Bæjarstjórn

2707. fundur 07. apríl 1998

Bæjarstjórn.


3050. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 7. apríl kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúa Þresti Ásmundssyni.
Fjarverandi var bæjarfulltrúi Heimir Ingimarsson.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 19. og 26. mars og 2. apríl ásamt Reikningum Akureyrarbæjar 1997 – fyrri umræða.
   Fundargerðin frá 19. mars er í 15 liðum.
   Fundargerðin frá 26. mars er í 14 liðum.
   Fundargerðin frá 2. apríl er í 21 lið.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 19. mars.
   1.- 3. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 26. mars.
   1.- 3. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   4., 5., 6., 7., 10., 11., 13. og 14. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   8. og 9. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   12. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 2. apríl.
   1.- 4. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   5., 6., 8., 9., 10., 11., 12., 14., 15. og 16.- 20. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   21. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Við afgreiðslu á 13. lið kom fram eftirfarandi breytingartillaga frá bæjarfulltrúa Þórarni B. Jónssyni:
    "Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að taka tilboði frá Tölvutæki í 15" skjái að upphæð kr. 8.522.524.
    Með því sparar Akureyrarbær kr. 1.434.128 miðað við að keyptir verði 17" skjáir."
   Tillagan var borin undir atkvæði og var hún felld með 6 atkvæðum gegn 3.
   13. liður var síðan samþykktur óbreyttur með 6 samhljóða atkvæðum.
   7. liður – Reikningar Akureyrarbæjar 1997.
   Fram kom tillaga um að vísa reikningunum til bæjarráðs og 2. umræðu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

2. Fundargerðir bygginganefndar dags. 18. og 25. mars.
   Fundargerðin frá 18. mars er í 30 liðum.
   1.- 7. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.
   8. liður var samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.
   9.- 19. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   20. og 21. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
   22., 23., 28. og 30. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   24.- 27. og 29. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin frá 25. mars er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
3. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 18. mars.
   Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

4. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 16. mars.
   Fundargerðin er í 6 liðum.
4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Bæjarfulltrúi Sigfríður Þorsteinsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu á 5. lið.

5. Fundargerðir menningarmálanefndar dags. 23. og 30. mars.
   Fundargerðin frá 23. mars er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 30. mars er í 3 liðum.
   2. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

6. Fundargerðir skólanefndar dags. 18. mars og 1. apríl.
   Fundargerðin frá 18. mars er í 9 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 1. apríl er í 7 liðum.
   2. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
   7. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hann gefur tilefni til ályktunar.
   Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.

7. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 18. mars.
   Fundargerðin er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

8. Fundargerðir kjaranefndar dags. 26. og 31. mars.
   Fundargerðirnar eru hvor um sig í 3 liðum og gefa ekki tilefni til ályktunar.

9. Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 24. mars.
   Fundargerðin er í 2 liðum.
1. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.

10. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 16., 18., 23. og 30. mars.
   Fundargerðin frá 16. mars er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 18. mars er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 23. mars er í 11 liðum.
1. og 7.- 11. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   2., 3., 5. og 6. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   4. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Við afgreiðslu á 1. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins:
   "Tillaga um sölu á Skjaldarvík.
    Þar sem húseignir bæjarins í Skjaldarvík verða ekki lengur nýttar í þágu öldrunarþjónustu samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að láta meta fasteignir bæjarins í Skjaldarvík, sem bærinn nýtir ekki, með það í huga að þær verði seldar. Akureyrarbær úthluti lóðum undir húsin en eigi áfram allt landið. Samráð verði haft við sveitarstjórn Glæsibæjarhrepps um málið."
   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin frá 30. mars er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

11. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 24. mars.
   Fundargerðin er í 2 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.


12. Fundargerðir umhverfisnefndar dags. 12. og 31. mars.
   Fundargerðin frá 12. mars er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 31. mars er í 5 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.

13. Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 17. og 26. mars.
   Fundargerðin frá 17. mars er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 26. mars er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

14. Fundargerðir jafnréttisnefndar dags. 12. mars og 1. apríl.
   Fundargerðin frá 12. mars er í 2 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 1. apríl er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19.50.

Þórarinn E. Sveinsson
Ásta Sigurðardóttir
Gísli Bragi Hjartarson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Þröstur Ásmundsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Þórarinn B. JónssonKarl Jörundsson
-fundarritari-