Bæjarstjórn

2712. fundur 17. febrúar 1998

Bæjarstjórn.


3047. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 17. febrúar kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundarsal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Hreini Pálssyni, Þresti Ásmundssyni, Valgerði Jónsdóttur og Ársæli Magnússyni.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Gísli Bragi Hjartarson, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir og Oddur Halldórsson.
Áður en gengið var til dagskrár tók forseti til máls og lýsti för sinni í grófum dráttum og einnig með skriflegu erindi frá heimsókn sinni til Gimli Manitoba, Kanada.
Hann bar bæjarfulltrúum góðar kveðjur frá vinabænum Gimli ásamt gjöfum til bæjarstjórnar og bæjarins.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 5. og 12. febrúar.
Fundargerðin frá 5. febrúar er í 12 liðum.
Fundargerðin frá 12. febrúar er í 11 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 5. febrúar.
1. liður verður afgreiddur síðar á fundinum ásamt viðeigandi fundargerðum.
4., 7. og 10. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 12. febrúar.
1. og 2. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
7. og 8. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

2. Fundargerðir skipulagsnefndar dags. 30. janúar, 2., 6., 11. og 12. febrúar.

   Áður en fundargerðirnar voru teknar til afgreiðslu, kom fram í máli eins bæjarfulltrúa að Aðalskipulag Akureyrarbæjar er frá 1998-2018, en ekki til 2015.

   Fundargerðin frá 30. janúar er í 3 liðum.
   3. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Fundargerðirnar frá 2. og 11. febrúar eru hvor um sig í 1 lið og gefa ekki tilefni til ályktunar.

Fundargerðin frá 6. febrúar er í 2 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

Fundargerðin frá 12. febrúar er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
Vegna bókunar í 1. lið fundargerðarinnar kom fram eftirfarandi tillaga:
"Bæjarstjórn samþykkir að láta auglýsa skipulagstillöguna samkvæmt 18. gr. Skipulagslaga nr. 73/1997 og senda hana Skipulagsstofnun til athugunar."
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

3. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 28. janúar.

   Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.

4. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 9. febrúar.
   Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

5. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 9. febrúar.
   Fundargerðin er í 8 liðum.
2. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 4. febrúar.
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

7. Fundargerð kjaranefndar dags. 9. febrúar.
   Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

8. Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 9. febrúar.
   Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.

9. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 2. og 9. febrúar.
   Fundargerðin frá 2. febrúar er í 7 liðum.
   6. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

   Fundargerðin frá 9. febrúar er í 5 liðum.

1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

10. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 3. febrúar.
   Fundargerðin er í 5 liðum.
   4. og 5. liður ásamt bókunum bæjarráðs voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

11. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 29. janúar.
   Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.


Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.37.

Þórarinn E. Sveinsson
Ásta Sigurðardóttir
Ársæll Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Jónsdóttir
Þröstur Ásmundsson
Jakob Björnsson
Heimir Ingimarsson
Hreinn Pálsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Þórarinn B. Jónsson

Karl Jörundsson
-fundarritari-