Bæjarstjórn

2711. fundur 15. desember 1998

Bæjarstjórn.


3065. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 15. desember kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Páli Tómassyni og Þóru Ákadóttur.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Valgerður Hrólfsdóttir og Þórarinn B. Jónsson.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 3., 8. og 10. desember.
Fundargerðin frá 3. desember er í 19 liðum.
Fundargerðin frá 8. desember er í 1 lið.
Fundargerðin frá 10. desember er í 17 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 3. desember.
1., 2., 3., 4., 7., 9., 10., 11., 12., 13. og 17.- 19. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
5., 6., 8. og 14.- 16. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin frá 8. desember er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
Að lokum var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 10. desember.
Afgreiðslu á 1. og 2. lið var frestað og vísað til afgreiðslu með 14. lið dagskrárinnar.
3., 5., 11., 12., 13., 14., 15. og 17. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
4. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
6., 7., 8. og 10. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Afgreiðslu á 9. lið var frestað og vísað til afgreiðslu með 14. lið dagskrárinnar.
Við afgreiðslu á 16. lið bar forseti fyrst upp tillögu fulltrúa jafnréttisnefndar við lið 2.2.4 í Jafnréttisáætluninni.
Tillagan var felld með 6 atkvæðum gegn 3.
16. liður var síðan samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á 17. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Jakobi Björnssyni:
"Sem lið í afgreiðslu erindis Knattspyrnufélags Akureyrar frá 24. 11. 1997 um aukinn fjárstuðning við félagið, sem að hluta var afgreitt í bæjarstjórn þann 19. maí s.l. og fjármögnun staðfest við endurskoðun fjárhagsáætlunar yfirstandandi árs, samþykkir bæjarstjórn sérstakan styrk til félagsins að upphæð kr. tvær milljónir.
    Styrkurinn verði gjaldfærður á liðinn óvænt og óviss útgjöld og verði útgjöldunum mætt með skerðingu veltufjár."
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

2. Fundargerðir bygginganefndar dags. 2. og 9. desember.
Fundargerðin frá 2. desember er í 10 liðum.
1. og 2. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3.- 10. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin frá 9. desember er í 105 liðum.
1.- 8. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
9. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Sigfríður Þorsteinsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu.
10.- 105. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.

3. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 4. desember.
Fundargerðin er í 8 liðum.
2., 3., 5. og 7. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

4. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 4. desember.
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. og 3. lið var vísað til afgreiðslu með 14. lið dagskrárinnar.

5. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 7. desember.
Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

6. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 3. desember.
Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

7. Fundargerð skólanefndar dags. 7. desember.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fram kom tillaga um að vísa tillögu bæjarfulltrúa Marsibil Fjólu Snæbjarnardóttur til afgreiðslu með fjárhagsáætlun fyrir árið 1999 og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin gefur ekki að öðru leyti tilefni til ályktunar.

8. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 1. desember.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fram kom tillaga um að vísa bókunum í 3. og 4. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin gefur ekki að öðru leyti tilefni til ályktunar.

9. Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 4. desember.
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

10. Fundargerð félagsmálaráðs dags. 7. desember.
Fundargerðin er í 11 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

11. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 7. desember.
Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.

12. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 26. nóvember.
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

13. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 2. desember.
Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

14. Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar árið 1999 - síðari umræða - ásamt 1., 2. og 10. lið í fundargerð bæjarráðs frá 10. desember, 2. og 3. lið í fundargerð stjórnar veitustofnana frá 4. desember og bókun í 1. lið fundargerðar skólanefndar frá 7. desember.
Þá var tekin til afgreiðslu 14. liður dagskrár.

Tekjur:
Liðurinn var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Heildarupphæð tekna er kr. 2.250 þús.

Rekstrargjöld:
Fram kom breytingartillaga frá bæjarfulltrúunum Ásgeiri Magnússyni og Kristjáni Þór Júlíussyni þess efnis:

    "Liður 15-903, ýmis útgjöld lækki um 10.000 þús., heildarupphæð á málaflokki 15 verði 30.000 þús."
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Heildarupphæð rekstrargjalda er kr. 1.847.685 þús.

Gjaldfærð fjárfesting:
Fram kom breytingartilaga frá bæjarfulltrúunum Ásgeiri Magnússyni og Kristjáni Þór Júlíussyni á þá leið að:
"Liður götur og holræsi og umferðarmál - gatnaframkvæmdir hækki um kr. 20.000 þús. og verði kr. 114.200 þús."
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Liðurinn með áorðinni breytingu var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
Heildarupphæð gjaldfærðrar fjárfestingar nettó er kr. 137.350 þús.

Eignfærð fjárfesting:
Fram kom breytingartillaga frá bæjarfulltrúunum Ásgeiri Magnússyni og Kristjáni Þór Júlíussyni þess efnis að:
"Liður 16 Rekstur eigna - Eignfærð fjárfesting lækki um kr. 5.000 þús. og verði kr. 20.000 þús."
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Liðurinn með áorðinni breytingu var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
Heildarupphæð eignfærðrar fjárfestingar er kr. 530.600 þús.

Áætlað fjármagnsyfirlit, þar sem gert er ráð fyrir hækkun veltufjármuna að upphæð kr. 4.365 þús. og breytingum á peningalegri stöðu upp á kr. 290.635 þús. var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Áætlunin í heild sinni, sem jafnframt felur í sér afgreiðslu á 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 10. desember að frátöldum b og c lið var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Þá var tekinn til afgreiðslu b-liður 1. liðar í fundargerð bæjarráðs frá 10. desember - Gjaldskrárbreytingar ásamt tillögu bæjarfulltrúa Marsibilar Fjólu Snæbjarnardóttur, sem hafði verið vísað til afgreiðslu með 14. lið dagskrárinnar fyrr á fundinum.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson lagði fram eftirfarandi viðaukatillögu undir þessum lið við tillögu bæjarfulltrúa Marsibilar Fjólu Snæbjarnardóttur:
"Um sem nemur þeirri hækkun, sem varð á síðasta vetri.
Afsláttarfyrirkomulag verði óbreytt, sem og fæðiskostnaður.
Jafnframt legg ég til að fjárhagsrammi leikskóladeildar verði hækkaður til jafns við tekjutap þessu samfara."

Fyrst var borinn undir atkvæði b-liður í 1. lið fundargerðar bæjarráðs frá 10. desember og var hann samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
Þar með var lokið afgreiðslu á liðnum og komu því framangreindar tillögur ekki til afgreiðslu.

Að lokum var tekinn til afgreiðslu c-liður 1. liðar í fundargerð bæjarráðs frá 10. desember s.l. um starfsáætlanir nefnda og deilda, sem innihalda leiðarljós og markmið og ítrekun á fjárhagsáætlunarferli vegna ársins 1999, ásamt bókun bæjarráðs.
Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
Með framangreindri afgreiðslu lítur bæjarstjórn svo á að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs fyrir árið 1998 hafi hlotið fullnaðarafgreiðslu.

Bókun bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1999:
"Við gerð fjárhagáætlunarinnar hafa verið tekin upp ný vinnubrögð, sem fyrrverandi meirihluti hafði hafið undirbúning að og erum við samþykk þeirri breytingu.
Ljóst er að ýmsir vankantar hafa komið í ljós samfara nýjum vinnubrögðum og þá ekki hvað síst við úthlutun ramma til hinna ýmsu málaflokka.
Ákvarðanir rammanna og forsendur þær sem lagðar voru til grundvallar reyndust ekki nægilega ígrundaðar í upphafi og því þurfti að breyta þeim í vinnuferlinu. Þetta gerði vinnu nefnda og stofnana erfiðari en annars hefði orðið.
Starfsáætlanir þær sem fyrir liggja með leiðarljósum og markmiðum gerum við ekki efnislegar athugasemdir við, en þar sem þær grundvallast á þeim fjárhagsrömmum sem úthlutað hefur verið og ljóst að fjárveitingarnar eru markmiðunum rétthærri þá sitjum við hjá við afgreiðslu þeirra.
Þá sitjum við hjá við afgreiðslu rekstrar- og fjárfestingahluta fjárhagsáætlunarinnar í heild sinni á grundvelli þess að við erum ósammála þeirri stefnu sem tekin hefur verið upp og leiðir til skuldaaukningar um 300 milljónir króna.
Jakob Björnsson

         Ásta Sigurðardóttir
         Sigfríður Þorsteinsdóttir."
   Frumvarp að fjárhagsáætlun Hita- og vatnsveitu Akureyrar árið 1999, ásamt
   2. lið í fundargerð veitustjórnar frá 4. desember s.l.
   Frumvarpið var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
   Rekstrarniðurstöður eru kr. 610.650 þús. og sjóðsstreymisáætlun með ráðstöfunarfjármuni kr. 296.650 þús.

   Frumvarp að fjárhagsáætlun Rafveitu Akureyrar fyrir árið 1999, ásamt 3. lið í fundargerð veitustjórnar frá 4. desember s.l.
   Frumvarpið var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
   Rekstrarniðurstöður eru kr. 456.060 þús. og sjóðsstreymisáætlun með ráðstöfunarfjármuni kr. 63.320 þús.

   Frumvarp að fjárhagsáætlun Bifreiðastæðasjóðs árið 1999.
   Frumvarpið var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
   Rekstrarniðurstöður eru kr. 10.800 þús.

   Frumvarp að fjárhagsáætlun Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri árið 1999.
   Frumvarpið var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
   Rekstrarniðurstöður eru kr. 19.700 þús.

Dagskrá tæmd.

Forseti leiðrétti bókun, sem gerð var á síðasta fundi bæjarstjórnar þess efnis að Sigurður Harðarson tekur sæti sem varamaður í stjórn Hafnasamlags Norðurlands, en ekki sem aðalmaður.

Þá tóku til máls forseti og síðan bæjarstjóri og óskuðu þeir bæjarfulltrúum, starfsfólki bæjarins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson tók undir orð ræðumanna og óskaði forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18.25.

Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þóra Ákadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Oddur H. Halldórsson
Páll Tómasson

Karl Jörundsson
-fundarritari-