Bæjarstjórn

2720. fundur 23. júní 1998

Bæjarstjórn.


3055. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 23. júní kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundarsal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varabæjarfulltrúa Þóru Ákadóttur. Fjarverandi var bæjarfulltrúi Valgerður Hrólfsdóttir.

DAGSKRÁ:

I. Kosning nefndar til 4ra ára.

1. Kjörstjórn: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:
Ásgeir Pétur Ásgeirsson
Guðmundur Gunnarsson
Haraldur Sigurðsson
og varamanna:
Þorsteinn Þorsteinsson
Páll H. Jónsson
Hermann Haraldsson
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

II. Fundargerðir:

1. Fundargerð bæjarráðs dags. 18. júní.
Fundargerðin er í 40 liðum.
6. liður fundargerðarinnar var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
7. og 8. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
Bókun bæjarráðs í 14. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
24. liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

2. Fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 12. júní.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Tillaga bæjarstjóra í 4. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

3. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 12. júní.
Fundargerðin er í 5 liðum.
Bókun bæjarráðs við 3. lið var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Í tilefni samþykktarinnar kom fram tillaga að skipun í starfshóp og voru eftirfarandi tilnefndir:
Sunna Borg
Þröstur Ásmundsson
Ólafur Ásgeirsson.
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.
Fundargerðin gefur ekki að öðru leyti tilefni til ályktunar.

4. Fundargerð skólanefndar dags. 15. júní.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Bókun bæjarráðs við lið 6.2 var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5. Fundargerð kjaranefndar dags. 5. júní.
Fundargerðin er í 2 liðum.
1. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

6. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 4. júní.
Fundargerðin er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

7. Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 5. júní.
Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

III. Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.

Dagskrá tæmd.

Bæjarfulltrúarnir Oktavía Jóhannesdóttir og Ásgeir Magnússon lögðu fram eftirfarandi tilkynningu utan dagskrár:
"Með vísan til samstarfssamnings Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista um framboð Akureyrarlistans til bæjarstjórnar á Akureyri og með vísan til 24. greinar sveitarstjórnarlaga.
Tilkynnist hér með að forfallist aðalmaður í bæjarstjórn til lengri tíma mun varamaður úr sama stjórnmálaflokki taka sæti aðalmanns í bæjarstjórn".


Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.16.

Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásgeir Magnússon
Oktavía Jóhannesdóttir
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson

Karl Jörundsson
-fundarritari-