Bæjarstjórn

2719. fundur 21. júlí 1998

Bæjarstjórn.

3056. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 21. júlí, kl. 16.00 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar í fundasal sínum í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarfulltrúar sátu fundinn ásamt varafulltrúunum, Þóru Ákadóttur, Steingrími Birgissyni, Marsibil Fjólu Snæbjarnardóttur, Guðmundi Ómari Guðmundssyni og Elsu Friðfinnsdóttur.
Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Valgerður Hrólfsdóttir, Sigurður J. Sigurðsson, Oddur Helgi Halldórsson, Jakob Björnsson og Ásta Sigurðardóttir.
Áður en gengið var til dagskrár kvaddi varaforseti bæjarstjórnar Ásgeir Magnússon sér hljóðs og minntist Guðmundar Sigurbjörnssonar hafnarstjóra með eftirfarandi orðum:

Góðir bæjarfulltrúar.
Í upphafi fundarins vil ég minnast látins starfsmanns Guðmundar Sigurbjörnssonar, hafnarstjóra, en hann andaðist á heimili sínu þann 7. júlí s.l. og var til moldar borinn s.l. fimmtudag.
Guðmundur var fæddur 22. maí 1949 á Akureyri. Foreldrar hans eru Sigurbjörn Árnason og Klara Guðmundsdóttir. Árið 1971 kvæntist Guðmundur eiginkonu sinni Bjarneyju S. Sigvaldadóttur og eiga þau þrjú börn.
Guðmundur lauk námi í byggingatæknifræði frá Tækniskóla Íslands árið 1974. Fyrsta árið eftir að námi lauk starfaði Guðmundur hjá Vegagerð ríkisins, en frá því í maí 1976 hjá Akureyrarbæ, fyrst sem tæknifræðingur, en frá 1980 og til dauðadags sem hafnarstjóri Akureyrar.
Guðmundur var mikilvirkur í félagsmálum og starfaði ötullega að margvíslegum góðgerðarmálum innan Lionshreyfingarinnar og að íþrótta- og tómstundamálum, aðallega í Íþróttafélaginu Þór og á þessum vettvangi er hans sárt saknað.
Á vettvangi bæjarmála var Guðmundur fyrst og fremst hafnarmaður og starfa hans fyrir Akureyrarhöfn, í Hafnaráði og í Hafnasambandi sveitarfélaga verður lengi minnst. Á starfstíma Guðmundar átti sér stað mikil uppbygging hjá Akureyrarhöfn og mörg stór mannvirki voru tekin í notkun. Guðmundur gerði sér vel grein fyrir lykilhlutverki hafnarinnar í uppbyggingu samfélagsins og var óþreytandi í að vinna að framgangi hafnarinnar og ekki síður markaðssetningu hennar og var stórhuga í áformum sínum um enn frekari uppbyggingu til hagsbóta fyrir bæjarfélagið.
Guðmundur vann öll sín störf af trúmennsku og dugnaði. Hann hafði ekki alltaf hátt um áform sín, en þrautseigja og festa í öllu sem hann tók sér fyrir hendur skilaði góðu verki sem við munum njóta um ókomin ár og fyrir það vil ég fyrir hönd Akureyrar þakka.
Ég votta eiginkonu Guðmundar, Bjarneyju Sigvaldadóttur og börnum þeirra, svo og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð og bið bæjarfulltrúa að minnast Guðmundar Sigurbjörnssonar með því að rísa úr sætum.

D A G S K R Á :

1. Fundargerðir bæjarráðs dags. 25. júní, 2., 9. og 16. júlí 1998.
Fundargerðin frá 25. júní er í 23 liðum.
Fundargerðin frá 2. júlí er í 15 liðum.
Fundargerðin frá 9. júlí er í 12 liðum.
Þessar fundargerðir voru bornar upp hver fyrir sig og afgreiðsla bæjarráðs á málum þar staðfest þannig:
Fundargerðin frá 25. júní var staðfest með 10 atkvæðum, fundargerðirnar frá 2. og 9. júlí voru staðfestar með 11 samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að fundargerðin frá 16. júlí yrði borin upp í tvennu lagi, þ.e. liður 1.- 15. sérstaklega og 16. liður sérstaklega. Forseti varð við þessari tillögu.
        1.- 15. liður fundargerðarinnar frá 16. júlí voru staðfestir með 11 samhljóða atkvæðum.
        16. liður fundargerðarinnar frá 16. júlí var staðfestur með 9 atkvæðum gegn 1 atkvæði.
2. Fundargerðir bygginganefndar dags. 15. og 24. júní 1998.
Fundargerðin frá 15. júní er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 24. júní er í 37 liðum.
Fundargerðirnar hafa báðar hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

3. Fundargerðir skipulagsnefndar dags. 19. júní og 3. júlí 1998.
Fundargerðin frá 19. júní er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 3. júlí er í 7 liðum.
Báðar fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

4. Fundargerðir framkvæmdanefndar dags. 19. og 29. júní og 13. júlí 1998.
Fundargerðin frá 19. júní er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 29. júní er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 13. júlí er í 7 liðum.
Allar fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

5. Fundargerð menningarmálanefndar dags. 10. júlí 1998.
Fundargerðin er í 6 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

6. Fundargerð skólanefndar dags. 9. júlí 1998.
Fundargerðin er í 8 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

7. Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs dags. 18. júní og 8. júlí 1998.
Fundargerðin frá 18. júní er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 8. júlí er í 10 liðum.
Fundargerðirnar hafa báðar hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

8. Fundargerð kjaranefndar dags. 3. júlí 1998.
Fundargerðin er í 9 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

9. Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 24. júní 1998.
Fundargerðin er í 4 liðum og hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

10. Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 23. júní og 13. júlí 1998.
Fundargerðin frá 23. júní er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 13. júlí er í 9 liðum.
Báðar fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

11. Fundargerðir atvinnumálanefndar dags. 19. og 29. júní 1998.
Fundargerðin frá 19. júní er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 29. júní er í 10 liðum.
Fundargerðirnar hafa báðar hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

12. Fundargerðir umhverfisnefndar dags. 18. júní og 2. júlí 1998.
Fundargeðin frá 18. júní er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 2. júlí er í 3 liðum.
Báðar fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

13. Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 12. júní og 9. júlí 1998.
Fundargerðin frá 12. júní er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 9. júlí er í 8 liðum.
Fundargerðirnar hafa báðar hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

14. Fundargerðir jafnréttisnefndar dags. 16. júní og 1. júlí 1998.
Fundargerðin frá 16. júní er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 1. júlí er í 4 liðum.
Báðar fundargerðirnar hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.25.

Ásgeir Magnússon
Vilborg Gunnarsdóttir
Elsa Friðfinnsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Steingrímur Birgisson
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þóra Ákadóttir


Baldur Dýrfjörð
-fundarritari-