Bæjarstjórn

2713. fundur 17. mars 1998

Bæjarstjórn.


3049. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 17. mars kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn.
Áður en gengið var til dagskrár las forseti upp tilkynningu frá Framsóknarflokknum þess efnis að Ársæll Magnússon taki sæti sem aðalmaður í jafnréttisnefnd í stað Þorsteins Sigurðssonar og Þórarinn E. Sveinsson taki sæti, sem varamaður.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 5., 11. og 12. mars ásamt:
a) Frumvarpi að reglugerð fyrir Hita- og Vatnsveitu Akureyrar – seinni umræða.
b) Þriggja ára áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir Bæjarsjóðs á árunum 1999-2001 – seinni umræða.
    Fram var lögð utan dagskrár fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. mars 1998.
    Forseti leitaði afbrigða á að taka fundargerðina á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 5. mars, sem er í 16 liðum.
    10. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
    Við afgreiðslu á 10. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Sigurði J. Sigurðssyni:
    "Bæjarstjórn samþykkir að beina því til skipulagsnefndar að kanna þann möguleika að nýta sér sjónvarpsútsendingar bæjarsjónvarpsins (Aksjón ehf.) til kynningar á endurskoðun Aðalskipulags."
    Tillagan var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

    Fundargerðin frá 11. mars er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

    Fundargerðin frá 12. mars er í 13 liðum.
    1.- 6. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðkomandi fundargerðum.
    7., 8., 9. og 12. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
    Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu á 10. lið og vísa honum aftur til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
    Fram kom breytingartillaga frá bæjarfulltrúa Sigfríði Þorsteinsdóttur, þess efnis að yfirskrift 11. liðar "Frumvarp að reglugerð" félli niður en í staðinn komi "Samþykkt" og var breytingartillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
    11. liður með áorðnum breytingum var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
    13. liður – Frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir Bæjarsjóðs árin 1999-2001.
    Frumvarpið var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
    Við afgreiðslu á frumvarpinu komu fram eftirfarandi bókanir:

    "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja það skyldu meiri hlutans að leggja fram skýra mynd af fjármálum og framkvæmdum bæjarsjóðs á komandi árum. Slíkt á að gera með þriggja ára áætlun í samræmi við samþykkt um stjórn bæjarins.

     Meiri hlutinn ber ábyrgð á fjármála- og fjárfestingastefnu þessa kjörtímabils. Telja verður því eðlilegt að hann sýni fram á það á hvern hátt hann álítur mál þróast og á hvern hátt framkvæma eigi þau verkefni sem bíða úrlausnar.
     Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ekki rétt að taka þátt í mótun þeirrar stefnu á kosningaári. Afstaða sjálfstæðismanna til næstu ára mun koma fram í stefnuskrá flokksins í komandi kosningum.
     Sigurður J. Sigurðsson
     Þórarinn B. Jónsson
     Valgerður Hrólfsdóttir"

    Bókun v. þriggja ára áætlunar frá bæjarfulltrúum Alþýðubandalagsins:
    "Það kemur í hlut nýrrar bæjarstjórnar að skipta framkvæmdafé umfram þau verkefni sem þegar hafa verið ákveðin.
    Það er skoðun okkar að sá rammi sem fram er settur í þessari áætlun sé of þröngur.
    Við teljum nauðsynlegt, að þegar á árinu 1999 verði t.d. veitt fé til byggingar við Lundarskóla og nýs leikskóla í stað Iðavalla. Kostnaður bæjarsjóðs vegna þessara verkefna verður varla undir 150 milljónum króna og rúmast aðeins að litlu leyti innan óskiptrar fjárveitingar í þessari áætlun.
    Fullkomlega réttlætanlegt er að okkar mati að auka lántökur vegna þessara brýnu verkefna eða afla fjár með sölu eigna.
    Af þessum sökum getum við ekki fallist á þær grundvallarforsendur sem settar eru fram í þessari áætlun og greiðum henni því ekki atkvæði.
    Sigríður Stefánsdóttir
    Heimir Ingimarsson"
2. Fundargerðir skipulagsnefndar dags. 27. febrúar og 13. mars.
    Fundargerðin frá 27. febrúar er í 5 liðum.
    1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
    3.- 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
    Fundargerðin frá 13. mars er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

3. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 2. mars.
    Fundargerðin er í 3 liðum.
    3. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

4. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 9. mars.
    Fundargerðin er í 5 liðum.
    5. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

5. Fundargerð skólanefndar dags. 4. mars.
    Fundargerðin er í 6 liðum.
    1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hann gefur tilefni til ályktunar.
2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
3.- 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.

6. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans dags. 10. mars.
    Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. og 3. liður ásamt bókunum bæjarráðs voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.

7. Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 27. febrúar.
    Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.

8. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 2., 6. og 9. mars.
    Fundargerðin frá 2. mars er í 4 liðum.
    Fundargerðin frá 6. mars er í 1 lið.
    Fundargerðin frá 9. mars er í 5 liðum.
    Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

9. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 10. mars.
    Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

10. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 5. mars.
    Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.


Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19.12.

Þórarinn E. Sveinsson
Ásta Sigurðardóttir
Gísli Bragi Hjartarson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Heimir Ingimarsson
Oddur H. Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Valgerður Hrólfsdóttir

Karl Jörundsson
-fundarritari-