Bæjarstjórn

2710. fundur 15. september 1998

Bæjarstjórn.


3059. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 15. september kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúa Þóru Ákadóttur.
Fjarverandi var bæjarfulltrúi Valgerður Hrólfsdóttir.
Áður en gengið var til dagskrár las forseti upp eftirfarandi tilkynningu frá bæjarfulltrúum Akureyrarlistans:
Í samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra komi Lilja Ragnarsdóttir kt.: 220446-2129, Mýrarvegi 118 í stað Kristínar Sigursveinsdóttur, sem hefur óskað eftir lausn frá því starfi.
Einnig var lesin upp tilkynning frá D-lista þess efnis að í atvinnumálanefnd komi Magnús Steinar Magnússon kt.: 190158-6679, Kambagerði 1, sem aðalmaður í stað Sverris Ragnarssonar.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 3. og 10. september.
Fundargerðin frá 3. september er í 14 liðum.
Fundargerðin frá 10. september er í 13 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 3. september.
1. og 2. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
8. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 10. september.
1. liður var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
2.- 7. og 9.- 11. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
8. og 12. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á 13. lið var óskað eftir nafnakalli um liðinn.
Já sögðu bæjarfulltrúarnir Sigurður J. Sigurðsson, Vilborg Gunnarsdóttir, Þóra Ákadóttir, Þórarinn B. Jónsson, Ásgeir Magnússon, Kristján Þór Júlíusson og Oktavía Jóhannesdóttir.
Nei sögðu bæjarfulltrúarnir Sigfríður Þorsteinsdóttir, Ásta Sigurðardóttir og Oddur H. Halldórsson.
Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson gerði grein fyrir afstöðu sinni á þessa leið:
        "Ég er sammála um mörg þau markmið sem lýst er í greinargerð með tillögum að skipulagsbreytingum.
En vegna þeirrar óvissu sem framundan er um útfærslu tillagnanna og vinnuferli, og aðkomu starfsfólks og fulltrúa minnihlutans, tek ég ekki þátt í atkvæðagreiðslu."

2. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 27. ágúst.
Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

3. Fundargerð skólanefndar dags. 7. september.
Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

4. Fundargerð kjaranefndar dags. 9. september.
Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

5. Fundargerð félagsmálaráðs dags. 7. september.
Fundargerðin er í 6 liðum.
5. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

6. Fundargerðir atvinnumálanefndar dags. 25. ágúst, og 1. og 7. september.
Fundargerðirnar frá 25. ágúst og 7. september eru hvor um sig í 3 liðum og gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 1. september er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

7. Fundargerð umhverfisnefndar frá 4. september.
Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.

8. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 3. september.
Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.


Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.24.

Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Oddur H. Halldórsson
Þóra Ákadóttir



Karl Jörundsson
-fundarritari-