Bæjarstjórn

2715. fundur 19. maí 1998

Bæjarstjórn.


3053. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 19. maí kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundarsal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt bæjarstjóra Jakobi Björnssyni.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 7. og 14. maí.
   Fundargerðin frá 7. maí er í 17 liðum.
   Fundargerðin frá 14. maí er í 26 liðum.
   Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 7. maí.
1. og 2. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   3., 4., 5., 7., 10., 12., 13., 14. og 16.-17. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   6., 8., 9., 11. og 15. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Þá var fundargerðin frá 14. maí afgreidd á eftirfarandi hátt.
   1.- 8. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
   9., 11., 12., 13., 16. og 18.- 24. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   10. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hann gefur tilefni til ályktunar.
   14., 15., 17. og 25. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Við prentun dagskrár hafði 22. liður fallið niður, svo liðir 23.- 26. sem prentaðir voru verða liðir 22.- 25.

2. Fundargerðir bygginganefndar dags. 5. og 12. maí.
   Fundargerðin frá 5. maí er í 7 liðum.
   1.- 4. og 6. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   5. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
   7. liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
   Fundargerðin frá 12. maí er í 8 liðum og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

3. Fundargerðir skipulagsnefndar dags. 6., 8., 11., 12. og 13. maí.
   Fundargerðin frá 6. maí er í 6 liðum og var afgreidd á eftirfarandi hátt.
   3. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðirnar frá 8., 11. og 12. maí eru hver um sig í 1 lið og gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 13. maí er í 4 liðum.
   Fram kom breytingartillaga við 1. lið, Eyrarlandsholt, byggingasvæði sunnan og austan VMA, þess efnis að 1. málsgrein í "Sambýlishús S II" yrði eftirfarandi:
    "Við ytri mörk reita til norðurs er gert ráð fyrir einnar eða tveggja hæða húsum t.d. fjögurra íbúða húsum eða raðhúsaíbúðum."
   Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
1. liður með áorðinni breytingu var síðan samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   2. og 3. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Bókun skipulagsnefndar við 4. lið ásamt framlögðum greinargerðum var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

4. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 12. maí.
   Fundargerðin er í 2 liðum.
1. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.

5. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 11. maí.
Fundargerðin er í 7 liðum.
1.- 5. og 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu á 6. lið og var hún felld með 10 atkvæðum gegn 1.
6. liður var síðan samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.

6. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 11. maí.
   Fundargerðin er í 12 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

7. Fundargerðir skólanefndar dags. 4. og 13. maí.
   Fundargerðin frá 4. maí er í 4 liðum.
1. liður er með undirliðunum 1.1- 1.6.
   Liður 1.1 hefur þegar verið afgreiddur í bæjarstjórn.
   Liður 1.2 ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Bókun bæjarráðs við lið 1.3 var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
   Liðir 1.4- 1.6 gefa ekki tilefni til ályktunar.
   2. og 3. liður ásamt bókunum bæjarráðs voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   4. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 13. maí er í 6 liðum.
1. liður er í undirliðunum 1.1- 1.3.
   Við afgreiðslu á lið 1.1 kom fram að Sveinbjörn Markús Njálsson hefur dregið umsókn sína um stöðu skólastjóra Brekkuskóla til baka.
   Fellur því afgreiðsla á lið 1.1 niður.
   Við afgreiðslu á lið 1.2 kom fram að Sigmar Ólafsson hefur dregið umsókn sína um stöðu aðstoðarskólastjóra Lundarskóla til baka.
   Fram kom tillaga um að ráða Gunnar Jónsson í starfið og var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
   Liður 1.3 og 2.- 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.

8. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans dags. 13. maí.
   Fundargerðin er í 1 lið.
   Fundargerðin ásamt tillögu skólastjóra og skólanefndar var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

9. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 6. maí.
   Fundargerðin er í 10 liðum.
   2., 3. og 5. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

10. Fundargerð kjaranefndar dags. 7. maí.
   Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

11. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 4. og 11. maí.
   Fundargerðin frá 4. maí er í 5 liðum.
   4. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
   Fundargerðin frá 11. maí er í 6 liðum.
   1., 4. og 5. liður ásamt bókunum bæjarráðs voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

12. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 5. maí.
   Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

13. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 30. apríl.
   Fundargerðin er í 5 liðum.
   2. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
   Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

14. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 12. maí.
   Fundargerðin er í 2 liðum.
1. liður a) ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
1. liður b) og 2. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.


Dagskrá tæmd.

Að síðustu tóku bæjarfulltrúarnir Þórarinn Sveinsson, Heimir Ingimarsson, Gísli Bragi Hjartarson og Sigríður Stefánsdóttir til máls en þessir bæjarfulltrúar hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til setu í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili.
Þökkuðu þeir bæjarfulltrúum og starfsmönnum bæjarins fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum og óskuðu bæjarfélaginu alls hins besta um ókomin ár.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 20.10.

Þórarinn E. Sveinsson
Ásta Sigurðardóttir
Gísli Bragi Hjartarson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Heimir Ingimarsson
Oddur H. Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Valgerður Hrólfsdóttir

Karl Jörundsson
-fundarritari-