Bæjarstjórn

2717. fundur 20. október 1998

Bæjarstjórn.


3061. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 20. október kom bæjarstjórn Akureyrar saman í fundarsal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúunum Sigrúnu Stefánsdóttur og Þóru Ákadóttur.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Oktavía Jóhannesdóttir og Valgerður Hrólfsdóttir.
Áður en gengið var til dagskrár las forseti upp eftirfarandi:
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú lést í Seattle í Bandaríkjunum að kvöldi 12. október s.l. Guðrún Katrín fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1934 og var því sextíu og fjögurra ára. Frá upphafi kosningarbaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, vakti sterkur persónuleiki og fáguð framkoma hennar athygli þjóðarinnar. Rúm tvö ár eru liðin síðan hún tók við hinu ábyrgðarmikla hlutverki húsmóður á forsetasetrinu á Bessastöðum og því hlutverki sem henni var þá fengið við hlið mannsins síns, Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hún ávann sér virðingu og hlýhug þjóðarinnar og vakti aðdáun hvar sem hún kom. Íslenska þjóðin á ljúfa og samhljóma minningu um Guðrúnu Katrínu, sem mun lifa áfram í vitund okkar allra. Í baráttu sinni við illvígan sjúkdóm sýndi hún ótrúlegt æðruleysi og mikinn viljastyrk.
Bæjarstjórn Akureyrar vottar forsetanum og dætrum hennar dýpstu samúð. Útför hennar verður frá Hallgrímskirkju á morgun. Ég bið viðstadda að minnast Guðrúnar Katrínar með því að rísa úr sætum.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 8., 13. og 15. október.
Fundargerðin frá 8. október er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 13. október er í 1 lið.
Fundargerðin frá 15. október er í 22 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 8. október.
1.- 4. og 6. og 8. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bókun bæjarráðs við 5. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
7. og 9. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin frá 13. október gefur ekki tilefni til ályktunar.
Þá var að lokum tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 15. október.
1. og 2. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
3., 4., 5., 11., 14., 15., 16., 17., 19. og 21. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Skipun í reynsluverkefnanefnd samkvæmt bókun við 19. lið.
Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
Sigurður J. Sigurðsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
og varamanna:
Vilborg Gunnarsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

2. Fundargerðir bygginganefndar dags. 7. og 14. október.
Fundargerðin frá 7. október er í 22 liðum.
9. liður gefur ekki tilefni til ályktunar, fundargerðin var samþykkt að öðru leyti með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin frá 14. október er í 9 liðum.
3. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.


3. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. október.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Bókun meirihluta skipulagsnefndar við 1. lið var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Fyrri hluti bókunar skipulagsnefndar við 2. lið: "Skipulagsnefnd leggur til .......... um aðra framtíðaraðstöðu fyrir SVA." var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að seinni hluta bókunarinnar verði vísað til bæjarráðs og gerðar fjárhagsáætlunar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
3. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.

4. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 12. október.
Fundargerðin er í 14 liðum.
1.- 3. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

5. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 8. október.
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

6. Fundargerðir skólanefndar dags. 5. og 12. október.
Fundargerðin frá 5. október er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 12. október er í 5 liðum.
Fram kom breytingartillaga við 1. lið.
Samþykktir fyrir skólanefnd Akureyrar þess efnis að í IX. kafla 26. gr. falli út orðin: "þær staðfestar af bæjarstjórn.", en inn í komi: "lagðar fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu."
Breytingartillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
1. liður með áorðinni breytingu var síðan samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2.- 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.

7. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 1. október.
Fundargerðin er í 5 liðum.
Bókun bæjarráðs við 5. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

8. Fundargerð félagsmálaráðs dags. 5. október.
Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

9. Fundargerðir atvinnumálanefndar dags. 22. september og 6. október.
Fundargerðirnar eru hvor um sig í 3 liðum og gefa ekki tilefni til ályktunar.

10. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 8. október.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fram kom tillaga um að vísa 2. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

11. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 1. október.
Fundargerðin er í 8 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

12. Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 1. október.
Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.


Dagskrá tæmd.

Fram kom utan dagskrár eftirfarandi tilkynning frá Sjálfstæðisflokknum:
Torfi Geir Torfason kt.: 110363-2819 tekur sæti, sem varamaður í menningarmálanefnd í stað Sigríðar Erlu Ingólfsdóttur.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.11.

Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Sigrún Stefánsdóttir
Þóra Ákadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Oddur H. Halldórsson
Þórarinn B. Jónsson

Karl Jörundsson
-fundarritari-