Bæjarstjórn

3289. fundur 07. september 2010 kl. 16:00 - 17:12 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Sigmar Arnarsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Heiða Karlsdóttir ritari bæjarstjóra
Dagskrá
Forseti bauð Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 311. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 25. ágúst 2010:
Fundargerðin er í 14 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 3., 4., 5., 7., 8., 9., 11.,12.,13. og 14. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarstjórn staðfestir 1., 3., 4., 5., 7., 8., 9., 11.,12.,13. og 14. lið í fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 25. ágúst 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 312. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 1. september 2010. Fundargerðin er í 10 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 2., 5., 6., 8., 9. og 10. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarstjórn staðfestir 1., 2., 5., 6., 8., 9. og 10. lið í fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 1. september 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Gleráreyrar 1 - 10 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2010060101Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. ágúst 2010:
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 7. júlí til 18. ágúst 2010 í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni.
2 athugasemdir bárust.
1) Jóhannes Árnason, Stóragerði 12, dags. 19. júlí 2010.
a) Gerir athugasemd við að ekki er sýndur göngustígur frá bílastæði að gatnamótum Byggðavegar og Þórunnarstrætis. Stígar þurfa að vera aðgengilegir fyrir barnavagna og reiðhjól, þ.e. tröppulausir.
b) Óskar eftir að sýnd verði gönguleið norðan húsa Glerártorgs, þannig að gönguleið verði frá vestasta inngangi Glerártorgs, vestur og norður fyrir húsin að Borgarbraut.
c) Óskað er eftir að merktar verði gönguleiðir yfir götuna Gleráreyrar.
2) Framkvæmdadeild, dags. 18. ágúst 2010.
a) Skilgreina þarf kvöð um að Akureyrarbæ sé heimilt að tengja regnvatnskerfi götunnar Gleráreyrar inn í regnvatnskerfi lóðarinnar nr. 1 á Gleráreyrum.
b) Skilgreina þarf kvöð um stofnlögn fráveitu sem liggur í gegnum lóð nr. 1 á Gleráreyrum.
c) Ný tillaga að göngustíg frá Byggðavegi, niður að Gleráreyrum. Sá sem er sýndur á skipulaginu er mjög kostnaðarsamur (sprengja klöppina niður) auk þess sem hann rýrir notkunarmöguleika lóðarinnar nr. 6-8 að Gleráreyrum. Nýja tillagan sýnir stíg sem er mun hagkvæmari en brattari, en fólk hefur alltaf þann möguleika að fara niður með Þórunnarstrætinu. Hann er teiknaður upp eftir eldri leið þó er hann aðeins lengdur sem dregur úr hallanum á núverandi stíg.
Umsögn barst frá Fornleifavernd ríkisins, dags. 22. júlí 2010. Engin athugasemd er gerð.
Skipulagsnefnd tekur tillit til athugasemda 1b og c og 2a og b og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Suðurhluti Oddeyrar - deiliskipulagsbreyting við Gránufélagsgötu 23

Málsnúmer 2010070101Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. ágúst 2010:
Erindi dags. 5. maí 2010 þar sem Anna Hermannsdóttir sækir um breytingu á lóðamörkum milli fasteigna hennar að Gránufélagsgötu 23, Norðurgötu 11 og Norðurgötu 13.
Erindið var grenndarkynnt þann 27. júlí 2010 og var athugasemdafrestur til 24. ágúst 2010. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Sorpmál - framtíðarsýn

Málsnúmer 2009010228Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 6. ágúst 2010:
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar gerði grein fyrir stöðu mála varðandi útboð vegna sorphirðu og fór yfir val á leið A og B.
Framkvæmdaráð ákveður að breyta fyrri ákvörðun úr leið A í leið B og vísar þeirri ákvörðun til bæjarráðs.

3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 2. september 2010:
Rætt um mismunandi leiðir í sorphirðu í tengslum við útboð.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fram kom tillaga frá Sigurði Guðmundssyni bæjarfulltrúa A-lista um að fresta afgreiðslu og var hún felld með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar. 

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, Hermann Jón Tómasson, Ólafur Jónsson og Guðmundur Baldvin Guðmundsson sátu hjá við afgreiðslu.

 

Fram var lögð breytingartillaga frá bæjarfulltrúum Bæjarlista, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, svohljóðandi:

 

"Bæjarstjórn ítrekar fyrri samþykkt bæjaryfirvalda um að fyrirkomulag sorphirðu á Akureyri verði í samræmi við leið A í útboði bæjarins í vor, þ.e. að endurvinnslutunna verði við hvert heimili auk íláta fyrir lífrænan og óflokkaðan úrgang."

 

Breytingartillagan var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur, Hermanns Jóns Tómassonar, Ólafs Jónssonar og Sigurðar Guðmundssonar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson sat hjá við afgreiðslu.

 

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur, Hermanns Jóns Tómassonar, Ólafs Jónssonar og Sigurðar Guðmundssonar ákvörðun framkvæmdaráðs frá 6. ágúst 2010 um að breyta fyrri ákvörðun úr leið A í leið B, sem er í samræmi við umsögn og bókun meirihluta umhverfisráðs 19. ágúst 2010.

 

Bæjarfulltrúar Bæjarlista, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram eftirfarandi bókun:

 

"Í lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að breyta sorphirðu í bænum og gera íbúum kleift að stórauka flokkun heimilissorps. Með þeirri ákvörðun hugðust bæjaryfirvöld skipa Akureyri í fremstu röð sveitarfélaga á þessu sviði. Meirihluti bæjarstjórnar hefur nú ákveðið að draga verulega úr þessum áformum og koma á skipulagi í sorphirðu sem þýðir minni þjónustu við bæjarbúa og lélegri heimtur á flokkuðum heimilisúrgangi. Við leggjumst eindregið gegn þessari ákvörðun og teljum að rétt hefði verið stuðla að sem mestri flokkun endurvinnanlegs úrgangs með endurvinnslutunnum við hvert heimili."

 

Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi B-lista óskar bókað:

 

"Ég styð leið B sem skref í rétta átt í sorphirðu Akureyringa en legg áherslu á að áfram verði unnið að bættri flokkun og endurvinnslu með það að markmiði að innleiða leið A á kjörtímabilinu."

Fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 17:12.