Bæjarstjórn

2716. fundur 20. janúar 1998

Bæjarstjórn.


3045. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 20. janúar kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Heimir Ingimarsson, Oddur Halldórsson og Þórarinn B. Jónsson.
Í þeirra stað sátu fundinn Þröstur Ásmundsson, Valgerður Jónsdóttir og Guðmundur Jóhannsson varabæjarfulltrúar.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 18. desember, 8. og 15. janúar ásamt frumvarpi að fjárhagsáætlun Framkvæmdasjóðs Akureyrar 1998, seinni umræða.
    Fundargerðin frá 18. desember er í 18 liðum.
    Fundargerðin frá 8. janúar er í 25 liðum.
    Fundargerðin frá 15. janúar er í 18 liðum.

    Fundargerðin frá 18. desember var afgreidd þannig:

1. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með fundargerðum viðkomandi nefnda.
    2. liður ásamt afgreiðslu meiri hluta bæjarráðs var samþykktur með 7 atkvæðum gegn 3.
    17. og 18. liður voru samþykktir með 11 atkvæðum samhljóða.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

    Fundargerðin frá 8. janúar var afgreidd þannig:
    2., 3. og 4. liður verða afgreiddir með fundargerðum viðkomandi nefnda síðar á fundinum.
    7., 11., 12., 20. og 25. liður voru allir samþykktir með 11 atkvæðum samhljóða.
    Við 15. lið kom fram tillaga um að kjósa Gunnar Jóhannesson verkfræðing varafulltrúa í umferðaröryggisnefnd Eyjafjarðar og var það samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

    Fundargerðin frá 15. janúar var afgreidd þannig:

    2. og 3. liður verða afgreiddir með fundargerðum viðkomandi nefnda síðar á fundinum.

4. liður: Að ósk bæjarfulltrúa Sigríðar Stefánsdóttur fór fram nafnakall um tillögu hennar að draga til baka fyrirhugaða hækkun leikskólagjalda.
Já sögðu bæjarfulltrúarnir Guðmundur Jóhannsson, Sigríður Stefánsdóttir, Sigurður J. Sigurðsson, Valgerður Hrólfsdóttir og Þröstur Ásmundsson.
Nei sögðu bæjarfulltrúarnir Gísli Bragi Hjartarson, Jakob Björnsson, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson og Ásta Sigurðardóttir.
Tillagan var því felld með 6 atkvæðum gegn 5.
9. liður: Fram komu tillögur um eftirtalda aðalmenn og varamenn í stjórnarnefnd umhverfisátaks:
Aðalmenn:
Hallgrímur Indriðason
Jón Arnþórsson
Jón Ingi Cæsarsson
Sigríður Stefánsdóttir
Sveinn Heiðar Jónsson
    Varamenn:
    Helga Rósantsdóttir
    Valgerður Jónsdóttir
    Þorsteinn Þorsteinsson
    Margrét Ríkarðsdóttir
    Anna Blöndal.

    Þar sem ekki komu fram nöfn fleiri manna en kjósa skyldi lýsti forseti þá réttkjörna í stjórnarnefnd umhverfisátaks.
    10. liður var samþykktur með 6 atkvæðum samhljóða.
    12., 14. og 15. liður voru samþykktir með 11 atkvæðum samhljóða.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
2. Fundargerðir bygginganefndar dags. 18. desember og 14. janúar.
    Fundargerðin frá 18. desember, sem er í 6 liðum, var afgreidd þannig:
    1., 2., 3. og 4. liður voru samþykktir með 11 atkvæðum samhljóða.
    5. og 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.

    Fundargerðin frá 14. janúar, sem er í 4 liðum, var afgreidd þannig:

1. og 2. liður voru samþykktir með 11 atkvæðum samhljóða.
    3. liður: Fram kom tillaga frá bæjarstjóra um að vísa 3. lið aftur til bygginganefndar og var hún samþykkt með 11 atkvæðum samhljóða.
4. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.

3. Fundargerðir skipulagsnefndar dags. 11. og 19. desember.
    Fundargerðin frá 11 desember, sem er í 1 lið gefur ekki tilefni til ályktunar.

    Fundargerðin frá 19. desember er í 4 liðum.
    Hún gefur ekki tilefni til ályktunar.

4. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 17. desember.
    Fundargerðin, sem er í 3 liðum var afgreidd þannig:
1. og 2. liður ásamt afgreiðslu bæjarráðs voru samþykktir með 11 atkvæðum samhljóða.
3. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.

5. Fundargerðir framkvæmdanefndar dags. 12. desember og 12. janúar.
    Fundargerðin frá 12. desember, sem er í 4 liðum var afgreidd þannig:
1. og 2. liður voru samþykktir með 11 atkvæðum samhljóða ásamt afgreiðslu bæjarráðs.
3. liður var samþykktur með 9 atkvæðum samhljóða ásamt afgreiðslu bæjarráðs.
4. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.

Fundargerðin frá 12. janúar, sem er í 4 liðum, var afgreidd þannig:
1. liður var samþykktur með 9 atkvæðum samhljóða.

    Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
6. Fundargerð skólanefndar dags. 14. janúar.
    Fundargerðin, sem er í 7 liðum, var afgreidd þannig:
    Fram kom tillaga um að vísa liðum 2. b) og 4. til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 atkvæðum samhljóða.
    Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.
7. Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs dags. 17. desember og 14. janúar.
    Fundargerðin frá 17. desember er í 8 liðum.
    Hún gefur ekki tilefni til ályktunar.

    Fundargerðin frá 14. janúar er í 5 liðum.
    Hún gefur ekki tilefni til ályktunar.

8. Fundargerð kjaranefndar dags. 18. desember.
    Fundargerðin, sem er í 2 liðum, var afgreidd þannig:
1. liður ásamt afgreiðslu bæjarráðs var samþykktur með 9 atkvæðum samhljóða.
    Bæjarfulltrúi Sigríður Stefánsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu liðarins.
    2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.

9. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 15. desember, 5. og 12. janúar.
    Fundargerðin frá 15. desember er í 8 liðum.
    Fundargerðin frá 5. janúar er í 6 liðum.
    Fundargerðin frá 12. janúar er í 3 liðum.
    Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
10. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 19. desember.
    Fundargerðin, sem er í 5 liðum gefur ekki tilefni til ályktunar.
11. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 11 desember.
    Fundargerðin, sem er í 4 liðum gefur ekki tilefni til ályktunar.
12. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 11. desember.
    Fundargerðin, sem er í 3 liðum gefur ekki tilefni til ályktunar.

Dagskrá tæmd.
Fundi slitið kl. 18.55.

Þórarinn E. Sveinsson
Ásta Sigurðardóttir
Gísli Bragi Hjartarson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Þröstur Ásmundsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Guðmundur Jóhannsson
Sigríður Stefánsdóttir
Valgerður Jónsdóttir

Valgarður Baldvinsson
-fundarritari-