Bæjarstjórn

2718. fundur 21. apríl 1998

Bæjarstjórn.


3051. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 21. apríl kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúa Guðmundi Jóhannssyni.
Fjarverandi var bæjarfulltrúi Þórarinn B. Jónsson.
Áður en gengið var til dagskrár las forseti upp eftirfarandi tilkynningu frá A-lista.
"Þorsteinn Þorsteinsson tekur sæti, sem aðalmaður í starfshópi vegna umhverfisátaks og mótun umhverfisstefnu en Jón Ingi Cæsarsson taki sæti sem varamaður."

D A G S K R Á :

1. Fundargerð bæjarráðs dags. 16. apríl.
    Fundargerðin er í 18 liðum og var afgreidd á eftirfarandi hátt.
    1.-3. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
    4. liður gefur ekki tilefni til ályktunar en fram kom eftirfarandi tillaga við afgreiðslu á liðnum:
     "Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 3. tl. 1. mgr. 44. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 ásamt síðari breytingum, að óska eftir því við Samiðn - samband iðnfélaga, að deiluaðilar leiti eftir því við Félagsdóm að hann skeri úr ágreiningi aðila með dómi."
    Tillagan var síðan borin undir atkvæði og var samþykkt með 11 atkvæðum
    5. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
    6.-11. og 14.-15. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
    Við afgreiðslu á 12. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Sigríði Stefánsdóttur:
     "Bæjarstjórn samþykkir að falla frá niðurrifi hússins að Lækjargötu 6 að því gefnu að unnt verði að færa það vestur á lóðina eða breyta skipulagi og umferðarmálum þannig að húsið geti staðið áfram á sinum stað. Tækni- og skipulagsdeild er falið að kanna þessa möguleika."
    Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 5 og féll því á jöfnum atkvæðum.
    Bókun bæjarráðs í 12. lið ásamt tillögu meirihluta bæjarráðs var samþykkt með 7 atkvæðum gegn 1.
    Síðasta málsgrein 12. liðar var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
    13. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
    16. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
    Afgreiðslu á 17. lið var frestað þar til með 7. dagskrárlið fundarins.
    18. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

2. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 1. apríl.
    Fundargerðin 6 liðum.
    Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Oddi Halldórssyni þess efnis að 1. lið yrði vísað aftur til framkvæmdanefndar og var hún felld með 6 atkvæðum gegn 1.
1. liður ásamt bókun bæjarráðs var síðan samþykktur með 9 atkvæðum gegn 1.
2.-6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
  3. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 6. apríl.
     Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.


  4. Fundargerð skólanefndar dags. 15. apríl.
     Fundargerðin frá 15. apríl er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

  5. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans dags. 14. apríl.
     Fundargerðin er í 4 liðum.
     1. liður ásamt bókun bæjarráðs var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
     2.-4. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
     Við afgreiðslu á 2. lið kom fram eftirfarandi tillaga:
      "Bæjarstjórn heimilar að auglýst verði staða aðstoðarskólastjóra við Tónlistarskólann á Akureyri."
     Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 8. apríl.
     Fundargerðin er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

  7. Reikningar Akureyrarbæjar 1997 - síðari umræða -.
     Reikningarnir voru bornir undir atkvæði og samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.

  Dagskrá tæmd.
  Fleira ekki gert.
  Fundi slitið kl. 18.37.

  Þórarinn E. Sveinsson
  Ásta Sigurðardóttir
  Gísli Bragi Hjartarson
  Sigfríður Þorsteinsdóttir
  Sigurður J. Sigurðsson
  Heimir Ingimarsson
  Jakob Björnsson
  Valgerður Hrólfsdóttir
  Oddur H. Halldórsson
  Sigríður Stefánsdóttir
  Guðmundur Jóhannsson


  Karl Jörundsson
  -fundarritari-