Bæjarstjórn

2709. fundur 11. ágúst 1998

Bæjarstjórn.


3057. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 11. ágúst kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 23. og 30. júlí og 6. ágúst.
Fundargerðin frá 23. júlí er í 17 liðum.
Fundargerðin frá 30. júlí er í 13 liðum.
Fundargerðin frá 6. ágúst er í 11 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 23. júlí.
Við 12. lið í fundargerðinni kom fram eftirfarandi viðaukatillaga:
"Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um skipan aðal- og varamanna í heilbrigðisnefnd Norðurlandskjördæmis eystra.
Tillögur að erindisbréfi fyrir heilbrigðisnefndina og tillaga að samstarfssamningi um heilbrigðiseftirlit Norðurlandskjördæmis eystra verða teknar fyrir þegar heilbrigðisnefndin hefur fjallað um þær."
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin var síðan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti, sem hún gefur tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 30. júlí var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 6. ágúst.
Fram kom tillaga frá bæjarstjóra við 10. lið - umsóknir um störf - þess efnis að lagt er til að Dan Jens Brynjarsson verði ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Sigríður Stefánsdóttir verði ráðinn framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og upplýsingasviðs.
Óskað var skriflegrar atkvæðagreiðslu.
Við atkvæðagreiðslu um starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs hlaut Dan Jens Brynjarsson 7 atkvæði, 4 atkvæðaseðlar voru auðir.
Við atkvæðagreiðslu um starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og upplýsingasviðs hlaut Sigríður Stefánsdóttir 7 atkvæði, 4 atkvæðaseðlar voru auðir.
Forseti lýsti Dan Jens Brynjarsson sem réttkjörinn framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Sigríði Stefánsdóttur réttkjörna sem framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og upplýsingasviðs.
Fundargerðin var síðan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

2. Fundargerð bygginganefndar dags. 29. júlí.
Fundargerðin er í 53 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

3. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. júlí.
Fundargerðin er í 10 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

4. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 27. júlí.
Fundargerðin er í 7 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

5. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 23. júlí.
Fundargerðin er í 6 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

6. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 23. júlí.
Fundargerðin er í 9 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

7. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 15. júlí.
Fundargerðin er í 3 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Dagskrá tæmd.

      Fram kom utan dagskrár eftirfarandi tilkynning um breytingu á varafulltrúa Akureyrarlistans í bygginganefnd:
"Þar sem varafulltrúi Akureyrarlistans í bygginganefnd hefur flutt úr landi er lagt til að í hans stað komi Áki Áskelsson, Spónsgerði 3."


Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.39.


Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður Hrólfsdóttir

Karl Jörundsson -fundarritari-