Akureyringa og togstreitu sölusamtaka fiskafurða um sölumál félagsins.
    Máli þessu lyktaði með því að Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna fór áfram með sölumál félagsins gegn því að Sölumiðstöðin tryggði að 80 ný störf yrðu sköpuð á Akureyri innan eins árs.
    Ég óskaði af þessu tilefni upplýsinga um það hvernig úr hafi ræst í þessu efni og hve mörg störf hér á Akureyri megi í dag rekja til samkomulagsins við S.H. sem gert var vegna afurðasölumála Ú.A.
    Þá vænti ég einnig upplýsinga um þróun starfa hjá Útgerðarfélagi Akureyringa á sama tíma.
    Svara við þessum fyrirspurnum vænti ég á næsta fundi bæjarstjórnar Akureyrar.

    Akureyri 5. maí 1998
    Heimir Ingimarsson.


9. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 22. apríl.
    Fundargerðin er í 6 liðum.
    1. og 2. liður ásamt bókun bæjarráðs við 1. lið voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

10. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 28. apríl.
    Fundargerðin er í 6 liðum.
    1.- 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
    Við afgreiðslu á 6. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá Jakobi Björnssyni bæjarstjóra:
     "Á grundvelli upplýsinga sem fram hafa komið frá því að bæjarstjórn fjallaði um málið á fundi sínum þann 19. febrúar m.a. greinargerð bæjarlögmanns samþykkir bæjarstjórn að bygging 16 íbúða í lokaáfanga við Snægil verði boðin út."
    Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.

11. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 24. apríl.
    Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

12. Fundargerð skólanefndar dags. 4. maí.
    Fundargerðin er í 4 liðum, en eingöngu var tekinn til afgreiðslu liður 1.1, sem samþykktur var með 10 samhljóða atkvæðum.

Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.50.

Þórarinn E. Sveinsson
Ásta Sigurðardóttir
Gísli Bragi Hjartarson
Oddur H. Halldórsson
Valgerður Jónsdóttir
Þröstur Ásmundsson
Jakob Björnsson
Heimir Ingimarsson
Guðmundur Jóhannsson
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson

Karl Jörundsson
-fundarritari-